Fara í efni

Hádegisverður í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 2402092

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2024

Lagt fram minnisblað frá sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem fram kemur núverandi kostnaður við rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki. Nefndin felur starfsfólki að stilla upp sviðsmyndum um hvernig mætti leysa hádegisverð í Ársölum og Árskóla og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Fræðslunefnd - 24. fundur - 13.03.2024

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem dregnar eru fram fimm sviðsmyndir varðandi skipulag hádegisverðar í Ársölum og Árskóla á Sauðárkróki. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að kanna hvort mögulegt væri að gera 2 ára leigusamning með forkaupsrétti um húsnæðið Aðalgötu 7, að heild eða hluta. Jafnframt að hefja undirbúning útboðs hádegisverðar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Stefnt er að því að funda aftur fyrir páska til að taka endanlega ákvörðun um næstu skref ef kostur er.

Fræðslunefnd - 25. fundur - 22.03.2024

Hrund Pétursdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta.

Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700.

Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.

Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 90. fundur - 27.03.2024

Erindinu vísað frá 25. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta.
Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700.
Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.
Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar um útboð hádegisverðar í Ársölum og Árskóla. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að samhliða vinni sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs að greiningu þeirra tveggja kosta sem fræðslunefnd leggur til, án þess að útiloka aðrar leiðir sem kunna að verða mögulegar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar hvað kostnað varðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024

Frá 90. fundi byggðarráðs frá 27. mars 2024

Erindinu vísað frá 25. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta. Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á.
Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.
Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar um útboð hádegisverðar í Ársölum og Árskóla.
Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að samhliða vinni sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs að greiningu þeirra tveggja kosta sem fræðslunefnd leggur til, án þess að útiloka aðrar leiðir sem kunna að verða mögulegar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar hvað kostnað varðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson, Hrund Pétursdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.

Framlagðar tillögur fræðslunefndar og byggðarráðs, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.