Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

19. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:15 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum mál nr.2310017 Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024. Samþykkt samhljóða. Málið verður nr 25. á dagskránni.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 67

Málsnúmer 2310023FVakta málsnúmer

Fundargerð 67. fundar byggðarráðs frá 25. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson og Guðlaugur Skúlason kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13.10. 2023 frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi beint flug um Norðurland. Óskað er eftir fundi til að ræða stöðuna varðandi beint flug, fjármögnun og stefnu. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga, Guðrún Lárusdóttir tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað til að ræða stöðuna í íslenskum landbúnaði. Samþykkt var að senda eftirfarandi áskorun til nýskipaðs starfshóps þriggja ráðuneyta:
    Byggðarráð Skagafjarðar og stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga (BSS), fagna nýskipuðum starfshópi þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis, sem ætlað er að leggja mat á og koma með tillögur til úrbóta vegna sífellt erfiðari rekstrarskilyrða í landbúnaði. Þar vegur þyngst verulega aukinn fjármagnskostnaður og miklar verðhækkanir á aðföngum.
    Byggðarráð og stjórn BSS skora á starfshópinn að koma fram með öflugar tillögur um hagkvæma endurfjármögnun lána fyrir þá bændur sem þess óska. Jafnframt verður að tryggja að afurðaverð og stuðningur frá búvörusamningum standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu bæði manna og dýra. Í alþjóðlegum samanburði eru vinnulaun og annar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara á Íslandi hár, en á móti eru gæði þess sem framleitt er með því besta í heiminum. Samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir getur því verið erfið þegar fluttar eru inn afurðir frá löndum þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en hér, m.a. vegna lægri vinnulauna, verulega meiri stærðarhagkvæmni og í mörgum tilfellum minni áherslu á velferð og aðbúnað dýra. Tollvernd á innfluttar landbúnaðarvörur á því fullan rétt á sér enda er þá markmiðið að verja og tryggja innlenda framleiðslu en þar gegna einnig skýrar upprunamerkingar matvæla lykilhlutverki.
    Framleiðsluferlar í hefðbundnum landbúnaði eru almennt langir með krefjandi tímabilum sem stjórnast meðal annars af tíðafari og afkastagetu. Samhliða því hafa verið tíðar breytingar á reglugerðum sem ýtt hafa bændum í kostnaðarsamar endurbætur og aukna vélvæðingu til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri. Möguleikar bænda á að setja hækkanir eins og nú hafa dunið yfir á bæði aðföngum og í fjármagnskostnaði beint út í verðlagið eru afar takmarkaðir. Ástæður þess eru meðal annars samkeppni við innfluttar vörur sem oft á tíðum virðast ekki einu sinni rétt skilgreindar í tollaflokkum og koma því inn í landið á röngum forsendum, sem svo dregur úr möguleikum afurðastöðva að greiða ásættanlegt verð til bænda.
    Stjórnvöld verða að tryggja að í landinu sé öflug framleiðsla matvæla ásamt því að þeir sem hana stunda hafi af framleiðslunni viðunandi afkomu en það er forsenda þess að ungt fólk fáist til starfa og framþróun verði í greininni, ásamt því að fæðuöryggi þjóðarinnar, byggt á innlendri framleiðslu, sé tryggt.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að gera bókun byggðarráðs að bókun sveitarstjórnar, sem hljóðar þannig:

    "Formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga, Guðrún Lárusdóttir tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað til að ræða stöðuna í íslenskum landbúnaði.
    Samþykkt var að senda eftirfarandi áskorun til nýskipaðs starfshóps þriggja ráðuneyta:

    Byggðarráð Skagafjarðar og stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga (BSS), fagna nýskipuðum starfshópi þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis, sem ætlað er að leggja mat á og koma með tillögur til úrbóta vegna sífellt erfiðari rekstrarskilyrða í landbúnaði. Þar vegur þyngst verulega aukinn fjármagnskostnaður og miklar verðhækkanir á aðföngum.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar og stjórn BSS skora á starfshópinn að koma fram með öflugar tillögur um hagkvæma endurfjármögnun lána fyrir þá bændur sem þess óska. Jafnframt verður að tryggja að afurðaverð og stuðningur frá búvörusamningum standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu bæði manna og dýra. Í alþjóðlegum samanburði eru vinnulaun og annar framleiðslukostnaður landbúnaðarvara á Íslandi hár, en á móti eru gæði þess sem framleitt er með því besta í heiminum. Samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir getur því verið erfið þegar fluttar eru inn afurðir frá löndum þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en hér, m.a. vegna lægri vinnulauna, verulega meiri stærðarhagkvæmni og í mörgum tilfellum minni áherslu á velferð og aðbúnað dýra.

    Tollvernd á innfluttar landbúnaðarvörur á því fullan rétt á sér enda er þá markmiðið að verja og tryggja innlenda framleiðslu en þar gegna einnig skýrar upprunamerkingar matvæla lykilhlutverki. Framleiðsluferlar í hefðbundnum landbúnaði eru almennt langir með krefjandi tímabilum sem stjórnast meðal annars af tíðafari og afkastagetu. Samhliða því hafa verið tíðar breytingar á reglugerðum sem ýtt hafa bændum í kostnaðarsamar endurbætur og aukna vélvæðingu til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri. Möguleikar bænda á að setja hækkanir eins og nú hafa dunið yfir á bæði aðföngum og í fjármagnskostnaði beint út í verðlagið eru afar takmarkaðir.

    Ástæður þess eru meðal annars samkeppni við innfluttar vörur sem oft á tíðum virðast ekki einu sinni rétt skilgreindar í tollaflokkum og koma því inn í landið á röngum forsendum, sem svo dregur úr möguleikum afurðastöðva að greiða ásættanlegt verð til bænda. Stjórnvöld verða að tryggja að í landinu sé öflug framleiðsla matvæla ásamt því að þeir sem hana stunda hafi af framleiðslunni viðunandi afkomu en það er forsenda þess að ungt fólk fáist til starfa og framþróun verði í greininni, ásamt því að fæðuöryggi þjóðarinnar, byggt á innlendri framleiðslu, sé tryggt.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson kvöddu og Guðlaugur Skúlason sér hljóðs.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. Nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • 1.3 2211242 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Svohljóðandi bókun var gerð á 66. fundi byggðarráðs: "Málið áður á dagskrá 62. og 63. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið. Lögð fram viðhaldsáætlun tækja á skíðasvæðinu veturinn 2023-2024.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn deildarinnar komi á fund byggðarráðs til viðræðu."
    Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar skíðadeildar Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og Sigurður Hauksson til fundar.
    Byggðarráð samþykkir að hækka rekstrarframlag sveitarfélagsins til skíðasvæðisins um 2,5 mkr. vegna úrbóta öryggismála tækja á árinu 2023. Viðhaldsáætlun að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
    Lögð fram þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
    Byggðarráð samþykkir framlagða þjónustustefnu fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Tekið fyrir með afbrigðum, til fyrri umræðu á 18. fundi þann 25. október sl. og vísað til síðari umræðu. Erindið verður tekið til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í desmber nk.
  • 1.5 2310215 Útkomuspá 2023
    Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram útkomuspá fjárhags og rekstrar sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
    Byggðarráð samþykkir að vísa útkomuspá ársins 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Tekið fyrir og afgreitt á 18. fundi sveitarstjórnar þann 25. október sl.
  • 1.6 2310233 Tillaga
    Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    VG og óháð óska eftir því að allar ábendingar sem sendar eru inn í gegnum ábendingarhnapp heimasíðu Skagafjarðar fari mánaðarlega fyrir fund byggðarráðs og á þeim fundi tilgreint í hvaða ferli ábendingarnar munu fara og þannig skráð í fundargerð.
    Með þessu tryggjum við að allir kjörnir fulltrúar hafi yfirsýn yfir ábendingar íbúa Skagafjarðar og stuðlum einnig enn frekar að gagnsæjum verkferlum stjórnsýslunnar gagnvart íbúum.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lagt fram bréf dagsett 19. október 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlag til stafræns samstarfs 2024.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan útreikning á framlögum sveitarfélagsins á árinu 2024 og þátttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 12. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. október 2023: "Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. september 2023 frá Rúnari Páli Hreinssyni, þar sem hann óska eftir að fá til kaups land það sem hann hefur haft á leigu frá sveitarfélaginu. Um er að ræða Ártúnahólf ofan við veg og upp með Deildardalsafleggjara.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að viðkomandi landi verði skipt út og auglýst til sölu og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir að hólf númer 23 á hólfakorti yfir ræktunarlönd og beitarlönd á Hofsósi, í verki 416302 hjá Stoð verkfræðiþjónustu, uppfært 3. júlí 2023, verði mælt upp. Í framhaldinu verði farið yfir eignarhald á Árhólslandi og afstaða tekin til hugsanlegrar sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 12. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. október 2023: "Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið marki sér stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu þess."
    Byggðarráð felur landbúnaðarnefnd að koma með tillögu að stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 9. fundi veitunefndar þann 13. október 2023: "Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 7,7% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 4,9 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.
    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð beinir því til veitunefndar að yfirfara gjaldskrána í heild sinni í upphafi árs 2024.
    Bókun fundar Tekið fyrir og afgreitt á fundi sveitarstjórnar 25. október 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram svohljóðandi bókun frá 9. fundi veitunefndar þann 13. október 2023: "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2024. Við ákvörðun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.
    Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vatnsveitu 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. október 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.
    Byggðarráð ítrekar bókun sína frá 57. fundi þann 31. júlí 2023:
    "Byggðarráð Skagafjarðar fagnar sérstaklega áherslum samgönguáætlunar þegar kemur að umferðaröryggi og ekki síst í þeim efnum forgangsröðun í jarðgangakafla áætlunarinnar hvað varðar áform um jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Byggðarráð tekur einnig undir áherslur um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfi landsins.
    Þá fagnar byggðarráð að framkvæmdir við nýja ytri höfn á Sauðárkróki séu framundan en leggur ríka áherslu á að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og þeim lokið eigi síðar en snemma árs 2026. Fyrir því liggja brýnar ástæður sem eru annars vegar að þær eru forsenda uppbyggingar nýrrar hátæknifiskvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og hins vegar að þær eru jafnframt forsenda þess að orkuskipti geti átt sér stað í skipaflota fyrirtækisins og að Sauðárkrókshöfn verði til framtíðar viðkomustaður strandflutninga. Orkuskipti kalla á hafnaraðstöðu sem tekur á móti skipum sem rista dýpra en núverandi höfn á Sauðárkróki ræður við.
    Byggðarráð bendir einnig á að víða í Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi. Í greiningu Vífils Karlssonar um umferð og ástand vega á Vesturlandi, sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi árið 2016, kom fram að árið 2014 var hlutfallslega mest af malarvegum á Norðurlandi vestra og ljóst að miðað við litlar úrbætur í landshlutanum síðan þá, þá hefur Norðurland vestra dregist enn frekar aftur úr öðrum landsvæðum. Þess má geta að á hverjum skóladegi í Skagafirði aka skólabílar börnum 314 km vegalengd, þar af tæpum þriðjungi eða 91,5 km á malarvegum og yfir 12 einbreiðar brýr. Það er því afar brýnt að sjónir samgönguyfirvalda beinist að Norðurlandi vestra og auknum nýframkvæmdum við vegi þar. Má þar t.d. benda á afar bágborna vegi í Skagafirði í Hegranesi, Sæmundarhlíð, Ólafsfjarðarvegi suður frá Ketilási, Skagafjarðarveg, Skagaveg og Ásaveg. Mjög áríðandi er að ráðast í löngu tímabærar lagfæringar á Hólavegi en þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Þess má geta að fjölmennt landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026.
    Byggðarráð telur brýnt að stórauka fjárframlög til girðinga meðfram þjóðvegum landsins og einnig til uppbyggingar og viðhalds reiðvega umfram það sem gert er ráð fyrir í drögum að samgönguáætlun.
    Byggðarráð leggur áherslu á að reglugerð sem gildir um vetraþjónustu Vegagerðarinnar verði tekin til endurskoðunar en eins og hún er í raun framsett þá gildir helmingamokstur Vegagerðarinnar aðeins að þriðja síðasta bæ við enda vegar. Sú aðferðafræði er vægast sagt umdeild og algjörlega á skjön við áherslur á jafnræði borgaranna og byggðaþróun. Enn má geta um ósanngjarnar reglur Vegagerðarinnar sem miða aðra mokstursþjónustu eingöngu við umferð á þjóðvegum og tengivegum en horfa ekkert til þess hvar á landinu þessir vegir eru. Það gefur t.d. auga leið að það þarf almennt séð miklu meiri vetrarþjónustu á t.a.m. veginn fram í Stíflu í Fljótum heldur en veg með sambærilegum umferðarþunga á Suðurlandi eða Suðvesturhorninu.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við drög að samgönguáætlun og ekki síst hvað varðar að auknu fjármagni verði varið til vetrarþjónustu vega utan þéttbýlis með það að markmiði að aðlaga þjónustuna að þörfum samfélagsins og atvinnulífs. Trygg og góð vetrarþjónusta er ein af grunnforsendum þess að markmið áætlana ráðuneytisins um að innviðir mæti þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um allt land verði náð. Einnig að viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna snjómoksturs verði teknar til endurskoðunar í samvinnu við sveitarfélögin.
    Byggðarráð vill að lokum benda á að svo litlir fjármunir eru veittir til viðhalds á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók að til skammar er. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sjúkraflutninga í landshlutanum og nauðsynlegt að vellinum og allri aðstöðu sé viðhaldið á sómasamlegan hátt og þannig að lífi fólks sé ekki ógnað af þessum sökum. Þess má jafnframt geta að slitlag á flugbrautinni er farið að láta verulega á sjá, ráðast þarf í endurbætur á lendingarljósum, auk fleiri brýnna aðgerða til að tryggja að völlurinn geti að lágmarki haldið áfram að sinna hlutverki sínu við að tryggja sjúkraflug til og frá Skagafirði."
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. Nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lögð fram til kynningar niðurstaða útboðs Vegagerðarinnar, "Sauðárkrókur - Endurbygging Efri Garðs" frá 27. júní 2023. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda Árna Helgason ehf. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi fulltrua Vegagerðarinnar og verktaka þann 10. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. Nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 67 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 18. október 2023 þar sem innviðaráðuneyti vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
    Íbúakosningar sveitarfélaga eru af þrennum toga sem falla allar undir gildissvið reglugerðarinnar. Um er að ræða:
    Kosningar í nefnd sem fer með málefni fyrir hluta sveitarfélags, sbr. 38. gr. sveitarstjórnarlaga, sameiningakosningar sveitarfélaga, sbr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga, íbúakosningar um einstök málefni, sbr. 107. og 108. gr. sveitarstjórnarlaga
    Ráðuneytið hefur jafnframt birt leiðbeiningar um framkvæmd íbúakosninga á vef sínum.
    Sérstök athygli er vakin á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á framkvæmd íbúakosninga sem fram fara að frumkvæði sveitarstjórnar og ekki eru bindandi.
    Sveitarstjórn getur nú ákveðið að halda íbúakosningu fyrir tiltekinn aldur íbúa, t.d. 16-20 ára eða 60 ára og eldri, fyrir erlenda ríkisborgara sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða fyrir íbúa sem hafa lögheimili í tilteknum hluta sveitarfélagsins. Auk þess er gert ráð fyrir að framkvæmd og fyrirkomulag slíkra kosninga sé mun umfangsminna en um aðrar bindandi íbúakosningar sveitarfélaga. Með þessu er sveitarfélögum gefið tækifæri til að efla lýðræðivitund og þekkingu ungs fólks og auka lýðræðisþáttöku erlendra ríkisborgara. Eru sveitarfélög sérstaklega hvött til að kynna sér nýtt fyrirkomulag slíkra kosninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. Nóvember 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 68

Málsnúmer 2310030FVakta málsnúmer

Fundargerð 68. fundar byggðarráðs frá 1. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Málið áður á dagskrá 64. fundar byggðarráðs þann 4. október 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2023 þar sem Magnús Jónsson formaður Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, óskar eftir fundi með byggðarráði til að ræða málefni smábátaútgerðarinnar, einkum byggðakvóti, hafnarmál o. fl.
    Á fund byggðarráðs komu fulltrúar Drangeyjar, Magnús Jónsson og Þorvaldur Steingrímsson til viðræðu meðal annars um tilvonandi byggðakvótaúthlutun fyrir komandi ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá FISK Seafood ehf., Friðbjörn Ásbjörnsson og Kristinn Kristófersson til viðræðu um starfsemi fyrirtækisins, þróun og vaxtarmöguleika. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Málið áður á dagskrá 61. fundar byggðarráðs þann 13. september 2023 sem bókaði svo: "Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.". Í auglýsingu féll niður að geta um umsóknarfrest svo það þarf að auglýsa aftur með slíkum.
    Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og í hennar stað tók Sveinn Þ. Finster Úlfarsson þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa embættið aftur og hafa umsóknarfrest til 22. nóvember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lögð fram gögn vegna vinnu við gerðar gjaldskrár fasteignagjalda 2024, þ.e.a.s. fasteignaskatt, lóðar- og landleigu og fráveitugjald.
    Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra um að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2024 hækki um 5,5% frá gjaldskrá ársins 2023.
    Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá brunavarna 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2023 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, úr máli 2023-058923. Mergur ráðgjöf ehf., kt. 560620-0120, Glæsibæ, 551 Sauðárkrókur, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II í frístundahúsi fnr. 2351141 04 0101, Glæsibær land 6, 551 Sauðárkróki. Hámarksfjöldi gesta eru fjórir.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2023, "Reglur um fjárframlög til háskóla". Umsagnarfrestur er til og með 11.11.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að endurskoða eigi reglur um fjárframlög til háskóla. Mikilvægt er að í þeirri endurskoðun verði tekið tillit til samfélagslegs hlutverks háskólanna í landinu og að þeim sé gert kleift að mæta þörfum atvinnulífs og nemenda hverju sinni. Vægi eflingu byggða í reiknilíkani mætti þannig hækka til samræmis við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og hvað byggðafestu varðar.
    Gæta þarf að því að ekki sé gengið of langt í árangurstengdri rannsóknafjármögnun þannig að slíkar kröfur bitni um of á grunnfjármögnun háskólanna. Samhliða aukinni áherslu á rannsóknir þarf jafnframt að tryggja innviði eins og aðstöðu til rannsókna svo hægt sé að halda þeim úti.
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að tryggt sé að fjölbreyttar námsleiðir séu í boði í fjarnámi um land allt þannig að nemendum á landsbyggðinni sé gert kleift að stunda menntun við hæfi og í samræmi við þarfir atvinnulífs á sem flestum sviðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lagt fram til kynningar þjónusta í boði Arnthorsson við aðstoð ákvarðanatöku í formi samskipta, minnisblaða eða álitsgerða. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 68 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um starf Flugklasans Air 66N, tímabilið 1. maí - 25. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 69

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Fundargerð 69. fundar byggðarráðs frá 8. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fund byggðarráðs til að kynna fyrir byggðarráði fyrirhuguð áform stjórnvalda um breytt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits í landinu samkvæmt skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2023 frá Magnúsi Jónssyni, veðurfræðingi, varðandi möguleika á að hefja sólskinsmælingar í Skagafirði. Magnús er að leita eftir styrkjum vegna kaupa og uppsetningu viðeigandi tækja hjá aðilum í Skagafirði þar með talið hjá sveitarfélaginu. Rekstur tækjanna verður í umsjá Veðurstofu Íslands.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 frá Rósönnu Valdimarsdóttur þar sem hún innir eftir því hvort möguleiki sé á að leigja eða kaupa fasteignina Lækjarbakka 5 í Steinsstaðahverfi.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera viðauka þar sem heimild verði veitt til þess að auglýsa og selja fasteignina Lækjarbakka 5.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Byggðarráð Skagafjarðar harmar þá ákvörðun að Pósturinn skuli alfarið hætta að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar nk. Þessi ákvörðun mun hafa mikil áhrif á starfsemi staðbundinna útgáfufyrirtækja á landsbyggðinni sem sjá fram á verulegar hækkanir á dreifingu útgáfuefnis. Er þessi skerðing enn ein viðbótin við minnkandi þjónustu Póstsins, fækkun pósthúsa, skerðingu opnunartíma þeirra o.fl. sem birtist m.a. í því að Alþjóðapóstsambandið telur í nýlegri skýrslu um póstþróunarstig í heiminum fyrir árið 2022 að póstþjónusta á Íslandi sé sú versta á meðal allra Evrópuþjóða.
    Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn og stjórnendur Póstsins að vinna að markvissum aðgerðum til að hækka þjónustustig Póstsins, m.a. með mikilli fjölgun póstboxa og að slíkum boxum verði komið fyrir á öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Póstbox eru eingöngu að finna á Sauðárkróki í dag, en ekki öðrum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Vinna þarf að áreiðanlegri þjónustu póstsins og hraðari og markvissari þjónustu sem kemur til móts við þarfir atvinnulífs og íbúa um land allt. Byggðarráð skorar jafnframt á stjórnvöld að vinna að skjótum lausnum til að styðja við starfsemi útgáfufyrirtækja og staðbundinna fréttamiðla á landsbyggðinni sem sjá fram á gríðarlegar verðhækkanir á dreifingu eftir rétt rúma 50 daga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að gera bókun byggðarráðs að bókun sveitarstjórnar, sem hljóðar þannig:

    Sveitarstjórn Skagafjarðar harmar þá ákvörðun að Pósturinn skuli alfarið hætta að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar nk. Þessi ákvörðun mun hafa mikil áhrif á starfsemi staðbundinna útgáfufyrirtækja á landsbyggðinni sem sjá fram á verulegar hækkanir á dreifingu útgáfuefnis. Er þessi skerðing enn ein viðbótin við minnkandi þjónustu Póstsins, fækkun pósthúsa, skerðingu opnunartíma þeirra o.fl. sem birtist m.a. í því að Alþjóðapóstsambandið telur í nýlegri skýrslu um póstþróunarstig í heiminum fyrir árið 2022 að póstþjónusta á Íslandi sé sú versta á meðal allra Evrópuþjóða.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á stjórn og stjórnendur Póstsins að vinna að markvissum aðgerðum til að hækka þjónustustig Póstsins, m.a. með mikilli fjölgun póstboxa og að slíkum boxum verði komið fyrir á öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Póstbox eru eingöngu að finna á Sauðárkróki í dag, en ekki öðrum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Vinna þarf að áreiðanlegri þjónustu póstsins og hraðari og markvissari þjónustu sem kemur til móts við þarfir atvinnulífs og íbúa um land allt. Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar jafnframt á stjórnvöld að vinna að skjótum lausnum til að styðja við starfsemi útgáfufyrirtækja og staðbundinna fréttamiðla á landsbyggðinni sem sjá fram á gríðarlegar verðhækkanir á dreifingu eftir rétt rúma 50 daga.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 69. fundar byggðarráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.
    Byggðarráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 6% frá reglum ársins 2023 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur á milli ára þ.e. 80.000 kr.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023, sé þörf á.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Listasafn Skagfirðinga 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 18. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 13.október 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð felur jafnframt umhverfis- og samgöngunefnd að taka gjaldskrána til endurskoðunar á nýju ári.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 69 Lögð fram gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 17. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. nóvember 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Hús frítímans 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16

Málsnúmer 2310029FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 31. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári. Nefndin vísar gjaldskránni til byggðaráðs til samþykktar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Skagafirði kynnti samantekt frá tveimur ráðstefnum um skemmtiferðaskip sem fulltrúar sveitarfélagsins tóku þátt í nú í haust. Ráðstefnurnar eru mikilvægur þáttur í að kynna Skagafjörð sem áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Næsta sumar eru 13 skemmtiferðaskipakomur skráðar á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Flugklasans Air66N fyrir tímabilið 1.maí - 25. október 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16 Málið áður á dagskrá á 14 fundi nefndarinnar. Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV sat á fundinn ásamt sveitarstjórn Skagafjarðar. Magnús Barðdal kynnti niðurstöður frá síðstu vinnustofu og stýrði umræðum um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

5.Félagsmála- og tómstundanefnd - 17

Málsnúmer 2310016FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 1. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2024. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2023. Aðsókn fyrstu níu mánuði ársins hefur verið með ágætum eða sem nemur 3% aukningu. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára en aðsókn í laugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð hefur staðið í stað. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 2. desember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir grunnskóla í Skagafirði lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra varðandi auglýsingu. Alls voru 12 aðilar sem sýndu áhuga á að þiggja þjónustuna. Nefndin fagnar því að áhugi sé á verkefninu og felur starfsmönnum að skoða nánar útfærslu á verkefninu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023. Félagsmála - og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn fyrir sitt leiti. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lögð fram tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra til félagsþjónustu sveitarfélaga. Varðar aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga. Gerðar hafa verið breytingar á reglum nr. 520/2021, um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði. Breytingar hafa verið gerðar með það að markmiði að skýra hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði á grundvelli 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, í tengslum við kostnað sveitarfélaga vegna aðstoðar við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lagt fram minnisblað um gjaldskrár og greiðsluviðmið félagsþjónustu við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024. Félgasmálastjóra falið að vinna að uppfærslu gjaldskráa og greiðsluviðmiða samkvæmt umræðu á fundinum og setja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lagður fram tölvupóstur frá 2. október 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80 2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 1991". Umsagnarfrestur var til 16. október sl.
    Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á lögum á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis í því skyni að bæta við heimildum mennta- og barnamálaráðherra til setningu reglugerða. Lagðar eru til breytingar sem heimila mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerðir á grundvelli VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 17 Lögð fram tvö mál. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 20

Málsnúmer 2310025FVakta málsnúmer

Fundargerð 20. fundar fræðslunefndar frá 7. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 20 Málið áður á dagskrá 18. fundar fræðslunefndar þar sem það var fært í trúnaðarbók. Aðili máls hefur óskað eftir því að bókun í trúnaðarbók verði birt opinberlega í fundargerð fræðslunefndar.
    Fræðslunefnd samþykkir að birta bókun úr trúnaðarbók sem er eftirfarandi:

    "Skv. reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í sveitarfélaginu Skagafirði er heimilt að veita undanþágu frá því að börn sæki skóla í sínu skólahverfi ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg liggja fyrir. 4. grein reglnanna gerir ráð fyrir að ekki hljótist verulegur kostnaður af skólasókn í öðru skólahverfi. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd og skal hafa borist fræðslustjóra 10. dag júní mánaðar til að unnt sé að taka afstöðu til beiðnarinnar fyrir skólabyrjun. Fræðslunefnd tekur slík erindi fyrir og færir ákvörðun í trúnaðarbók. Ef slík erindi eru samþykkt er það gert með fyrirvara um að ekki komi til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið, svo sem skólaaksturs.

    Í ljósi framangreinds er erindinu hafnað."
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 20 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2023 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál. Umsagnarfrestur var til 24. október sl.
    Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er þjónustu- og þekkingarstofnun sem heyrir undir ráðherra. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála um land allt í samræmi við lög, stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 20 Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir grunnskóla í Skagafirði lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 20 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 17. október 2023 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 20 Þrjú mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

7.Landbúnaðarnefnd - 13

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar landbúnaðarnefndar frá 13. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að hækka handsömunargjald skv. 2. grein úr 10.000 kr. í 12.500 kr. frá og með 1. janúar 2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lögð fram tillaga um 10% breytingu á gjaldskrá vegna refaveiði veiðitímabilið september 2023-ágúst 2024. Verðlaun fyrir unnin grendýr, fullorðin og hvolpa, hækka úr 20.000 kr. í 22.000 kr., verðlaun fyrir hlaupadýr hækki úr 10.000 kr. í 11.000 kr. á dýr. Verðlaun vegna unninna minka verða óbreytt 11.000 kr. á fellt dýr. Kári Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lögð fram fjárhagsáætlun 2024 vegna málefna sem landbúnaðarnefnd sér um í málaflokki 11 (minka- og refaveiði) og í málaflokki 13-atvinnumál.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir árið 2024 og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lögð fram bókun 67. fundar byggðarráðs þann 25. október 2023: "Lögð fram svohljóðandi bókun frá 12. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. október 2023: "Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að sveitarfélagið marki sér stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu þess."
    Byggðarráð felur landbúnaðarnefnd að koma með tillögu að stefnu um rjúpnaveiðar á landi í eigu sveitarfélagsins."
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að undirbúa málið frekar með öflun gagna og upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 frá Bændasamtökum Íslands. Flokkun landbúnaðarlands er fremur skammt á veg komin hérlendis og ekki hefur gætt fulls samræmis í aðferðum og skilgreiningu á flokkum landbúnaðarlands. Leiðbeiningum sem fylgja erindinu er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla, skógræktar og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu þannig að niðurstaða verði sambærileg. Þannig gæti fengist yfirlit yfir hversu stór hluti landsins getur talist úrvals ræktunarland. Sé landbúnaðarland flokkað samkvæmt því sem hér er lagt til, ætti það að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku við aðalskipulagsgerð í samræmi við markmið jarðalaga. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 13 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um hvernig leigu lands er háttað sem notað er undir skilaréttir í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 36

Málsnúmer 2310024FVakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar skipulagsnefndar frá 26. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 36 Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum unnin á Stoð efh. verkfræðistofu dags. 13.10.2023. Stærð skipulagssvæðis er 3,4 hekarar og er svæðið innan íbúðarbyggðar ÍB-801 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Í skipulaginu eru skilgreind lóðarmörk og byggingarskilmálar fyrir núverandi lóðir auk 12 nýrra lóða. Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar, tölvupóstur dags. 17. október 2023 frá Magnúsi Björnssyni, þar sem vegtengingar skv. tillögu eru samþykktar.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 36 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki, mál nr. 208/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/208) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Til upplýsingar þá verður íbúafundur vegna málsins auglýstur síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 36 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/578) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu.
    Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum.

    Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 36 Ingvar Páll Ingvarsson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson lóðarhafar lóðar nr. 7 við Borgarsíðu á Sauðárkóki sækja um að skila fyrrgreindri lóð inn til Sveitarfélags Skagafjarðar. Undirritaðir fengu lóðina afhenta á 10. fundi skipulagsnefndar 20. október 2022.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni Borgarsíðu 7 og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni Innviðaráðuneytisins í máli nr. 201/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir", framlengdur umsagnarfrestur rennur út 29.10.2023 (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3573). Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Hlín Benediktsdóttir og Magni Pálsson fulltrúar frá Landsneti komu á fund skipulagsnefndar til að fara yfir stöðu verkefnisins.
    Sveitarstjóri Skagafjarðar Sigfús Ingi Sigfússon og Einar E. Einarsson, Sólborg S. Borgarsdóttir, Guðlaugur Skúlason, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigurlaug V. Eysteinsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Sveinn Úlfarsson fulltrúar sveitarstjórnar Skagafjarðar sátu einnig undir þessum lið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni:
    Breytingar á Blöndulínu 3, nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
    Kynningartími er til 2.11.2023.

    Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir fresti við Skipulagsstofnun til að skila inn umsögn vegna breytingar á fyrirhuguðum breytingum á Blöndulínu 3 þar sem skipulagsnefnd hafi fyrst fengið formlega kynningu á þeim frá Landsneti í dag 26.10.2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 36 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 25 þann 04.010.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 37

Málsnúmer 2311009FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar skipulagsnefndar frá 9. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Úlfarsson, Einar E Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 37 Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, Sauðárkróki unnin á Teiknistofu Norðurlands dags. 2.11.2023. Stærð skipulagssvæðis er 5,7 hektarar og er svæðið á landnotkunarreitum AF-402, OP-404 og S-401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu, stígakerfi og umgjörð tjaldsvæðis og útivistarsvæðis við Sauðárgil.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 37 Dagana 6.-20. október síðastliðin fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Niðurstaða var eftirfarandi:
    Gata A: Reykjarmóar (53 atkvæði af 137)
    Gata B: Reykjarmelur (59 atkvæði af 137)

    Skipulagsnefnd þakkar fyrir þáttökuna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nöfnin tvö Reykjarmóa og Reykjarmel sem hlutskörpust voru í kosningunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 37 Kristján E Björnsson og Nanna V Westerlund, þinglýstir eigendur landeignarinnar Múli, landnúmer 203218, óska eftir heimild til að stofna 25.603 m² spildu úr landi Múla, sem "Múli 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72900100 útg. 26. sept. 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar í upprunaland með næsta lausa staðgreini sbr. reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga. Ekki er önnur landeign í sveitarfélaginu skráð með sama landheiti.
    Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um vegtengingu og heimreið í landi Múla, L203218, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Ekkert ræktað land er á útskiptri spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Múla, landnr. 203218.

    Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 37 Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa, Fljótabakka ehf. óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni Brautarholt-Mýri L146801 í Haganesvík í Skagafirði og að afmörkun byggingarreits liggi 3 metra innan lóðarmarka.
    Grunnflötur nýbyggingar yrði að hámarki 170 m² og hámarks byggingarmagn á lóð yrði 340 m². Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0.294 (lóð er 1155.9 m²).
    Fyrirhugað mannvirki yrði hús á tveimur hæðum með risi. Hámarks vegghæð 5,9 m og hámarks mænishæð 8,0 m.
    Þá er fyrirhugað að fjarlægja núverandi hús af lóðinni.
    Ofangreind áform hafa þegar verið samþykkt af eigendum lóðarinnar, því til staðfestingar fylgir nýr lóðarleigusamningur dags. 01.10.2023 undirritaður af hluteigandi.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 37 Kristín Elfa Magnúsdóttir og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson sækja fyrir hönd Videosports ehf. eiganda Borgargerðis 2 L145921 um leyfi til að stofna 6.325,0 m² spildu/millispildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti sem unnin er af EFLU verkfræðistofu, áritaður af Sólveigu O. Sigurðardóttur, dags. 23.08.2023. Um er að ræða lóð sem sameina á lóðinni Borg L203895 sem í dag er 5.524,0 m². Eftir sameiningu lóðanna verður lóðin Borg 11.849,0 m².
    Einnig skrifa undir erindið eigendur lóðarinnar Borg, L203895 auk eiganda íbúðarhúss (F2295376) sem á lóðinni stendur.
    Fylgiskjöl með umsókn: Framangreint lóðarblað, kaupsamningur, yfirlýsing um breytt landamerki/lóðarmörk auk veðbókarvottorðs.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 37 Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir eigendur jarðarinnar Þröm, L176749 í Skagafirði óska eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á 131 ha í landi jarðarinnar. Svæðið liggur í um 45-100 m.y.s. og er skilgreint sem landbúnaðarland L3 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.
    Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
    Undanskilið frá skógrækt er allt votlendi jarðarinnar og svæðin í kring um gömlu bæjarhúsin þar sem skráðar fornminjar eru. Þá eru einnig undanskilin svæði vegna línuvegar sem og helgunarsvæði raflína, bæði í jörðu og lofti. Reynt verður að hanna skóginn þannig að beinar línur vegna raflína, girðinga og vega verði sem minnst áberandi. Megin áhersla verður á að skógurinn skapi skjól, auki lífsgæði fólks, bindi kolefni og gefi af sér viðarnytjar.

    Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulagsnefndar er að skógrækt í Þröm sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þröm L176749 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 37 Skipulagsfulltrúi í samræmi við ákvörðun nefndarinnar óskaði eftir fresti til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
    Skipulagsstofnun hefur fallist á þá beiðni um lengri frest til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, mál nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd, tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.
    Skipulagsnefnd óskaði eftir kynningu Landsnets á þeirri breytingu og fór kynning fram á fundi nefndarinnar 26.10. síðastliðinn.
    Nefndin hefur yfirfarið fyrirhugaðar breytingar á lagnaleið Blöndulínu 3 og telur þær ekki þess eðlis að falla undir matsskyldu.

    Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
    Í fyrri skýrslu Skipulagsstofnunar er talið að áhrif Blöndulínu 3 á tiltekna umhverfisþætti séu vanmetin í umhverfismatsskýrslu Landsnets í ljósi þess að aðferðafræði Landsnets notar einhverskonar meðaltal á vægiseinkunnum sem gefnar eru hverjum umhverfisþætti fyrir sig og einkenni áhrifa. Skipulagsstofnun telur að slík aðferðafræði henti ekki vel til að draga fram neikvæðustu áhrif línulegra framkvæmda sem ná yfir stór svæði eins og í þessu tilviki. Leiðir það að mati Skipulagsstofunar til að niðurstöður Landsnets gefa til kynna minni áhrif en ætla mætti af framkvæmdinni. Af þeim ástæðum telur fulltrúi VG og óháðra fulla ástæðu til að umhverfismat með nákvæmari mælikvörðum eigi sér stað á Kiðaskarðsleið.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Eydís Eysteinsdóttir ítreka bókun Vg og óháðra frá fundi skipulagsnefndar: Í fyrri skýrslu Skipulagsstofnunar er talið að áhrif Blöndulínu 3 á tiltekna umhverfisþætti séu vanmetin í umhverfismatsskýrslu Landsnets í ljósi þess að aðferðafræði Landsnets notar einhverskonar meðaltal á vægiseinkunnum sem gefnar eru hverjum umhverfisþætti fyrir sig og einkenni áhrifa. Skipulagsstofnun telur að slík aðferðafræði henti ekki vel til að draga fram neikvæðustu áhrif línulegra framkvæmda sem ná yfir stór svæði eins og í þessu tilviki. Leiðir það að mati Skipulagsstofunar til að niðurstöður Landsnets gefa til kynna minni áhrif en ætla mætti af framkvæmdinni. Af þeim ástæðum telur fulltrúi VG og óháðra fulla ástæðu til að umhverfismat með nákvæmari mælikvörðum eigi sér stað á Kiðaskarðsleið.

    Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 37 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 26 þann 27.10.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember með níu atkvæðum.

10.Veitunefnd - 10

Málsnúmer 2310026FVakta málsnúmer

Fundargerð 10. fundar veitunefndar frá 9. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 10 Nefndin samþykkir að fela verkefnastjóra Skagafjarðarveitna að leitast eftir tilboði í verkið sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar veitunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 10 Málið var tekið inn með afbrigðum.

    Nefndin felur verkefnastjóra Skagafjarðarveitna að kortleggja þau staðföng sem hafa ekki kost á hitaveitu í dag. Jafnframt þarf að endurskoða hitaveituvæðingu Skagafjarðar næstu fimm árin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar veitunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 19

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós.

    Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því frumkvæði sem birtist í erindi Lindu Rutar og Fjólmundar Karls. Það er hinsvegar rétt að skoða græn svæði í umsjón sveitarfélagsins með umhverfisstefnu Skagafjarðar í huga og þá sérstaklega aðgerðir nr. 1.1.3. Grænt skipulag Skagafjarðar, 2.3.1. Kortlagning landgæða og landnýtingar og 2.3.2. Aðgerðaáætlun um landnýtingu.
    Nefndin felur garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Kára, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins. Mikilvægt er að tekið verði tillit til áðurnefndrar umhverfisstefnu þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði eru mótuð.

    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

    Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu gjaldskrár til næsta fundar.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2024.
    Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni. Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 4,9%.

    Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur formanni nefndarinnar að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaðar niðurfellingar á eftirtöldum vegum:
    Bjarnargilsvegur nr. 7891-01
    Dýjabekksvegur nr. 7623-01
    Mið-Grundarvegar nr. 7708-01
    Svartárdalsvegar nr. 755-01
    Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta við þessa vegi og uppfylla þeir því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.

    Samkvæmt 3.mgr. 8. gr. vegalaga segir: "Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá."
    Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í Miðdal við Svartárdalsveg nr. 755-01 er rekið stórt fjárbú sem hlýtur að teljast atvinnurekstur. Nefndin gerir því athugasemd við ákvörðun Vegagerðarinnar um niðurfellingu vegarins úr vegaskrá og telur að niðurfellingin sé ekki réttmæt.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur landeigendur og rekstraraðila sauðfjárbúsins til að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar "Vegir í náttúru Íslands" í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti. Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023. Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur Kára Gunnarssyni í samstarfi við fjallskilanefnd Hrolleifsdals, að gera hið fyrsta úttekt á vegslóða inn Hrolleifsdal svo hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur. Úttektin innihaldi mat á umhverfisáhrifum slóðans og kostnaðar- og tímaáætlun vegna hugsanlegra mótvægisaðgerða.
    Umhverfis- og samgöngunefnd tekur samróma undir með skipulagsnefnd og sveitarstjórn um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi leyfisveitendur og skipulagsyfirvöld um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 457 lögð fram til kynningar.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 198/2023, „Reglugerð um sóttvarnarvottorð og sóttvarnaundanþágur fyrir skip“. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 19 Ný gjaldskrá hjá Moltu ehf tekur gildi 1. janúar 2024 og þar á meðal mun gjald fyrir matarleifar sérsafnað frá heimilum hækka úr 27 kr/kg í 28kr/kg. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2023 með níu atkvæðum.

12.Gjaldskrá vatnsveitu 2024

Málsnúmer 2310011Vakta málsnúmer

Vísað frá 67. fundi byggðarráðs frá 25. okt. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram svohljóðandi bókun frá 9. fundi veitunefndar þann 13. október 2023: Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2024. Við ákvörðun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun. Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá vatnsveitu 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá brunavarna 2024

Málsnúmer 2310014Vakta málsnúmer

Vísað frá 68. fundi byggðarráðs frá 1. nóv sl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra um að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2024 hækki um 5,5% frá gjaldskrá ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna."

Gjaldskrá brunavarna 2024 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024

Málsnúmer 2310031Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024. Byggðarráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 6% frá reglum ársins 2023 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur á milli ára þ.e. 80.000 kr."

Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitastjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 2209075Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023, sé þörf á.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

16.Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Forseti gerir tillögu um að vísa málinu aftur til umfjöllunar og afgreiðslu Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar.
Samþykkt samhljóða.

17.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Gjaldskrá Listasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310025Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 18. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 13. október 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð felur jafnframt umhverfis- og samgöngunefnd að taka gjaldskrána til endurskoðunar á nýju ári."

Afgreiðsla byggðarráðs á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Gjaldskrá Hús frítímans 2024

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 17. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá Húss Frítímans 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206266Vakta málsnúmer

Vísað frá 36. fundi skipulagsnefndar frá 26. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum unnin á Stoð efh. verkfræðistofu dags. 13.10.2023. Stærð skipulagssvæðis er 3,4 hekarar og er svæðið innan íbúðarbyggðar ÍB-801 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Í skipulaginu eru skilgreind lóðarmörk og byggingarskilmálar fyrir núverandi lóðir auk 12 nýrra lóða. Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar, tölvupóstur dags. 17. október 2023 frá Magnúsi Björnssyni, þar sem vegtengingar skv. tillögu eru samþykktar. Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.

22.Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2310201Vakta málsnúmer

Vísað frá 36. fundi skipulagsnefndar frá 26. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga, sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu.
Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Vísað frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Dagana 6.-20. október síðastliðin fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð á heimasíðu sveitarfélagsins.
Niðurstaða var eftirfarandi:
Gata A: Reykjarmóar (53 atkvæði af 137)
Gata B: Reykjarmelur (59 atkvæði af 137)

Skipulagsnefnd þakkar fyrir þáttökuna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nöfnin tvö Reykjarmóa og Reykjarmel sem hlutskörpust voru í kosningunni."

Tilllaga skipulagsnefndar um að ný götuheiti í frístundabyggð við Varmahlíð hljóti heitin; Reykjarmóar og Reykjarmelur, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Þröm L176749 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2310243Vakta málsnúmer

Vísað frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir eigendur jarðarinnar Þröm, L176749 í Skagafirði óska eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á 131 ha í landi jarðarinnar. Svæðið liggur í um 45-100 m.y.s. og er skilgreint sem landbúnaðarland L3 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
Undanskilið frá skógrækt er allt votlendi jarðarinnar og svæðin í kring um gömlu bæjarhúsin þar sem skráðar fornminjar eru. Þá eru einnig undanskilin svæði vegna línuvegar sem og helgunarsvæði raflína, bæði í jörðu og lofti. Reynt verður að hanna skóginn þannig að beinar línur vegna raflína, girðinga og vega verði sem minnst áberandi. Megin áhersla verður á að skógurinn skapi skjól, auki lífsgæði fólks, bindi kolefni og gefi af sér viðarnytjar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulagsnefndar er að skógrækt í Þröm sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.


25.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024

Málsnúmer 2310017Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi byggðarráðs 15. desember 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá fráveitu- og tæmingu rotþróa fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 19. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 9. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Leiðrétt fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 935, frá 16. október sl. og fundargerð nr 936. frá 27. október sl. lagðar fram til kynningar á 19. fundi sveitarstjórnar 15 nóvember 2023.

Fundi slitið - kl. 17:20.