Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

374. fundur 18. október 2018 kl. 16:15 - 17:26 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson 2. varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Valdimar Óskar Sigmarsson (VG) situr fundinn í stað Álfhildar Leifsdóttur (VG) og Sveinn Þ Finster Úlfarsson (L) í stað Ólafs Bjarna Haraldssonar. (L)

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 838

Málsnúmer 1809022FVakta málsnúmer

Fundargerð 838. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 838 Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 11. september 2018 þar sem fram kemur að sjóðurinn leitar eftir 2-4 sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði þátttakandi í ofangreindu tilraunaverkefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 838. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 838 Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Markviss, Blönduósi, dagsett 1. september 2018, þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi vegna uppbyggingar aðstöðuhúss við riffilbraut á skotsvæði félagsins við Blönduós.
    Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu en bendir umsækjendum á möguleika á að sækja í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 838. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 838 Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018 og 829. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
    Borist hefur jákvæð umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem óskað er eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 838. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 838 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. september 2018 varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018 sem haldin verður dagana 11. og 12. október 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 838. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 839

Málsnúmer 1809026FVakta málsnúmer

Fundargerð 839. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2019, þ.e. 14,52%.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðar nr. 15 "Útsvarshlutfall árið 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar til og með júlí 2018. Reksturinn stenst vel áætlun tímabilsins bæði tekna og gjaldamegin. Bókun fundar Afgreiðsla 839. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 839 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. september 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi samantekt ráðuneytisins um lögmæt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mrg. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Bókun fundar Afgreiðsla 839. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 840

Málsnúmer 1810001FVakta málsnúmer

Fundargerð 840. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gísi Sigurðsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Farið yfir drög að samantekt yfir helstu áherslumál sem fulltrúar sveitarfélagsins vilja ræða við þingmenn Norðvesturkjördæmis á fundi þann 3. október 2018.
    Byggðarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Vekur ákvörðunin furðu þar sem á þriðja tug manna sótti um starfið, matsnefnd hefur verið að störfum, búið var að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd var búin að skila ráðherra greinargerð, skv. heimildum fjölmiðla.

    Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Vekur ákvörðunin furðu þar sem á þriðja tug manna sótti um starfið, matsnefnd hefur verið að störfum, búið var að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd var búin að skila ráðherra greinargerð, skv. heimildum fjölmiðla. Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.

    Gísli Sigurðsson tók til máls, þá Bjarni Jónsson.
    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

    Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Lögð fram umsókn dagsett 24. september 2018, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2018 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
    Bókun fundar Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2018, þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 20. september þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins 10. október 2018 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 840 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur 26. september 2018 þar sem skýrt er frá því að út sé komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skýrslan er afurð verkefnis þar sem Skipulagsstofnun, í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á miðhálendinu, var falið að hafa forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. Bókun fundar Afgreiðsla 840. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 841

Málsnúmer 1810018FVakta málsnúmer

Fundargerð 841. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Sveitarstjórn samþykkti á fundi 370. fundi sínum þann 20. júní 2018 að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára. Þá var þáverandi sveitarstjóra Ástu Pálmadóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
    Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að afturkalla umboð Ástu Pálmadóttur og veita um leið núverandi sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Umsókn um langtímalán 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurn kom fram:
    Hvaða upphæðir hefur sveitarfélagið nú þegar greitt vegna framkvæmda annars vegar og launakostnaðar hins vegar hvað varðar fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. og hverjir nákvæmlega hafa fengið þær greiðslur og hve mikið?
    Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Fram komu upplýsingar um að sveitarfélagið hefur hvorki greitt fé til Sýndarveruleika ehf. vegna launa né framkvæmda. Indriði upplýsti að kostnaður vegna framkvæmda við uppgerð húsanna við Aðalgötu 21 er kominn í rúmar 108 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við endurgerð húsanna er 200 milljónir króna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurnir koma fram:
    Sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra óskaði eftir upplýsingum um niðurstöðu nýlegrar úttektar óháðs aðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins við sviðstjóra fjölskyldusviðs, en ekki fengið þau gögn í hendurnar. Svar barst þann 24. september frá sviðstjóra fjölskyldusviðs m.a. þess efnis að gögnin séu “vinnugögn stjórnenda sem innihalda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar og verða þar af leiðandi ekki afhent.?
    Í 28. gr sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.? Er í 28. gr jafnframt ítrekaður trúnaður sveitarstjórnamanna um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu.
    Er eitthvað því til fyrirstöðu að sveitastjórnarfulltrúi VG og óháðra fái aðgang að gögnum óháðs úttektaraðila á úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins? Hvað er það og með hvaða rökstuðningi? Ef ekki, hvenær verður sveitarstjórnarfulltrúum sem þess óska veittur aðgangur að umræddum gögnum?
    Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að úttektarmálum í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Sigurbirni Árnasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar, kt. 170157-5679 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
    Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Þorgrími G. Pálmasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Jóni Geirmundssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Haraldi Smára Haraldssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Bjarna Þór Broddasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Sigríði Magnúsdóttur um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Ingólfi Jóni Geirssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram umsókn frá Sveini Brynjari Pálmasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
    Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
    Byggðarráð fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lagt fram bréf dagsett 19. september 2018 frá Alfreð Gesti Símonarsyni og Kristínu Sigurrós Einarsdóttur þar sem þau óska eftir taka Sólgarðaskóla á leigu sumarið 2019, sem og stakar helgar/daga það sem eftir er vetrar 2018-2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjendur og afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 841. fundar byggðarráðs staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 841 Lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2019-2023.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 Fjárhagsáætlun 2019-2023. Samþykkt samhljóða

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59

Málsnúmer 1809017FVakta málsnúmer

Fundargerð 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í Samráðshóp um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla verði Ragnheiður Halldórsdóttir og Gunnsteinn Björnsson. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lagt fram til kynningar endurskoðað ársyfirlit 2017 vegna rekstrarstarfsemi í Glaumbæ. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lögð fram styrkbeiðni frá Skagafjarðarhraðlestinni vegna Lummudaga 2018.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lummudaga um 200.000 kr. sem teknar eru af lið 05890.
    Jafnframt samþykkir nefndin að bjóða forsvarsmönnum Skagafjarðarhraðlestarinnar til fundar við nefndina og ræða framtíð Lummudaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 10.september 2018 frá Söru Rut Arnardóttur vegna leiksýningar/uppistands.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Söru Rut um 30.000 kr. sem teknar eru af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lögð fram styrkbeiðni, dagsett 7.september 2018 frá Jóel Sæmundssyni vegna verkefnisins Landsbyggðin og leikhús á árinu 2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lagt var fyrir erindi, vísað frá 825.fundi Byggðarráðs til umsagnar Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, vegna styrkbeiðni um minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er því fylgjandi að minnismerkið verði reist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 59 Lagður fram til kynningar rammi fjárhagsáætlunar 2019 vegna málaflokka 05-menningarmál og 13-atvinnumál. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 259

Málsnúmer 1810004FVakta málsnúmer

Fundargerð 259. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 259 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019. Erindinu vísað frá byggðarráði til umfjöllunar í nefndum. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra að vinna að áætlun fyrir stofnanir og málaflokka 02 og 06 og leggja aftur fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • 6.2 1809366 Hvatapeningar
    Félags- og tómstundanefnd - 259 Formaður og frístundastjóri kynntu niðurstöður fundar með formanni og framkvæmdastjóra UMSS um samspil hvatapeninga annars vegar og æfingagjalda íþróttafélaganna hins vegar. Málið unnið áfram og samþykkt að leggja tillögu fyrir nefndina við seinni umræðu fjárhagsáætlunar. Ítrekaður er vilji nefndarinnar til að gera betur í þessum málum. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 259 Formaður og Gunnar Sandholt kynntu niðurstöður landsfundar jafnréttisnefnda sem og bréf sveitarstjóra til fastanefnda sveitarfélagsins þar sem óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við gerð jafnréttisáætlunar. Athugasemdum skal skila til félags- og tómstundanefndar fyrir 1. nóvember n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 259 Lagt fram eitt mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 259. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 135

Málsnúmer 1809018FVakta málsnúmer

Fundargerð 135. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 135 Lagt fram erindi til kynningar frá Persónuvernd um notkun samfélagsmiðla. Persónuvernd beinir þeim tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og allra annarra opinberra aðila og einkaaðila, sem koma að starfi með börnum, að þeir noti ekki Facebook, eða sambærilega miðla, sem samskiptamiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra er að ræða. Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur nú að innleiðingu nýrra laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem m.a. tekur til notkunar samfélagsmiðla. Erindinu vísað til starfshóps sveitarfélagsins um innleiðingu laganna. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar fræðslunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 135 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019. Erindinu vísað frá byggðarráði til umfjöllunar í nefndum.Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að vinna að áætlun fyrir stofnanir og málaflokka 04 og leggja aftur fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar fræðslunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 135 Lögð fram drög að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna styrkja til náms í leikskólafræðum. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og felur sviðsstjóra að leggja lokahönd á þær. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Reglur vegna styrkja til náms leikskólar. Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd - 135 Lagðar voru fram sjálfsmatsskýrslur grunnakólanna fyrir skólaárið 2017-2018. Sjálfsmat er unnið og kynnt í samræmi við ákvæði 36. greinar grunnskólalaga nr. 91/2008. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar fræðslunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 330

Málsnúmer 1809021FVakta málsnúmer

Fundargerð 330. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 330 Til þessa fundar Skipulags- og byggingarnefndar var sveitarstjórnarfulltrúum sérstaklega boðið. Tilgangur fundarins er að fara yfir þá breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breytingartillagan, vinnslutillagan, gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
    Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ raðgjöf og Arnór Halldórsson lögmaður hjá Megin lögfræðistofu fóru yfir tillöguna og lagaumhverfi tengt þessum aðalskipulagsbreytingunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 330. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 331

Málsnúmer 1809023FVakta málsnúmer

Fundargerð 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir norðurhluta Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir.
    Tillagan skiptist í sex meginkafla 1) inngang 2) lýsingu- 3) greiningu 4) varðveislumat 5) verndarflokkun og 6) verndun og uppbyggingu. í 6. kaflanum verndun og uppbygging eru greindir möguleikar til uppbyggingar og settir skilmálar fyrir verndarsvæðið.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Farið yfir verkefnið og niðurstöður íbúafundar sem haldinn var á Hofsósi mánudaginn 17. september sl.

    Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir liggur erindi frá Kollgátu arkitektum þar sem óskað er eftir staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar á skipulagslýsingu vegna vinnu við fyrirhugaðrar deilskipulagsgerðar á landinu Neðri-Ás 2 land 3, landnúmer 223410 og Neðri-Ás 2 land 4, landnúmer 223411. Umsókn Kollgátu er fh. eigenda ofangreindra landskika.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilar landeigendum að láta vinna deiliskipulag af landspildunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sækir fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 4,6 ha. spildu út úr jörðinni Borgarey, landnúmer 146150. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 26.10.2016. Uppdrátturinn er í verki númer 561001 nr. S03, gerður á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Öll hlunnindi fylgja landnúmerinu 146150. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Erindi frá Byggðarráði. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. september sl. að vísa umsókn Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts um heimild til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659
    og Guðjón Sveinn Magnússon kt. 250572-4929 eigendur landsins Helluland land B lóð 2, landnúmer 223795 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna landið Aðalból. Erindi frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 Fyrir liggur erindi frá Fjallabyggð er varðar breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felst í að heimiluð verði frístundabyggð, svæði F15 og F16, innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði með þeim skilmálum sem tilgreindir eru í tillögunni. Sveitarfélaginu Skagafirði er send tillagan til umsagnar í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

    Bókun fundar Afgreiðsla 331. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 331 76. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

    Bókun fundar 76. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 144

Málsnúmer 1809013FVakta málsnúmer

Fundargerð 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Tekið var fyrir erindi frá Fiskistofu vegna umsóknar Fiskmarkaðs Íslands um endurvigtunarleyfi á starfstöð markaðarins að Háeyri 6 á Sauðárkróki.
    Í erindinu er óskað eftir umsögn hafnaryfirvalda í Skagafirði varðandi beiðni um endurvigtunarleyfi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við beiðni Fiskmarkaðs Íslands um endurvigtunarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Lagt var fram til kynningar tilkynning frá Fiskistofu um útgáfu endurvigtunarleyfis fyrir Fiskmarkað Íslands með starfsstöð að Háeyri 6 á Sauðárkróki.
    Leyfið gildir til 7. september 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Lögð var fyrir fundinn fyrirspurn frá Steypustöð Skagafjarðar varðandi framlengingu á samningi um snjómokstur á Sauðárkróki fyrir veturinn 2018 til 2019.
    Nefndin felur sviðstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Lögð var fyrir fundinn fundargerð frá opnun tilboða í verkið Melatún Sauðárkróki - jarðvegsskipti og fráveitulagnir.
    Tilboð í verkið voru opnuð þann 11. september sl. og bárust eftirfarandi tilboð í verkið;
    Norðurtak ehf. 21.000.000.-
    Steypustöð Skagafjarðar ehf. 18.888.800.-
    Vinnuvélar Símonar ehf. 21.582.940.-
    Víðimelsbræður ehf. 20.536.046.-
    Þórður Hansen ehf. 24.097.122.-

    Kostnaðaráætlun verksins var unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. og hljóðaði hún upp á 21.679.900.-


    Sviðstjóra er falið að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Steypustöð Skagafjarðar ehf.

    Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Umhverfisstofnun varðandi tillögur/áætlanir sveitarstjórna um úrbætur í fráveitumálum stærri þéttbýla (2.000 persónueiningar eða meira).
    Í erindinu fer Umhverfisstofnun fram á að sveitarfélagið geri grein fyrir tillögum/áætlunum sínum um að koma frárennslismálum á Sauðárkróki í það horf að þau uppfylli ákvæði nýrrar reglugerðar um fráveitur og skólp.
    Sviðstjóra er falið að vinna að svari við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Farið var yfir sorphirðumál í dreifbýli.
    Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu og Flokku ehf sat þennan lið fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 145

Málsnúmer 1809032FVakta málsnúmer

Fundargerð 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Hafin er vinna við viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi.
    Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndundarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
    Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.
    Útgjöldum vegna verksins er mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Farið var yfir tillögur að áætlun um úrbætur í fráveitumálum og nefndarmönnum kynnt skýrsla um fráveitumál á Sauðárkróki frá árinu 2001.
    Leitað hefur verið til Eflu Verkfræðistofu varðandi skil á gögnum til Umhverfisstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Kynnt voru drög að vinnuteikningum vegna útikennslustofu í Sauðárgili.
    Sviðstjóra falið að sækja um styrk vegna verkefnisins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 145 Tekið var fyrir erindi frá Sveitarstjóra varðandi jafnréttisáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 146

Málsnúmer 1810017FVakta málsnúmer

Fundargerð 146. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Farið var yfir minnisblað frá sviðstjóra um sorphirðu í dreifbýli, áætlaðan kostnað við flokkun og sorphirðu á hverjum bæ og mögulegar gjaldskrárbreytingar samfara þeim breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Lögð var fyrir fundinn ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáæltun fyrir árin 2019 til 2023.
    Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi framlögum til framkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði:
    Skagafjarðarhafnir með 264,3 milljóna framlag (75% af kostnaði). Þar af eru 95,6 milljónir fyrir Hofsóshöfn og 168,7 milljónir vegna Sauðárkrókshafnar. Gert ráð fyrir 9,6 milljóna framlagi vegna viðhaldsdýpkun í Sauðárkrókshöfn.
    Gert er ráð fyrir 21,1 milljóna framlagi vegna sjóvarna á Hofsósi vegna landbrots vestan við Suðurbraut.
    Í ljósi aukinna umsvifa í Sauðárkrókshöfn þarf að fara í hönnun á stækkun hafnarinnar og mun sveitarfélagið óska eftir framlögum úr ríkissjóði þar að lútandi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að Sauðárkróksflugvöllur tilheyri áfrram grunnneti flugvalla en ekki er gert ráð fyrir framlögum til flugvallarins.
    Nefndin harmar það að ekki sé gert ráð fyrir beinum framlögum til uppbyggingar malarvega með bundnu slitlagi í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun vegna ársfundar náttúruverndarnefnda árið 2018. Fundurinn verður haldinn 8. nóvember nk. á Flúðum. Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Lagt var fram til kynningar erindi frá umhverfisstofnun vegna styrkumsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

13.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 37

Málsnúmer 1809025FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 37 Lögð fram tillaga um að Stefán Vagn Stefánsson verði formaður samstarfsnefndarinnar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 37 Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps og farið yfir þau. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

14.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 18

Málsnúmer 1809027FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 374. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 18 Nefndarmenn ræddu framkvæmd verksins og fóru að loknum fundi í vettvangsferð til að skoða framkvæmdirnar við Sundlaug Sauðárkróks. Með í för voru Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingvar Páll Ingvarsson og Þorvaldur Gröndal. Bókun fundar Fundargerð 18. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018 með níu atkvæðum.

15.Útsvarshlutfall árið 2019

Málsnúmer 1809285Vakta málsnúmer

Vísað frá 839. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2019, þ.e. 14,52%. Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða."

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Umsókn um langtímalán 2018

Málsnúmer 1805003Vakta málsnúmer

Vísað frá 841. fundi byggðarráðs 16.október 2018 þannig bókað:

"Sveitarstjórn samþykkti á fundi 370. fundi sínum þann 20. júní 2018 að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára. Þá var þáverandi sveitarstjóra Ástu Pálmadóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að afturkalla umboð Ástu Pálmadóttur og veita um leið núverandi sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Tillaga byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

17.Reglur vegna styrkja til náms leikskólar

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Vísað frá 135. fundi fræðslunefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram drög að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna styrkja til náms í leikskólafræðum. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og felur sviðsstjóra að leggja lokahönd á þær."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 9 atkvæðum.

18.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2018-2022

Málsnúmer 1809314Vakta málsnúmer

Siðarelgur kjörinna fulltrúa, sem samþykktar voru af sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar þann 29. október 2014 lagðar fram óbreyttar, til samþykktar nýrrar sveitarstjórnar.

Siðareglurnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

19.Kjör fulltrúa - kjördeild V Hólum

Málsnúmer 1809117Vakta málsnúmer

Kjör eins varafulltrúa í kjörstjórn á Hólum. Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir sem varamann í stað Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur.

Aðrir fullrúar í kjörstjórn á Hólum eru:
Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Hörður Jónsson og Ingibjörg Klara Helgadóttir.
Varamenn: Alda Laufey Haraldsdóttir og Jóhann Bjarnason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Sigurlaug Rún því rétt kjörin.

20.Tillaga - opnir íbúafundir í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1810086Vakta málsnúmer

Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Byggðalistinn leggur fram tillögu þess efnis að haldnir verði opnir íbúafundir á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hólum og Hofsós. Markmið fundanna er að kynna fjárhagsáætlun næsta árs og fyrirhuguð verkefni í tengslum við hana. Einnig fá fram hugmyndir frá íbúum hvernig þeir vilji sjá fjármunum sveitarfélagsins varið s.s. í bættri þjónustu, uppbyggingu á öðrum sviðum eða ábyrgri fjármálastefnu. Því er mjög mikikvægt að fundirnir skulu haldnir fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

Jóhanna Ey Harðardóttir
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson

Bjarni Jónsson tók til máls.
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans í Skagafirði fagna og taka undir tillögu Byggðalistans um að haldnir verði opnir íbúafundir í Sveitarfélaginu Skagafirði haustið 2018. Er það í samræmi við sáttmála um samstarf meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2018-2022 þar sem lögð er áhersla á aukið íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálum Skagafjarðar, auk reglubundinna nefndafunda og viðtalsfunda með sveitarstjórnarfulltrúum vítt og breytt um héraðið. Fulltrúar meirihlutans fagna þverpólitískri samstöðu um þessar áherslur og leggja áherslu á að af slíkum íbúafundum geti orðið í nóvember nk.

Bjarni Jónsson tók til máls öðru sinni og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar VG og óháðra fagna heilshugar tillögu Byggðalistans og telja hana lið í að bæta vinnubrögð sveitarstjórnar og ákvarðanatöku.


Tillaga Byggðalistans borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer

Sígfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti fjárhagsðáætlun.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.331 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 4.695 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.693 m.kr., þar af A-hluti 4.326 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 638 m.kr. Afskriftir nema 221 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 304 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 113 m.kr.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 369 m.kr. Afskriftir nema 129 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 239 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 1 m.kr.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2019, 9.386 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 7.232 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.941 m.kr. Þar af hjá A-hluta 6.023 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.445 m.kr hjá samstæðunni og hjá A-hluta 1.209 m.kr.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2019-2023 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

22.Fundagerðir skólanefndar FNV 2018

Málsnúmer 1801008Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 9. október 2018 lögð fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar þann 18. október 2018.

23.Fundagerðir Norðurár bs 2018

Málsnúmer 1801004Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Norðurár. bs frá 21. janúar, 28. febrúar og 4. júlí 2018 ásamt fundargerð aðalfundar Norðurár frá 10. september 2018 lagðar fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar þann 18. október 2018.

24.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestar 2018

Málsnúmer 1801007Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 7. júní, 11. september og 9. október 2018 lagðar fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018.

25.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 863 frá 26. september og nr. 864 frá 16. október 2018 lagðar fram til kynningar á 374. fundi sveitarstjórnar 18. október 2018

Fundi slitið - kl. 17:26.