Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

403. fundur 21. október 2020 kl. 16:15 - 16:53 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Fundurinn var haldinn með Teams fjarfundabúnaði.

1.Breytingar á sveitarstjórnarlögum v. fjarfundi vegna Covid 19

Málsnúmer 2003195Vakta málsnúmer

Vegna neyðarástands af völdum COVID-19 farsóttar, hefur samgöngu og sveitarstjórnarráðerra tekið ákvörðun um að framlengja heimild til allra sveitarstjórna, sem birt var með auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 230/2020, til að taka ákvörðun um að víkja tímabundið frá eftirfarandi skilmálum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveðja að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013

Um er að ræða skilyrði samkvæmt 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr sveitarstjórnarlaga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013

Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Heimild þessi gildir til 10. nóvember 2020, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.

Engin kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 932

Málsnúmer 2009016FVakta málsnúmer

Fundargerð 932. fundar byggðarráðs frá 23. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 932 Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri kom á fundinn til viðræðu varðandi aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 932. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 932 Lagt fram bréf dagsett 7. september 2020 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar í starfshóp, sem verði fulltrúa landshlutans í stafrænu ráði sveitarfélaga til stuðnings við miðlun upplýsinga til sveitarfélaganna á starfssvæðinu.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Ólaf Guðmundsson í starfshópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 932. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 932 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 11. september 2020 varðandi skýrslu kjaratölfræðinefndar, nýs samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Bókun fundar Afgreiðsla 932. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 933

Málsnúmer 2009019FVakta málsnúmer

Fundargerð 933. fundar byggðarráðs frá 30. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lögð fram drög að kaupsamningi Menningarseturs Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fasteignir og hlunnindi menningarsetursins. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar Menningarseturs Skagfirðinga auk Sesselju Árnadóttur lögfræðings hjá KPMG hf.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna með stjórn Menningarseturs Skagfirðinga til að fullklára samninginn og leggja aftur fyrir byggðarráð þegar hann er tilbúinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2020, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 02.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 193/2020, "Drög að frumvarpi til laga breytingu á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur". Umsagnarfrestur er til og með 03.10.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 933 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. september 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 195/2020, "Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 933. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 934

Málsnúmer 2010003FVakta málsnúmer

Fundargerð 934. fundar byggðarráðs frá 7. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 4.1 2007023 Fjárhagsáætlun 2021 - 2025
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lögð fram gögn varðandi fjárhagsramma ársins 2021.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021-2025 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 18. nóvember n.k. og síðari umræða verði 9. desember 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.2 2005008 Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Málið áður á dagskrá 932. fundar þann 23. september 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.3 2010020 Jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar.

    Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna.
    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.4 2009305 Samþykktir SSNV
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 23. september 2020 til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar er vakin athygli á að samkvæmt grein 8.1 í samþykktum og 14. grein þingskapa SSNV skulu tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing eða eigi síðar en 2. október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.5 2003223 Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) dagsett 24. september 2020 þar sem sambandið tilkynnir að hætt hafi verið við að halda fyrirhugað æskulýðsmót á Sauðárkróki nú í októberlok vegna COVID-19. Óskað er eftir því að halda landsmótið á Sauðárkróki í lok október 2021 og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
    Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.6 2009259 Styrkveiting til Tindastóls, meistaraflokks kvenna í knattspyrnu
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Byggðarráð samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.
    Byggðarráð óskar meistarflokki kvenna og knattspyrnudeildinni til hamingju með frábæran árangur sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili. Jafnframt samþykkir byggðarráð að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar óskar meistarflokki kvenna og knattspyrnudeildinni til hamingju með frábæran árangur sem og þeim fjölmörgu sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum.
    Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.7 2010039 Aðalfundur Norðurár bs.
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 13. október 2020, kl. 15.00 í Miðgarði - menningarhúsi.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.8 2009167 Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Öggur
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 16. september 2020 frá Matvælastofnun (MAST). Hjörtur Methusalemsson sérfræðingur fiskeldis f.h. MAST óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á umsókn Öggs ehf., kt. 650809-1300, að Hólum í Hjaltadal, í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008, vegna nýs rekstrarleyfis fyrir 20 tonna landeldi, þ.e. seiðaeldi til áframeldis og matsfiskseldis á bleikju. MAST óskar eftir umsögn um, hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að með veitingu nýs starfsleyfis, muni starfsemin ekki gefa tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa á svæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.9 2009290 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 201/2020, "Drög að frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð". Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.10 2009291 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 202/2020, "Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun". Umsagnarfrestur er til og með 09.10.2020.
    Með frumvarpinu er verið að breyta umgjörð í kringum opinberan stuðning við nýsköpun í landinu. Í markmiðsgrein frumvarpsins segir að markmið laganna sé að efla opinberan stuðning við nýsköpun á landinu, m.a. með „áherslu á nýsköpun á landsbyggðinni.“ Ætlunin er að ná því markmiði með því að „framlög til og áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni verði aukin í samvinnu við sveitarfélög, landshlutasamtök, atvinnulíf og þekkingarsamfélög á staðnum.“ Enn fremur segir í greinargerðinni: „Þá er lagt upp með að settur verði á fót verkefnasjóður fyrir nýsköpun í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og sóknaráætlanir landshlutanna. Þessi verkefnasjóður er viðbót við þau verkefni og framlög sem nú eru til staðar á vegum sóknaráætlana landshlutanna.“ Þá segir í greinargerðinni að „Unnið verði að sterkari umgjörð fyrir starfsemi stafrænna smiðja sem byggir á samvinnu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnulífs.“
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar markmiði frumvarpsins um eflingu opinbers stuðnings við nýsköpun með áherslu á aukin framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni sem og áformum um sterkari umgjörð fyrir starfsemi stafrænna smiðja. Byggðarráð telur að beina eigi þeim stuðningi í farveg samvinnu við sveitarfélög og þekkingarsamfélög á hverju svæði fyrir sig og óskar eftir samtali við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um slíka samvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.11 2009292 Samráð; Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 200/2020, "Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað". Umsagnarfrestur er til og með 12.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.12 2009293 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 198/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum". Umsagnarfrestur er til og með 08.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.13 2007020 Haustþing SSNV 2020
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagt fram bréf dagsett 1. október 2020 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vegna komandi 28. ársþings og 4. haustþings SSNV sem fram fara 23. október 2020, er sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra bent á 1. grein starfsreglna kjörnefndar SSNV. Með tilvísun í 3. tölulið greinarinnar er athygli vakin á því að á 28. ársþingi, sem fer samhliða 4. haustþingi, skal kjósa formann stjórnar SSNV, fjóra stjórnarmenn að auki og varastjórn. Framboð til stjórnar skal hafa borist til kjörnefndar 10 dögum fyrir ársþing eða eigi síðar en 13. október 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 934. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 4.14 2009216 Ferðasmiðjan ehf. - ársreikningur 2019
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagður fram til kynningar ársreikningur Ferðasmiðjunnar ehf. fyrir árið 2019. Bókun fundar Ársreikningur Ferðasmiðjunnar ehf. fyrir árið 2019 lagður fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020
  • 4.15 1901011 Fundagerðir Ferðasmiðjunnar 2019
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf. á árinu 2019. Bókun fundar Fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf. á árinu 2019 lagðar fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 .
  • 4.16 2010019 Fundagerðir Ferðasmiðjunnar 2020
    Byggðarráð Skagafjarðar - 934 Lögð fram til kynningar fundargerð Ferðasmiðjunnar ehf. frá 2. október 2020. Bókun fundar Fundargerð Ferðasmiðjunnar ehf. frá 2. október 2020 lögð fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 .

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 935

Málsnúmer 2010008FVakta málsnúmer

Fundargerð 935. fundar byggðarráðs frá 14. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Málið áður á dagskrá 934. fundar þann 7. október 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur vinni áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagðar fram upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins tímabilið janúar-ágúst 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2021 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2020.
    Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2021 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Útsvarshlutfall árið 2021. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2020 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi útreikning framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2020 frá Samgönguminjasafni Skagafjarðar í Stóragerði varðandi fyrstu slökkvibifreiðina, sem kom í héraðið og er í eigu sveitarfélagsins, og safnið hafði til sýningar í sumar sem leið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera samning við Samgönguminjasafn Skagafjarðar um sýningu og umsjón slökkvibifreiðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Byggðarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 191.227.000 kr. til allt að 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Umsókn um langtímalán 2020. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 935 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun jöfnunargjalds raforku)". Umsagnarfrestur er til og með 20.10.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 935. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80

Málsnúmer 2010004FVakta málsnúmer

Fundargerð 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 7. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Málið áður á dagskrá 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Sveitarfélagið sendi erindi á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf.
    Svar barst frá ráðuneytinu 9. september þar sem undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf var hafnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 11. september 2020 varðandi beiðni um sérreglur vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

    1.
    Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“

    2.
    Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

    3.
    Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fresta áður ákveðnu markaðsátaki fyrir Skagafjörð sem álitlegum búsetukosts til næsta vors. Málið krefst vandaðs undirbúnings og telur nefndin rétt að gefa sér góðan tíma. Málinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Tekið fyrir erindi frá Þresti Jónssyni dagsett 31.08.2020 um að endurnýja ekki rekstarsamning vegna Félagsheimililsins Ljósheima.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd felur starfmönnum að auglýsa rekstur Félagsheimilisins Ljósheima. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór yfir tilboð í gerð hönnunarstaðals og samþykkir að ganga til samninga við Ólína Design um vinnslu hönnunarstaðals fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Tekið fyrir tilnefningar til samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020. Alls bárust 21 tilnefning og þakkar nefndin fyrir margar góðar tilnefningarnar.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að veita Helgu Sigurbjörnsdóttur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020.

    Helga hefur lagt drjúgan skerf til félags- og framfaramála á Sauðárkróki í marga áratugi. Hún starfaði sem leikskólastjóri í mörg ár og lagði grunninn að því faglega og umhyggjusama starfi sem leikskólarnir sinna í Skagafirði. Auk langs og farsæls
    starfsferils í þágu barna á Sauðárkróki hefur Helga verið mikilsvirt og öflug kvenfélagskona og formaður Kvenfélags Sauðárkróks um árabil. Sem slík hefur hún verið í forystu margra brýnna og mikilvægra samfélagsmála, bæði vegna ýmissa félagslegra verkefna, eins og t.d. söfnun fjármuna til kaupa á lækningatækjum o.þ.h. en ekki síður verkefna sem snúa að velferð einstaklinga og fjölskyldna í gegnum sjúkrasjóð Kvenfélagsins. Þau verkefni fara ekki alltaf hátt. Þá hefur Helga verið ötul að
    kenna þjóðbúningasaum og verið óþreytandi við að hvetja konur til að bera búninginn við ýmis tækifæri. Helga er núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði. Þar eins og annars staðar er hún óþreytandi í störfum í þágu eldri borgara. Margt fleira mætti segja um forystu- og framfaraverkefni Helgu. Helga er vel að verðlaununum komin enda hefur hún sannarlega borið samfélag sitt sér fyrir brjósti og lagt á
    sig ómælt starf öðrum til hagsbóta.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefnda verði gerð að bókun sveitarstjórnar.
    Helga Sigurbjörnsdóttir hefur lagt drjúgan skerf til félags- og framfaramála á Sauðárkróki í marga áratugi. Hún starfaði sem leikskólastjóri í mörg ár og lagði grunninn að því faglega og umhyggjusama starfi sem leikskólarnir sinna í Skagafirði. Auk langs og farsæls starfsferils í þágu barna á Sauðárkróki hefur Helga verið mikilsvirt og öflug kvenfélagskona og formaður Kvenfélags Sauðárkróks um árabil. Sem slík hefur hún verið í forystu margra brýnna og mikilvægra samfélagsmála, bæði vegna ýmissa félagslegra verkefna, eins og t.d. söfnun fjármuna til kaupa á lækningatækjum o.þ.h. en ekki síður verkefna sem snúa að velferð einstaklinga og fjölskyldna í gegnum sjúkrasjóð Kvenfélagsins. Þau verkefni fara ekki alltaf hátt. Þá hefur Helga verið ötul að kenna þjóðbúningasaum og verið óþreytandi við að hvetja konur til að bera búninginn við ýmis tækifæri. Helga er núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði. Þar eins og annars staðar er hún óþreytandi í störfum í þágu eldri borgara. Margt fleira mætti segja um forystu- og framfaraverkefni Helgu. Helga er vel að verðlaununum komin enda hefur hún sannarlega borið samfélag sitt sér fyrir brjósti og lagt á sig ómælt starf öðrum til hagsbóta.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 07.09.2020 þar sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)" Umsagnafrestur er til og með 18.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 80 Lögð fram til kynningar fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 08.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 280

Málsnúmer 2009015FVakta málsnúmer

Fundargerð 280 fundar félags- og tómstundanefndar frá 24. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi forseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 280 Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauganna fyrir sumarið 2020. Aðsókn var með miklum ágætum í sumar, sér í lagi í Varmahlíð þar sem metfjöldi gesta heimsótti laugina. Félags- og tómstundanefnd fagnar aukningu meðal gesta og hvetur heimafólk sem og gesti fjarðarins til þess að nýta laugarnar áfram sér til heilsubótar. Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 280 Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem tímatafla Húss frítímans fyrir starfsárið 2020-2021 var kynnt. Farið var yfir fyrirkomulag starfsins á komandi vetri. Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 7.3 2009190 Sumar-TÍM 2020
    Félags- og tómstundanefnd - 280 Lögð fram til kynningar skýrsla vegna starfsemi Sumar-TÍM fyrir sumarið 2020. Fyrirkomulag og niðurstöður sumarins ræddar. Nefndin þakkar starfsmönnum Sumar-TÍM fyrir vel unnin störf í sumar. Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • 7.4 2009189 Vinnuskóli 2020
    Félags- og tómstundanefnd - 280 Lögð fram til kynningar skýrsla vegna starfsemi Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir sumarið 2020 og þakkarbréf frá Sjávarútvegskóla unga fólksins, sem rekinn var á Sauðárkóki í fyrsta skipti í júní fyrir nemendur í ´06 árgangnum. Fyrirkomulag og niðurstöður sumarins ræddar. Nefndin þakkar starfsmönnum vinnuskóla og Sjávarútvegskóla unga fólksins fyrir vel unnin störf í sumar. Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 280 Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
    Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

    Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að útfæra framkvæmd verkefnisins og leggja fram drög að reglum á næsta fundi ráðsins
    Bókun fundar Afgreiðsla 280. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 160

Málsnúmer 2010007FVakta málsnúmer

Fundargerð 160. fundar fræðslunefndar frá 16. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 402. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 160 Lagður var fram rammi fyrir fjárhagsáætlun árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áhframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunarinnar, með og án gjaldskrárhækkanna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 160 Á fundi fræðslunefndar 16.09. 2020 fól nefndin sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð á skólaakstri grunnskólabarna á Sauðárkróki til eins árs. Hið nýja útboð skilaði tveimur tilboðum.
    Lægstbjóðandi tilgreindi í gögnum, sem fylgdu tilboði hans, að hann hyggðist nota rútur (58 og 60 manna) sem ekki gátu tekið alla þá nemendur (65) sem ráðgert er skv. útboðsgögnum að noti þjónustuna. Kannað var hvort unnt væri að bæta úr þessu en lægstbjóðandi treysti sér ekki til þess á þeim stutta tíma sem til reiðu væri.
    Hæstbjóðandi bauð umtalsvert hærra í aksturinn en kostnaðaráætlun Sveitarfélagisns Skagafjarðar segir til um en í útboðslýsingu segir m.a. í grein 1.2.11: „Kaupandi mun hafna öllum tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun en áskilur sér þó rétt til að taka tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun að því gefnu að honum takist að útvega fjármagn sem upp á vantar.“
    Fræðslunefnd samþykkir að hafna tilboði lægstbjóðanda á grundvelli þess að kröfur útboðslýsingar eru ekki uppfylltar í hans tilboði. Fræðslunefnd samþykkir einnig að hafna tilboði hæstbjóðanda á grunni þess að tilboð hans er verulega umfram kostnaðaráætlun.
    Fræðslunefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að leita samninga við hæstbjóðanda á grundvelli umræddrar kostnaðaráætlunar.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, leggur fram eftirfarandi bókun: ,,VG og óháð standa ekki að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði honum tengdum vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastanefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
    Harmaður er sá farvegur sem málið er komið í. Ljóst var að Kærunefnd útboðsmála myndi stöðva samningsferlið vegna fyrra útboðsins á grundvelli kæru sem ljóst var að yrði fram borin vegna þess hvernig staðið var að útboðinu. Ekki sér fyrir endann á málarekstri og til hvers það muni leiða."



    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og ítreka bókun sem fulltrúi Vg og óháðra, lagði fram á fundi fræðslunefndar: "VG og óháð standa ekki að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði honum tengdum vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastanefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar. Harmaður er sá farvegur sem málið er komið í. Ljóst var að Kærunefnd útboðsmála myndi stöðva samningsferlið vegna fyrra útboðsins á grundvelli kæru sem ljóst var að yrði fram borin vegna þess hvernig staðið var að útboðinu. Ekki sér fyrir endann á málarekstri og til hvers það muni leiða."

    Afgreiðsla 160. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 387

Málsnúmer 2010001FVakta málsnúmer

Fundargerð 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 6. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Lilja Pálmadóttir f.h. Hofstorfunnar slf. kt. 410703-3940, þinglýsts eiganda Hofs á Höfðaströnd, L146539, óskar eftir leyfi til að stofna 366m2 byggingarreit undir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Magnús Pétursson kt. 202056-5739 og Elínborg Hilmarsdóttir kt. 300158-7579, þinglýstir eigendur jarðarinnar Miðhóls L146566, sækja um leyfi til að stofna 1.38 ha lóð úr landi jarðarinnar, skv meðfylgjandi uppdrætti, unninn af Stoð ehf verkfræðistofu. Um er að ræða lóð sem yrði skilgreind sem sumarbústaðaland og er óskað eftir að spildan fái heitið Hraunkot. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Miðhóli L146566 og fylgja engin hlunnindi með hinni nýju landspildu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Ívar Örn Bjarnason f.h. Vélavals ehf. leggur fram ósk um stækkun lóðar Vélavals L178669, í Varmahlíð. Stækkun lóðar yrði til suðurs u.þ.b. 3.300 m2 að stærð. Fyrir liggur jákvæð afstaða stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga dags. 30.9.2020. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum um umfang og eðli fyrirhugaðrar starfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Skógargötu 19b, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Freyjugötu 28, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Júlíus Þór Júlíusson f.h. Hoffells kt. 500118-0670 sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Sævarstíg 4, á Sauðárkróki, til byggingar fjölbýlishúss. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir í gildandi deiliskipulagi samþykki fyrir fjölbýlishúsi á umræddri lóð. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á svæði milli Norðurbrúnar 9 og Norðurbrúnar 11 í Varmahlíð. Svæðið hefur staðið ónýtt um langa tíð, og virðist líklegt til nýtingar sem íbúðarhúsalóð. Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar hefur með bókun dags. 30.9.2020, samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram með tillöguna í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og kynna fyrir nálægum lóðarhöfum og hagsmunaaðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á Laugarvegi 19 í Varmahlíð. Svæðið hefur staðið ónýtt um langa tíð, og virðist líklegt til nýtingar sem íbúðarhúsalóð. Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar hefur með bókun dags. 30.9.2020, samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram með tillöguna í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun tveggja lóða fyrir íbúðarhús við enda núverandi götu, Birkimels í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar verði númer 28 og 30 við Birkimel. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðirnar gefa möguleika á parhúsi yfir báðar lóðir eða einbýlishúsi á hvorri lóð. Stærð lóða er á milli 800-900 m2 hvor.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Einar Jakobsson kt.030943-3929, þinglýstur eigandi jarðarinnar Dúks, landnúmer 145969 óskar eftir heimild til að stofna 5,00 ha spildu úr landi jarðarinnar, með heitið „Ljónsstaðir“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Enginn húsakostur er á útskiptri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dúki, landnr. 145969. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Sigurjón Einarsson verkefnastjóri hjá Landgræðslunni leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til gerðar varnargarðs/bakkavarna í ánni Deildardalsá í landi Kambs L 146549, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að sækja grjót til bakkavarnar í farveg Bjarkarár í Bjarkardal. Áætlað er að nota þurfi um 540 m3 af grjóti í varnargarð og um 400 m3 af möl í garðinn.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin verði unnin í samráði við Fiskistofu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Kambur - framkvæmdaleyfi í Deildardalsá. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Magnús Hauksson rekstrarstjóri hjá 112 ohf. Leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi sem fellst í að koma upp farsímastöð á Miðmundarfjalli í landi Skíðastaða. Framkvæmdin fellst í uppsetningu á 8m háum tréstaur fyrir loftnet og smáhýsi við hlið þess, ásamt lögn veitustrengja, raf- og ljósleiðara auk vegslóða að staðnum. Fyrir liggur samþykki og samningur við landeiganda um verkefnið og afmörkun á 400 m2 lóðar utan um 3.7 m2 hús, auk vegslóða.
    Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin bendir á að landeigandi skal stofna nýja lóð undir hús og möstur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 112. ohf. Fjarskiptaaðstaða á Miðmundarfjalli - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 387 Skipulagsfulltrúi leggur fyrir fundinn tillögur er varða úthlutanir á byggingarhæfum byggingarlóðum í Skagafirði. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála að tímabært sé að samræma og skerpa á reglum er varðar úthlutanir á byggingarlóðum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna drög að tillögu um regluverk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 388

Málsnúmer 2010009FVakta málsnúmer

Fundargerð 388. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 388 Vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og umsagnir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir. Fulltrúi VSÓ Ráðgjafar kynnti drög að viðbrögðum við framkomnum athugasemdum.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna viðbrögð við athugasemdum í samræmi við ábendingar og umræðu nefndarinnar og senda til þeirra sem gert hafa athugasemdir.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 388 Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt.680169-5009, skráður eigandi að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að húsnæðinu Aðalgötu 16B, sem áður var minjasafn verði breytti í gistiaðstöðu. Þá felur breytingin í sér að lóð er stækkuð úr 1398,7 m2 í 1461,3 m2 og er byggingarreitur stækkaður bæði til norðurs og suðurs. Breytingartillagan er unnin af Verkís hf.
    Tillagan er talin hafa jákvæð áhrif á nálæga starfsemi við Aðalgötu og Strandgötu.
    Þá er tillagan ekki talin hafa veruleg áhrif á nærliggjandi íbúðarhús við Freyjugötu. Húsið aðalgata 16B er skilgreint í greinargerð um „Verndarsvæði í byggð“ með lágt verndargildi. Skipulags- og byggingarnefnd telur tímabært að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki, enda er það víða ekki í samræmi við núverandi ástand.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 Aðalgata 16B - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 388 Ólafur Björnsson kt. 220149-7499, þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls II (landnr. 189508) Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að skipta þremur spildum úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Óskað er eftir því að spildurnar þrjár fái heitin Krithóll II A, Krithóll II B og Krithóll II C.
    Krithóli II A mun fylgja íbúðarhús með fastanúmer F2251259, merking 03-0101. Á spildunum Krithóli II B og II C er nytjaskógrækt, skv. samningum þar um. Lögbýlaréttur vegna Krithóls II, fylgir landnúmerinu 189508.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 388. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 388 Stefán Logi Haraldsson f.h. Steinullar hf, kt. 590183-0249, leggur fram umsókn um stofnun 32 m2 lóðar, úr lóðinni Skarðseyri 5, L143723. Til stendur að RARIK reisi á nýrri lóð, dreifi- og rofastöð, vegna endurnýjunar háspennustrengs að steinullarverksmiðjunni. Meðfylgjandi gögn, unnin af RARIK.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls og óskar eftir ítarlegri gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 388. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 388 Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, leggur fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en telur nauðsynlegt að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 388. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 172

Málsnúmer 2010002FVakta málsnúmer

Fundargerð 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 23. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 403. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 32 atvinnufyrirtæki og stofnanir á Sauðárkróki, sem eru með atvinnustarfsemi á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki, hafa óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um umhverfisátak á atvinnusvæðum á Eyrinni og í útbænum á Sauðárkróki. Hópurinn leggur til að stofnaður verði framkvæmdahópur er samanstendur af fulltrúum Sveitarfélagsins og hópsins.

    Nefndin fagnar erindinu og tekur undir þau sjónarmið að það sé sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélags og fyrirtækjanna að góðum árangri verði náð í umhirðu, umhverfis og umgengnismálum. Nefndin felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að óska eftir fundi með fulltrúum hópsins og ræða frekari útfærslur á hugmyndum um verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Breytingar eru fyrirhugaðar á fráveitureglugerð og reglugerð um úthlutun styrkja. Markmið nýrrar reglugerðar um fráveitu og skólp (drög) verður að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum losunar skólps. Í reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga eru settar reglur er hveða á um hvaða fráveituframkvæmdar verða styrkhæfar og að áætlunin taki yfir tímabilið frá 2020 - 2030.

    Sviðsstjóri fór yfir markmið nýrrar reglugerðar um fráveitumál og reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga. Ljóst er að framundan er stórátak í fráveitumálum sveitarfélagsins og eru því áform um styrki frá ríkinu til þessa málaflokks fagnaðarefni. Sviðsstjóra er falið að setja í gang vinnu við hönnun og áætlanagerð vegna málsins og sækja um styrki til framkvæmda í samræmi við reglurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Sveitarstjórn Sveitarfélags Skagafjarðar hefur samið við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) um gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2021-2040, með sérstakri áherslu á loftlagsmál, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru í júní 2019 á nr. 70/2012 um loftslagsmál.
    Undirbúningur byrjar í byrjun október 2020 og kynning og lokafrágangur um miðjan desember 2020.

    Samningurinn var kynntur fyrir nefndinni sem fagnar þvi að verkefnið sé hafið. Nefndin leggur áherslu á að haldnir verða stöðufundir í samræmi við verksamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Sveitastjóri og forsvarsmenn meirihluta sveitastjórnarinnar hafa fundað með Stefáni Loga framkvæmdastjóra Steinullar hf. þar sem rætt var um fegrun innkeyrslu í Sauðárkrók að norðanverðu og sameiginlegt átak til að vinna að því markmiði. Einnig var rætt um möguleika þess að útbúa mön á norðanverðum lóðamörkum Steinullar (í framhaldi af fyrirhugaðri girðingu) og áfram til suðurs í átt að hringtorgi við Þverárfjallsveg. Steinull getur lagt til talsvert af jarðvegi og einnig fellur til verulegt magn af moltu á ári hverju frá fyrirtækinu sem nýta mætti til gerðar manar.

    Umhverfis og samgöngunefnd fagnar því að samstarf sé að hefjast milli sveitarfélagsins og Steinullar um ásýnd aðkomu að Sauðárkróki norðanverðum. Sviðsstjóri hefur þegar hafið undirbúningsvinnu að hönnun svæðisins og verður þess gætt að haft verði samráð við viðeigandi aðila um lausnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Vinna við gerð deiliskipulags á hafnarsvæði á Sauðárkróki er komin vel áleiðis. Komið er að því að taka ákvarðanir um fráveitumál, orkumál, skipulag svæðis við smábátahöfn og breytingu á Eyrarvegi. Vegna skorts á gögnum verður ekki hægt að ljúka verkefninu með þeim hætti sem gert var ráð fyrir. Því leggur hönnunarhópurinn til að útgáfu deiliskipulagsins verði áfangaskipt þannig að eyrin bíði þangað til að nauðsynlegar upplýsingar berist.

    Umhverfis og samgöngunefnd þakkar góða kynningu á stöðu verkefnisins. Næstu skref eru að taka ákvarðanir um kostnaðarsamar aðgerðir í fráveitumálum. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við nefndina og byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Fyrirliggjandi er undirritun samnings við Kiwanisklúbbinn Freyju um fjölskyldugarð sem mun bera nafnið Freyjugarður.

    Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Freyju komu á fundinn og kynntu hugmyndir af garðinum ásamt áformum um uppsetningu fyrstu leiktækja. Hugmyndir Freyjanna eru að fleiri fyrirtæki og félagasamtök geti tekið þátt í verkefninu með því að leggja til tæki og/eða byggingar á svæðið sem þeir geti merkt sér. Aðkoma sveitarfélgasins að verkefninu verður kostnaður af hönnunarvinnu, jarðvinnu, girðingar og hirðing svæðisins. Nefndin fagnar því að verkefnið sé komið af stað og vonast eftir góðum undirtektum frá öðrum félögum og fyrirtækjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Fyrirspurn barst frá Steinari Skarphéðinssyni vegna uppbyggingar vegkerfis á Norðurlandi vestra á næstu árum.

    Sviðsstjóri kynnti upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 - 2024. Áætlunin er til á landsvísu og er fjámagn í málaflokkinn um 1 ma. króna á ári, um 40 % er ætluð á Norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir. Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði, (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdarfé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Vegna opnunar á sorpmóttökusvæði í Varmahlíð er fyrirhugað að fækka móttökustöðvum fyrir sorp í framhéraði Skagafjarðar. Nýja svæðið verður afgirt með 2m grindargirðingu og verður opið á fyrirfram ákveðnum opnunartímum. Starfsmaður verður á svæðinu á meðan það er opið og aðstoðar við flokkun.

    Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun. Umhverfis og samgöngunefnd hefur ákveðið að öllum gámastöðum verði lokað vestan Héraðsvatna þegar að nýja móttakan verður opnuð. Sviðsstjóra er falið að koma upplýsingum til notenda þar um með auglýsingum í Feyki og Sjónhorninu. Um leið verður opnunartími nýju stöðvarinnar kynntur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 172 Hugmyndir eru um að leitast eftir góðu nafni á sorpmóttökustöð í Varmahlíð.

    Nefndin felur sviðsstjóra að vinna í samráði við Sigfús Ólaf um nafngift sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 70

Málsnúmer 2009004FVakta málsnúmer

Fundargerð 70. fundar veitunefndar frá 28. september 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 70 Farið var yfir stöðu verkefnisins, þau svæði sem eru í vinnslu og þau sem eftir eru. Nokkrir bæir í Hólminum eru enn ótengdir en til stendur að tengja þá á þessu ári. Stefnt er að því að klára það sem eftir verður á árinu 2021 ef nægilegt fjármagn fæst til framkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar veitunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. okóber 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 70 Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor sem unnin var 2016 og benti á nauðsyn þess að hugað verði að borun nýrrar vinnsluholu i Varmahlíð á næstu árum. Enn er notendum að fjölga og er hola VH-12 sem er aðal vinnsluholan á svæðinu nánast fullnýtt. Lítið varaafl er til staðar og er því áhættan vegna hugsanlegrar bilunar orðin veruleg. Sviðstjóra er falið að fylgja rannsóknum eftir og láta klára að staðsetja nýja vinnsluholu. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar veitunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. okóber 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 70 Búið er að bora 7 nýjar rannsóknaholur vegna hitaleitar. Samkvæmt minnsiblaði frá Ísor frá 28.9.2020 kemur fram að mesti hitinn á svæðinu liggur nokkuð vestar en áður var talið. Vinna þarf frekar úr nýfengnum upplýsingum og gera spá um frekari nýtingu og staðsetningu á nýrri vinnsluholu. Sviðsstjóra falið að halda verkefninu áfram í samvinnu við Ísor. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar veitunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. okóber 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 70 Nefndin fór yfir efni erindisins. Leitað hefur verið að sambærilegu máli og ekki eru fordæmi um að tengigjöld hafi verið reiknuð á þann hátt sem lagt er upp með í erindinu. Veitunefnd sér sér ekki fært að samþykkja erindið og er því hafnað. Sviðsstjóra falið að senda bréf þessu til staðfestingar. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar veitunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. okóber 2020 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 70 Lagður var fram útreikningur á áætuðum kostnaði vegna verksins. Heildarkostnaður er áætlaður tæpar 20 milljónir og rúmast þetta verk ekki innan fjárhagsramma ársins 2020. Sviðssjóra falið að svara erindinu, senda bréf á sveitarstjórn Akrahrepps og fá skýr svör um hvort fólk muni taka inn hitaveituna á næsta ári, verði uppá það boðið. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar veitunefndar staðfest á 403. fundi sveitarstjórnar 21. okóber 2020 níu atkvæðum.

13.Útsvarshlutfall árið 2021

Málsnúmer 2010086Vakta málsnúmer

Visað frá 835. fundi byggðarráðs þann 14.október 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2021 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2020.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Umsókn um langtímalán 2020

Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer

Vísað frá 935. fundi byggðarráðs frá 14. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 191.227.000 kr. til allt að 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Kambur - framkvæmdaleyfi í Deildardalsá.

Málsnúmer 2009276Vakta málsnúmer

Visað frá 387. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sigurjón Einarsson verkefnastjóri hjá Landgræðslunni leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til gerðar varnargarðs/bakkavarna í ánni Deildardalsá í landi Kambs L 146549, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að sækja grjót til bakkavarnar í farveg Bjarkarár í Bjarkardal. Áætlað er að nota þurfi um 540 m3 af grjóti í varnargarð og um 400 m3 af möl í garðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin verði unnin í samráði við Fiskistofu.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

16.112. ohf. Fjarskiptaaðstaða á Miðmundarfjalli - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2010009Vakta málsnúmer

Visað frá 387. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Magnús Hauksson rekstrarstjóri hjá 112 ohf. Leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi sem fellst í að koma upp farsímastöð á Miðmundarfjalli í landi Skíðastaða. Framkvæmdin fellst í uppsetningu á 8m háum tréstaur fyrir loftnet og smáhýsi við hlið þess, ásamt lögn veitustrengja, raf- og ljósleiðara auk vegslóða að staðnum. Fyrir liggur samþykki og samningur við landeiganda um verkefnið og afmörkun á 400 m2 lóðar utan um 3.7 m2 hús, auk vegslóða. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin bendir á að landeigandi skal stofna nýja lóð undir hús og möstur.

Boriði upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn bendir á að landeigandi skal stofna nýja lóð undir hús og möstur. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.



17.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Vísað frá 388. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og umsagnir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir. Fulltrúi VSÓ Ráðgjafar kynnti drög að viðbrögðum við framkomnum athugasemdum.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar með níu atkvæðum, að fela skipulagsfulltrúa að vinna viðbrögð við athugasemdum í samræmi við ábendingar og umræðu skipulags- og byggingarnefndar og senda til þeirra sem gert hafa athugasemdir.

18.Aðalgata 16B - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2009136Vakta málsnúmer

Vísað frá 388. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt.680169-5009, skráður eigandi að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að húsnæðinu Aðalgötu 16B, sem áður var minjasafn verði breytti í gistiaðstöðu. Þá felur breytingin í sér að lóð er stækkuð úr 1398,7 m2 í 1461,3 m2 og er byggingarreitur stækkaður bæði til norðurs og suðurs. Breytingartillagan er unnin af Verkís hf.
Tillagan er talin hafa jákvæð áhrif á nálæga starfsemi við Aðalgötu og Strandgötu. Þá er tillagan ekki talin hafa veruleg áhrif á nærliggjandi íbúðarhús við Freyjugötu. Húsið aðalgata 16B er skilgreint í greinargerð um „Verndarsvæði í byggð“ með lágt verndargildi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur tímabært að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki, enda er það víða ekki í samræmi við núverandi ástand.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með níu atkvæðum, sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.

19.Gilstún 1-3. Fyrirspurn um tegund húss á lóð

Málsnúmer 2010101Vakta málsnúmer

Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, leggur fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en telur nauðsynlegt að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið, og tekur undir með skipulags- og byggingarnefnd að nauðsynlegt sé að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ofangreint með níu atkvæðum.

20.Sæberg L146736 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2009105Vakta málsnúmer

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Hallgríms H. Gunnarssonar kt. 090947-3899, eiganda einbýlishússins Sæbergs á Hofsósi, umsókn um leyfi til að gera minni háttar breytingar á húsinu, auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 30. september til og með 14. október 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

21.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 26

Málsnúmer 2009018FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 25. september 2020 lögð fram til kynningar á 403.fundi sveitarstjórnar 21. október 2020.

22.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 13

Málsnúmer 2008021FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga frá 5. september 2020 lögð fram til kynningar á 403.fundi sveitarstjórnar 21. október 2020

23.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 14

Málsnúmer 2009020FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga frá 30. september 2020 lögð fram til kynningar á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020

24.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 15

Málsnúmer 2009021FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga frá 30. september 2020 lögð fram til kynningar á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020

25.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020

Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 25. ágúst 2020 lögð fram til kynningar á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020

26.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Fundargerðir 887. og 888. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. og 29. september 2020 lagðar fram til kynningar á 403. fundi sveitarstjórnar 21. október 2020.

Fundi slitið - kl. 16:53.