Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

425. fundur 25. maí 2022 kl. 09:00 - 10:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir 4. varam.
    Aðalmaður: Regína Valdimarsdóttir
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
    Aðalmaður: Bjarni Jónsson
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum mál nr 22030367 Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breyting 2022, ásamt eftirfarandi fundargerðum:
Skipulags- og byggingarnefndar frá 23. maí, veitunefndar frá 23. maí, umhverfis- og samgögnunefndar frá 24. maí og byggðarráðs frá 25. maí.

Jafnframt verða sérliðir mál nr 2010120 frá fundi skip- og bygg, mál nr. 2202057 frá fundi veitunefndar, og mál nr 2205231 og 2011092 frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar, nr. 1909244 og 2104258 frá fundum byggðarráðs, nr og 2203147 frá 302.fundi félags- og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 1014

Málsnúmer 2205005FVakta málsnúmer

Fundargerð 1014. fundar byggðarráðs frá 11. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram samkomulag við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1.434 mkr. Hlutur sveitarfélaganna nemur 40% og ríkisins 60%.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað:
    Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
    VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.

    Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað:
    Samningur þessi ber þess merki að þetta er síðasti fundur fyrir kosningar. Við höfum haft innan við sólahring til þess að lesa yfir innihald samningsins, en þegar um svo stórt og flókið mál er að ræða þá er eðlilegt að við gefum okkur þann tíma sem við teljum okkur þurfa. Við eigum að vanda okkur í okkar störfum, hvort sem það eru að koma kosningar eða ekki.

    Gísli Sigurðsson (D) og Stefán Vagn Stefánsson (B) leggja fram svohljóðandi bókun:
    Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.

    Tillaga Vg og óháðra um að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
    Byggðarráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar. Ólafur Bjarni Haraldsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Samkomulag um menningarhús í Skagafirði. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram bréf dagsett 11. apríl 2022 frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju varðandi bætta aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Safnaðarheimilinu. Óskað er eftir svörum fyrir 12. maí 2022 hvernig og hvenær sé að vænta lausnar á málinu.
    Byggðarráð óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd feli skipulagsfulltrúa að undirbúa deiliskipulagningu á reit sem afmarkast af Aðalgötu í austri, Hlíðarstíg í suðri, Skógargötu í vestri og Bjarkarstíg í norðri, að hafðri hliðsjón af samningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við einstaka lóðarhafa. Feli verkið m.a. í sér að yfirfarin verði lóðarmörk. Um reitinn gildir núna deiliskipulag sem samþykkt var af bæjarstjórn Sauðárkróks 30.09. 1986 og staðfest af félagsmálaráðherra 06.03. 1987. Reiturinn tilheyrir verndarsvæði í byggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram fundarboð ársfundar Stapa lífeyrissjóðs árið 2022, þann 1. júní n.k. í Menningarhúsinu Hofi.
    Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram bréf dagsett 2. maí 2022 frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þar sem sótt er um leyfi til að halda rallaksturskeppni í Skagafirði 22.-23. júlí 2022. Keppnin er þriðja keppnin í Íslandsmeistaramóti Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) og fer fram í samræmi við reglur AKÍS og reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir, með áorðnum breytingum.
    Ráðgert er að keppnin fari fram með hefðbundnu sniði og eknar verði sérleiðir um þá vegi sem verið hefur undanfarin ár. Þannig verði farnar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal, auk þess sem ekið verði um Nafir (innanbæjar á Sauðárkróki).
    Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2022 frá Hafsteini Loga Sigurðarsyni og Júlíu Ósk Gestsdóttur, íbúum í Kleifatúni 2, Sauðárkróki. Með tilvísun í fundarsamþykkt umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október 2021, óska bréfritarar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði þeirra við að reisa ákeyrsluvarnarvegg á mörkum lóðarinnar Kleifatún 2, við Túngötu.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. maí 2022 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. maí 2022.
    Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. mars 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarafélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 25. mars 2022 vegna innleiðingu barnaverndarlaga. Einnig lagt fram afrit af bréfi sambandsins til mennta- og barnamálaráðherra þann 25. febrúar 2022, vegna sama máls. Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1014 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 5. maí 2022 frá reikningsskila- og upplýsinganefnd innviðaráðuneytis. Árétta er að sveitarfélög skulu skila viðauka við fjárhagsáætlun áranna 2022-2025 þar sem búið er að taka inn í áætlunina byggðasamlög, sameignafélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, fyrir 1. júní 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1014. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 1015

Málsnúmer 2205011FVakta málsnúmer

Fundargerð 1015. fundar byggðarráðs frá 18. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð við Birkimel í Varmahlíð. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð vegna norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Tilefni viðaukans eru reglugerðarbreytingar sem kveða á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
    Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 10.654 þús.kr. til gjalda. Áhrif á efnahag nema 704,7 mkr. til hækkunar.
    Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram eftirfarandi bókun 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2022:
    "Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt."
    Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið Steintún 2 til sölu að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar á stofnun landspildunnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,S teintún 2 - sala lands
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2022 frá Ólöfu P. Úlfarsdóttur afkomanda Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík og sundkappa. Erindið varðar leyfisósk afkomenda Erlings Pálssonar um að fá að setja upp minningarskjöld um sundkappann í Drangey, en Erling var sá fyrsti á eftir Gretti "sterka" Ásmundarsyni að synda úr Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd. Í ár eru liðin 95 ár síðan Erlingur vann afrek sitt.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er heimild til að selja fasteignina Túngötu 10 á Hofsósi, F2143720. Lagt fram kauptilboð frá Ölmu Björk Ragnarsdóttur og Guðmundi Skúla Halldórssyni.
    Byggðarráð hafnar tilboðinu og samþykkir að gera bjóðanda gagntilboð. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. maí 2022 frá Þórhalli Erni Ragnarssyni þar sem hann lýsir áhuga á að bjóða í fasteign í eigu sveitarfélagsins við Austurgötu 9 eða 11 á Hofsósi.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en vill skoða stöðuna í samráði við félagsþjónustu sveitarfélagins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Sveitarfélagið auglýsti beitarland til leigu í landi Ártúna sunnan Hofsóss. Á dagskrá er að úthluta spildu austan Siglufjarðarvegar milli Deildardalsvegar og Grafarár, 13,3ha. Umsóknir bárust annars vegar frá Rúnari Þór Númasyni og hins vegar frá Rúnari Páli D. Hreinssyni.
    Byggðarráð samþykkir að fenginni umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að leigja landið Rúnari Páli D. Hreinssyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram annars vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-012615 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi-G Samkomusalir flokkur III, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Hins vegar umsagnarbeiðni úr máli 2022-015639 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 10. maí 2022, þar sem Miðtónn ehf., Grænumýri, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki II-E, svefnpokagisting tímabundið á vorin, í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lögð fram umsagnarbeiðni úr máli 2022-015574 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 9. maí 2022, þar sem Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, Glaumbæ III, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki II-C Minna gistiheimili, að Glaumbæ III, 561 Varmahlíð.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. maí 2022 frá mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga, varðandi stuðning ráðuneytisins við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1015 Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá Hjalta Pálssyni heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar segir m.a. "Nafnbótin heiðursborgari er nokkuð sem fáum hlýst og einungis þeim sem með framúrskarandi hætti hafa unnið samfélagi sínu. Ég fæddist og ólst upp í Skagafirði, hef bundist því héraði sterkum böndum og orðið svo lánsamur að fá þar vettvang fyrir lífsstarf mitt. Mér yljar í sinni að finna að það hefur verið metið og orðið samfélaginu til nytja, nú þegar í dag og um ókomna tíð." Bókun fundar Afgreiðsla 1015. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 1016

Málsnúmer 2205020FVakta málsnúmer

Fundargerð 1016. fundar byggðarráðs frá 25. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1016 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2022 frá matvælaráðuneytinu. Óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Fljótum í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins. Óskað er eftir að umsögn verði skilað eigi síðar en 1. júní 2022.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1016. fundar byggðarráðs staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1016 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 17. maí 2022, úr máli 2022-016726. Óskað er umsagnar um umsókn Hjaltadals ferðaþjónustu ehf, um leyfi til reksturs; Gististaðir í Flokki II-B, Stærra gistiheimili í eftirfarandi fasteignum: Nátthagi 21, Hólum í Hjaltadal; F229-4448, F229-4449, F229-4451, F229-4452, F229-4454, F229-4456. Nátthagi 19, F229-4438.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1016. fundar byggðarráðs staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1016 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 1016. fundar byggðarráðs staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1016 Lögð fram eftirfarandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
    "Mál áður á dagskrá 296. fundar nefndarinnar, en tekið fyrir aftur vegna launahækkana sem tóku gildi þann 1. apríl s.l. Grunnlaun þann 1. apríl 2022 pr. klukkustund er 2.450 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
    10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
    9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
    8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
    7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
    Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
    Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1016. fundar byggðarráðs staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1016 Lögð fram svohljóðandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
    "Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samþykkt samhljóða.

4.Félags- og tómstundanefnd - 302

Málsnúmer 2205012FVakta málsnúmer

Fundargerð 321. fundar félags- og tómstundanefndar frá 18. april 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lögð fram tilboð frá tveimur aðilum í hjólabrettaaðstöðu á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði í suðausturhorni skólalóðar Árskóla. Ofan á verð búnaðarins bætast fjármunir vegna jarðvegsvinnu. Félags- og tómstundanefnd telur að pallarnir frá Jóhanni Helga séu álitlegri og henti betur. Málinu vísað til Veitu- og framkvæmdasviðs til frekari útfærslu í samráði við notendur. Ekki var gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár en nefndin leggur áherslu á að fjármunir vegna þessa verði settir á áætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Mál áður á dagskrá 296. fundar nefndarinnar, en tekið fyrir aftur vegna launahækkana sem tóku gildi þann 1. apríl s.l. Grunnlaun þann 1. apríl 2022 pr. klukkustund er 2.450 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
    10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
    9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
    8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
    7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
    Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
    Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagður fram samningur sveitarfélagsins við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningurinn hefur verið samþykktur í byggðarráði og sveitarstjórn. Skv. ákvæðum samningsins skal jafnframt taka samninginn fyrir í félags- og tómstundanefnd. Nefndin ítrekar að gott hefði verið að fá samninginn til umfjöllunar áður en skrifað var undir, þar sem nefndarmenn hafa spurningar og athugasemdir við samninginn. Nefndarmenn áskilja sér rétt til frekari umræðu og athugasemda um samninginn á vettvangi sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Samstarfssamningur við Flugu hf.Samþykkt samhljóða.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls með ósk um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu vegna uppskeruhátíðar deildarinnar sem haldin verður n.k. föstudagskvöld. Jafnframt óskar deildin eftir gjaldfrjálsum afnotum af húsinu vegna bingós sem deildin hyggst halda þann 17. júní. Félags- og tómstundanefnd óskar Körfuknattleiksdeild Tindastóls til hamingju með góðan árangur og samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lögð fram til kynningar hvatning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022 með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Ráðuneytið hyggst veita fjármunum til sveitarfélaga vegna þessa sem sótt hefur verið um af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis með upplýsingum um breytingar á ýmsum lögum í kjölfar setningar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Breytingarnar miða allar að því að styrkja grunn þjónustunnar, skýra verkefni og skyldur stofnana og sundurgreina ábyrgð annrs vegar og eftirlit hins vegar. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram til kynningar erindisbréf um Teymi barna. Teymi barna er samstarfsvettvangur Fjölskyldusviðs sveitarfélagsins og Heilsugæslu HSN um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Erindisbréfið miðar að því að skýra betur hverjir sitja í Teyminu sem og hlutverk þeirra. Með erindisbréfinu fylgir samþykkarblað til undirritunar af hálfu foreldra/forráðamanna barna þegar mál koma til umfjöllunar í Teyminu. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarvaktinni með ábendingum um ýmsa þætti sem stuðlað geta að minna brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Með erindinu fylgir skýrsla sem ber heitið ,,Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" sem unnin var í umboði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram erindi f.h. Félags Foreldrajafnréttis þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins. Félags- og tómstundanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 127,96 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem fjallað er um breytingar á barnaverndarlögum. Breytingarnar fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á vettvangi sveitarfélaganna. Gildistaka þessara breytinga er 1. október 2022 og ljóst að mikið starf er framundan af hálfu sveitarfélaganna að skilgreina stjórnsýslu og umdæmi slíkra ráða. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 Lagt fram til kynningar minnisblað um yfirfærslu verkefna frá Akrahreppi vegna sameiningar sveitarfélaganna, en formleg sameining tekur gildi þann 29. júní n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 302 tvö mál tekin fyrir, Öðru synjað en hitt samþykkt. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 179

Málsnúmer 2205010FVakta málsnúmer

Fundargerð 179. fundar fræðslunefndar frá 19. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 179 Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Tröllaborgar um að lengja opnunartíma skólans á Hofsósi til klukkan 16:00 á föstudögum í stað 15:00 eins og verið hefur. Samþykki foreldraráðs liggur fyrir. Fræðslunefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda rúmast þessi lenging opnunartíma innan fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 179 Minnisblað um þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki lagt fyrir. Málinu vísað til umfjöllunar í nefndinni frá byggðarráði. Fræðslunefnd óskar eftir að ný nefnd, sem tekur við í júní, fjalli einnig um málið. Jafnframt telur nefndin skynsamlegt að stofnaður verði sérstakur starfshópur, líkt og gert var í tengslum við starfsumhverfi leikskóla, sem fjallar um málið m.t.t. framtíðaruppbygginu. Starfshópurinn verði skipaður starfsmönnum leikskóla undir forystu fræðslustjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • 5.3 2203121 Lestrarstefna
    Fræðslunefnd - 179 Á fundi sínum þann 22.03. s.l. óskaði fræðslunefnd eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing lestrarstefnu Skagafjarðar hefur gengið og undið fram. Ákveðið var að efna til könnunar meðal starfsmanna þeirra skólastiga sem stefnan nær til. Niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir og fylgja í minnsblaði. Almennt telja starfsmenn að vel eða frekar vel hafi gengið að framfylgja lestrarstefnu í þeirra skólum. Þá má einnig geta þess að í innra mati grunnskólanna eru þættir lestrarstefnunnar reglulega metnir og jafnframt hafa spurningar um lestur komið fram í Skólapúlsi sem er árlegur spurningagrunnur á landsvísu. Þá má geta þess að í árlegri skimun grunnskólanna sem allir starfsmenn svara er jafnframt spurt um framgang lesturs. Fræðslunefnd hvetur til enn frekari umræðu um mikilvægi lesturs innan skólanna, meðal foreldra og hjá þeim aðilum í samfélaginu sem hafa tök á að efla lestur. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 179 Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla, kom á fundinn og kynnti niðurstöður matsskýrslu Menntamálastofnunar á stöðu skólans með tilliti til styrkleika og tækifæra til umbóta í fjölþættum starfsskyldum skólans. Í stuttu máli koma allir matsþættir afar vel út. Niðurstöður matsins hafa verið rýndar í skólanum og fyrir liggur umbótaáætlun um þá þætti sem betur mega fara. Fræðslunefnd fagnar þessari úttekt og óskar Árskóla, stjórnendum og starfsmönnum, til hamingju með niðurstöðuna. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • 5.6 2205087 Kennslukvóti 2022
    Fræðslunefnd - 179 Tillaga að kennslukvóta grunnskólanna fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram. Afar litlar breytingar eru gerðar á milli ára en bent er á að enn ríkir örlítil óvissa með skipan nemenda í deildir við Grunnskólanum austan Vatna og kann kennslukvótinn að breytast örlítið við upphaf skólaárs. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 179 Skóladagatöl grunnskólanna lögð fram. Þau hafa verið yfirfarin af skólaráðum skólanna sem og fræðslustjóra sem kynnti dagatölin. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin eins og þau eru lögð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 179 Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarvaktinni með ábendingum um ýmsa þætti sem stuðlað geta að minna brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Með erindinu fylgir skýrsla sem ber heitið ,,Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" sem unnin var í umboði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis. Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 179 Eitt mál tekið fyrir. Samþykkt Bókun fundar Afgreiðsla 179. fundar fræðslunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 433

Málsnúmer 2205007FVakta málsnúmer

Fundargerð 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Málið áður á dagskrá á 413. og 431. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Þar m.a. bókað : “Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök sem áttu sér stað við fyrri úthlutun lóðarinnar við Kleifatún 9-11 og samþykkir að hluteigandi fái úthlutað þess í stað parhúsalóð við Nestún samkvæmt framlögðu minnisblaði. Dregið verður um úthlutun þeirrar lóðar í vitna viðurvist."
    Skúli Hermann Bragason mætti á fundinn og dróg um eina af parhúsalóðum í Nestúni. Útdráttur fór fram í samræmi við framangreinda bókun. Upp kom lóð nr. 20 í Nestúni, skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Skúla Hermanni Bragasyni fyrir hönd SB byggir ehf. lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir 5 parhúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að auglýsa 4 lóðir lausar (16, 18, 22 og 24) til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum.
    Nefndin samþykkir að auglýsa þær lóðir sem verða aðgengilegar í fyrsta áfanga gatnagerðar við Birkimel, þrjár einbýlishúslóðir (25, 27 og 32), þrjár parhúsalóðir (13-15, 17-19 og 21-23) og eina raðhúsalóð (34-40) lausar til umsóknar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Dalvíkurbyggð óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Hauganes í Dalvíkurbyggð.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagðar breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Umsagnarbeiðni - Tillaga að deiliskipulagi og aðalskipulagi Hauganes í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Leik- og grunnskólasvæðið á Hofsósi og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu ásamt punktum skipulagsfulltrúa frá samráðsfundi sem haldinn var með fulltrúum sóknarnefndar Hofsóskirkju og sóknarpresti.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (146062) og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðigrund, Smáragrund og hluta Grundarstígs á Sauðárkróki unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 5,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að vestan, að Öldustíg að norðan, Smáragrund að austan og Hegrabraut að sunnan. Á skipulagssvæðinu er íbúðarbyggð sem samanstendur af íbúðarblokkum og einbýlishúsum auk leikskóla við Víðigrund, félagsheimilis auk verslunar við Smáragrund. Svæðið byggðist upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar, elstu húsin reist undir lok 6. áratugar en það yngsta leikskólinn, var byggt árið 1995. Helstu framkvæmdir síðustu ára hafa verið viðbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á stöku húsum.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Víðigrund. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag við Sauðárkrókskirkjugarð unnin af Teiknistofu Norðurlands.
    Skipulagssvæðið er á Nöfum á lóð Sauðárkirkjugarðs og er 4,7 hektarar að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag kirkjugarðsins fyrir framtíðaruppbyggingu. Fyrirséð er að núverandi grafarsvæði verði uppurin á næstu árum og því er mikilvægt að setja fram framtíðarfyrirkomulag fyrir kirkjugarðinn. Gert er ráð fyrir nýju aðstöðuhúsi ásamt tilheyrandi aðkomu og bílastæðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
    Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 3,6 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Lúðvík Rudolf Kemp eigandi fasteignar á Skagfirðingabraut 8 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina númer 8 við Skagfirðingabraut. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við lóðarhafa á grundvelli gagna og fundarsamþykktar Umhverfis- og tækninefndar frá 20. júní 2001. Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Eggert Þór Birgisson og Þóranna Másdóttir fyrir hönd F-Borgar ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fellsborg í Hegranesi landeignarnúmer L231851, óska eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni, númer S-101, verknúmer 3086 og dagsettur 14.03.2022.

    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sækja um lóðina Faxatorg 4 til þess að byggja 2. hæða atvinnuhúsnæði í heildina 643 m² á 1072 m² byggingarlóð.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjendur geri frekari grein fyrir ætlaðri starfsemi og byggingaráformum.
    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Magnús Tómas Gíslason og Margrét Berglind Einarsdóttir þinglýstir eigendur einbýlishússins að Kárastíg 16 á Hofsósi, landeignanúmer L146640, óska eftir að fá að stækka byggingareit sem áður var samþykktur 28.07.2021.
    Fyrirhuguð stækkun á bílskúr er um 12 m² til suðurs, heildarstærð viðbyggingar verður þá 81,31 m².
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi gerir nánari grein fyrir framkvæmdum. Meðfylgjandi er undirritað samþykki þinglýsts eiganda að húsi við Kárastíg 14.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 433 Friðrik Rúnar Friðriksson f.h. Árhvamms ehf. þinglýsts eiganda landeignarinnar Lambeyri ehf., landnúmer 196141, óskar eftir heimild til að stofna 2.475 m² byggingarreit á landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 720468 útg. 16.12.2021. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði. Fjöldi mannvirkja innan byggingarreits verði að hámarki tvö og hámarksbyggingarmagn verður 450 m² og hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits því 0,18.

    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 434

Málsnúmer 2205018FVakta málsnúmer

Fundargerð 434. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 18.maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 434 Framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Skólamannvirkin í Varmahlíð.
    Svæðið afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af afþreyingar- og ferðamannasvæði auk skógræktar og til norðurs af íbúðarhúsalóðinni Norðurbrún 1.
    Markmiðið með deiliskipulaginu er að styrkja svæðið í heild, samrýma og stýra framtíðaruppbyggingu og festa stefnu varðandi landnýtingu í sessi.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 434 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
    Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 434 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 434 Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa, varðandi umsókn Sigurgísla E. Kolbeinssonar þar sem hann sækir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um heimild til að koma fyrir gámaeiningum við suðausturhornið á núverandi anddyri sem er á suðurhlið Aðalgötu 16b á Sauðárkróki.
    Um er að ræða fjóra gáma sem eru samsettir og er opið á milli eininga, ætlaðir fyrir eldunaraðstöðu og matsal.
    Um er að ræða tímabunda lausn til eins árs á meðan verið er að skoða og hanna varanlega lausn á eldunaraðstöðu fyrir Aðalgötu 16b.
    Sjá meðfylgjandi afstöðumynd unnin er af Verkís gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið stöðuleyfi en leggur áherslu á að um tímabundna lausn verði að ræða.

    Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 434 Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sækja um lóðina Faxatorg 4 til þess að byggja 2. hæða atvinnuhúsnæði í heildina 643 m² á 1072 m² byggingarlóð.
    Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að markmiðum aðalskipulagsins fyrir svæðið sem um ræðir og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur um hentugri staðstaðsetningu fyrir fyrirhugaða starfsemi.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 434. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 435

Málsnúmer 2205019FVakta málsnúmer

Fundargerð 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 23. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir umsækjendur um lóðina Faxatorg 4 koma á fund nefndarinnar til að gera frekari grein fyrir umsókn sinni.
    Skipulagsfulltrúa falið að ræða áfram við umsækjendur um hentugri staðstaðsetningu fyrir fyrirhugaða starfsemi.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með átta atkvæðum.Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi og óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulagi.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Jón Sigmundsson og Sjöfn Guðmundsdóttir sækja um framkvæmdaleyfi til að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá borholum í Reykjarhóli á Bökkum, Fljótum. Fyrirhuguð lögn liggur innan Reykjarhóls L146875, að gistiheimili og íbúðarhúsi.
    Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur.
    Meðfylgjandi er uppdráttur gerður í maí 2022 á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni og gerir hann grein umbeðinni framkvæmd.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Málefni: Hofsós 218098 - Þjónustuhús á tjaldsvæði - Umsagnarbeiðni.

    Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Steini Leó Sveinssyni sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umsókn um leyfi til að flytja til núverandi þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Hofsósi.

    Í meðfylgjandi umsókn er gert grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu.
    Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 leitar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr framangreindra.

    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en fer fram á að unnið verði lóðarblað fyrir tjaldsvæðið í samræmi við gildandi aðalskipulag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 435 Athugasemdir frá landeigendum vegna Blöndulínu 3, sendar í maí 2022 til Skipulagsstofnunar sem Sveitarfélagið Skagafjörður fékk afrit af, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 435. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 191

Málsnúmer 2204026FVakta málsnúmer

Fundargerð 191. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 5. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 191 Umhverfisdagurinn hefur verið haldinn árlega í rúma þrjá áratugi. Ákveðið var að umhverfisdagurinn verði laugardaginn 21. maí næstkomandi. Í ár vill nefndin leggja áherslu á að fólk líti í kringum sig og njóti nærumhverfis, náttúrunnar og þess sem náttúran hefur uppá að bjóða.
    Nefndin vill benda Skagfirðingum á að tilvalið er að nota daginn til útivistar, hefja daginn til dæmis á að fara í gönguferðir um einhvern skóga héraðsins svo sem í Varmahlíð, við Silfrastaði, að Hólum, rölta um Litla Skóg, skoða stuðlabergsfjöruna við Hofsós, eða eitthvað allt annað sem fólki langar að skoða.
    Í gróðurstöð sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem skreyta samfélagið okkar Skagfirðinga á sumrin. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri kynnti starfsemi gróðurstöðvarinnar og verður opið hús í gróðurstöðinni frá klukkan 9 - 12 á umhverfisdaginn.
    Í dag komu í heimsókn á fundinn forsvarsmenn þriggja fyrirtækja úr Lýtingsstaðahreppi sem nýta auðlindir náttúrunnar til að framleiða grænmeti og blóm í gróðurhúsum og matjurtir í görðum.
    Frá gróðustöðinni að Laugarmýri kom Dagný Stefánsdóttir og kynnti starfsemi garðyrkjustöðvarinnar en þar fer fram fjölbreytt framleiðsla. Meðal afurða má nefna sumarblóm, forræktað grænmeti, tómata, gúrkur, jarðarber, blómber, plómur, grænkál, tré og runna, salat og kryddjurtir. Opið hús verður hjá Dagnýju frá klukkan 13 - 18 á umhverfisdaginn.
    Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kynnti starfsemi gróðurstöðvarinnar að Breiðargerði en þar eru framleiddar matjurtir á lífrænan hátt og eru helstu framleiðsluvörur allskonar kál, gulrætur, rófur og hverlags útigrænmeti. Allur afskurður er nýttur í ræktun eða til moltugerðar.
    María Ingiríður Reykdal kynnti starfsemi að gróðurstöðvarinnar að Starrastöðum en þar eru framleiddar rósir af ýmsum gerðum. María hefur verið að gera tilraunir með allskonar framleiðslu í tengslum við rósaræktunina svo sem að bragðbæta Vodka og búa til krydd og rósasnakk. María segir að rósir séu vel ætar en það þarf að talsvert að vinna með vöruna til að hún sé girnileg. María verður með opið hús í gróðurstöðinni að Starrastöðum frá klukkan 13 - 18 á umhverfisdaginn.

    Dagskrá Umhverfisdagsins verður auglýst frekar á miðlum Sveitarfélagsins.

    Umhverfis og samgöngunefnd þakkar þeim Dagnýju, Elínborgu, Maríu og Helgu fyrir kynningu á starfseminni. Ljóst er að ýmislegt er hægt að gera hérna í héraðinu. Látum vinnu þeirra verða okkur efni til hvatningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 191 Fyrir liggja drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Í umhverfisstefnunnni er fjallað um loftslagsmál þar sem sett er fram lofslagsstefna. Einnig er sett fram stefna um vernd náttúru og náttúruminja. Framundan er mikil vinna við að uppfylla markmið stefnunnar og er gert ráð fyrir að nokkur ár taki að klára þá vinnu.

    Nefndin fagnar því að sveitarfélagið Skagafjörður hefur mótað sér umhverfisstefnu sem inniheldur lögbundna loftlagsstefnu. Nefndin samþykkir umhverfisstefnuna og vísar til sveitastjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2040. Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 191 Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Í því samhengi biður Matvælastofnun um að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
    Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 191 Tillaga er borin fram um að sveitarfélagið fjárfesti í búnaði til að búa til spor fyrir gönguskíðabrautir. Búnaðinn er hægt að festa á snjósleða eða smátraktora og markar hann spor þegar ekið er. Með þessum hætti nýtum við stíga og útivistarvæði betur að vetrarlagi og færir gönguskíða útivistina í nærumhverfi fólks og eflir almenna hreyfingu sem er í anda heilsueflandi samfélags.

    Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga frá innkaupum fyrir veturinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 192

Málsnúmer 2205021FVakta málsnúmer

Fundargerð 192. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Þjónustusvið sveitarfélagsins hefur gert tillögu að frekari merkingum á gangbrautum við umferðarþungar götur á Sauðárkróki. Tillagan gengur út á að merkja upp og lýsa allt að 20 þveranir sem ekki hafa verið merktar hingað til.

    Ljóst er að verkefnið er kostnaðarsamt og rúmast ekki innan fjárhagsramma þessa árs. Haldið verður áfram að vinna að verkinu eins og hægt er á þessu ári og áframhaldinu verður forgangsraðað með öryggi gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Tryggja þarf verkefninu fjármögnun á næstu árum.

    Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum llið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Nokkrar fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir í Skagafirði hafa verið dregnar saman í eitt verkefni. Tillaga framkvæmdasviðs er að eftirfarandi malbiksverk verði boðin út í einu lagi. Nestún 1 undirbúningur og malbikun, Borgarteigur undirbúniningur og malbikun, Hofsós við leikskóla undibúningur og malbikun, plan við sundlaugina í Hofsósi undirbúningur og malbikun. Verkið verður boðið út í lokuðu útboði.

    Nefndin samþykkir tillögu framkvæmdasviðs og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.

    Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum llið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skagafjörður - malbikun 2022, útboð og útboðslýsing. Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Skipulagsstofnun hefur samþykkt deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki en formleg útgáfa skipulagsins er ekki lokið.

    Umhverfis og samgöngunefnd fagnar því að þetta ferli sé á lokametrunum og að hægt verði að hefja framkvæmdir á mjög aðkallandi verkefnum á hafnarsvæðinu eins og uppbyggingu við smábátabryggju og við gatnagerð á Hesteyri og Vatneyri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Vinna við gerð útivistarskýlis í Litla Skógi, (Sauðárgili) er hafin. Gert er ráð fyrir að útivistarskýlið og svið verði reist á árinu en frekari framkvæmdir bíði seinni tíma.

    Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að verkið sé hafið og leggur áherslu á að mikilvægt sé að tryggja verkefninu fjármuni til áframhaldandi uppbyggingar í Sauðárgili.
    Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin. Ákveðið er að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.

    Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verður fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fram setta tillögu og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla. Samþykkt samhljóða.
  • 10.6 2205024 Umhverfisdagar 2022
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 192 Í þessum mánuði hafa verið haldnir 2 umhverfisdagar í Skagafirði, umhverfisdagur FISK Seafood sem haldinn var 7. maí síðastliðin og umhverfisdagur Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. maí. Mikil og góð þátttaka var báða dagana og vill Umhverfis- og samgöngunefnd þakka öllum þeim sem tóku virkan þátt í dögunum með sínu framlagi kærlega fyrir þátttökuna. FISK Seafood er þakkað sérstaklega fyrir ómetanlegt framtak í umhverfismálum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2022 með níu atkvæðum.

11.Veitunefnd - 86

Málsnúmer 2203028FVakta málsnúmer

Fundargerð 86. fundar veitunefndar frá 23. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 86 Tilboð í lagnaefni vegna fyrirhugaðrar stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli voru opnuð 12. apríl síðastliðinn. 2 tilboð bárust í verkið frá fyrirtækjunum SET ehf og Ísrör ehf. Ísrör hefur óskað eftir að falla frá tilboði sínu en villur komu fram í þeirra tilboði.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir tilboðsgögn og greindi frá viðræðum við SET og Ísrör. Samþykkt er að leysa Ísrör undan ábyrgð á innsendu tilboði þeirra. Samþykkt er að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið SET um innkaup á lagnaefni. Málinu vísað áfram til samþykktar sveitastjórnar.

    Rætt var um frekari innkaup á lagnaefni en ljóst er að verð á stáli og hrávöru fer mjög hækkandi. Sviðsstjóra falið að vinna að útboði vegna innkaupa á efni fyrir seinni hluta framkvæmdarinnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, hönnun og útboð 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Veitunefnd - 86 Ný borholudæla í holu SK-28 er væntanleg til landsins í lok maímánaðar. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að dælan verði sett niður og tengd í júní. Vonir eru bundnar við að þessi aðgerð muni styrkja afhendingagöryggi á heitu vatni frá veitunni í Hrolleifsdal verulega.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sögðu frá verkefninu. Keypt var dæla frá Shclumberger í Skotlandi og er þetta fyrsta djúpdælan sem sett er í borholu í Skagafirði. Ef vel tekst til sjá Skagafjarðarveitur mikil tækifæri í því að samskonar aðgerð verði beitt við fleiri holur sem þegar hafa verið boraðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar veitunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí2022 níu atkvæðum.

12.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2205012Vakta málsnúmer

Vísað frá 1015. fundi byggðarráðs frá 18. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Tilefni viðaukans eru reglugerðarbreytingar sem kveða á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 10.654 þús.kr. til gjalda. Áhrif á efnahag nema 704,7 mkr. til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

13.Steintún 2 - sala lands

Málsnúmer 2205135Vakta málsnúmer

Visað frá 1015. fundi byggðarráðs frá 18. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lögð fram eftirfarandi bókun 433. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2022:
"Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt."

Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið Steintún 2 til sölu að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar á stofnun landspildunnar.

Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

14.Umsagnarbeiðni - Tillaga að deiliskipulagi og aðalskipulagi Hauganes í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2205074Vakta málsnúmer

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Dalvíkurbyggð óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Hauganes í Dalvíkurbyggð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagðar breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar."

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

15.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk

Málsnúmer 2110124Vakta málsnúmer

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Leik- og grunnskólasvæðið á Hofsósi og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að senda tillöguna til Skipulagstofununar til yfirferðar og samþykktar

16.Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting.

Málsnúmer 2202066Vakta málsnúmer

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (146062) og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Tillaga að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (1406062) borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar/ samþykktar.

17.Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Víðigrund

Málsnúmer 2203235Vakta málsnúmer

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðigrund, Smáragrund og hluta Grundarstígs á Sauðárkróki unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 5,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að vestan, að Öldustíg að norðan, Smáragrund að austan og Hegrabraut að sunnan. Á skipulagssvæðinu er íbúðarbyggð sem samanstendur af íbúðarblokkum og einbýlishúsum auk leikskóla við Víðigrund, félagsheimilis auk verslunar við Smáragrund. Svæðið byggðist upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar, elstu húsin reist undir lok 6. áratugar en það yngsta leikskólinn, var byggt árið 1995. Helstu framkvæmdir síðustu ára hafa verið viðbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á stöku húsum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna, með 9 atkvæðum og samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

18.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag við Sauðárkrókskirkjugarð unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er á Nöfum á lóð Sauðárkirkjugarðs og er 4,7 hektarar að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag kirkjugarðsins fyrir framtíðaruppbyggingu. Fyrirséð er að núverandi grafarsvæði verði uppurin á næstu árum og því er mikilvægt að setja fram framtíðarfyrirkomulag fyrir kirkjugarðinn. Gert er ráð fyrir nýju aðstöðuhúsi ásamt tilheyrandi aðkomu og bílastæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna, með 9 atkvæðum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

19.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Visað frá 434. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 18. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna með 9 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

20.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Visað frá 434. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 18. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fyrir frístundabyggð vestan Varmahlíðar unnin af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða svæði í landi Reykjarhóls, sem skráð er sem Reykjarhóll land L193616 í Landsskrá Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að skipulagssvæðið verði um 20 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhólsvegar með aðkomu frá þjóðvegi nr. 1 um Birkimel en áætlað er að nýr vegur tengist þjóðvegi ofan byggðar sem verður þá helsta aðkomuleið að svæðinu. Nú þegar eru frístundalóðir austan Reykjarhólsvegar. Skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna með 9 atkvæðum. Sveitarstjórn samþykki jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

21.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

Vísað frá 435. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Í kjölfar umsagnar Skipulagsstofnunar voru gerðar breytingar á uppdrætti og greinargerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis hestamanna við Flæðagerði. Deiliskipulaginu áfangaskipt til samræmis við núgildandi aðalskipulag.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagaðar breytingar og leggur til við sveitartjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og senda hana Skipulagsstofnun til umsagnar.

Framlagðar breytingar á deiliskipulagstillögunni bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum og að senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar.

22.Skagafjörður - malbikun 2022, útboð og útboðslýsing

Málsnúmer 2205231Vakta málsnúmer

Vísað frá 192. fudi umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Nokkrar fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir í Skagafirði hafa verið dregnar saman í eitt verkefni. Tillaga framkvæmdasviðs er að eftirfarandi malbiksverk verði boðin út í einu lagi. Helstu verkefnin eru: Nestún 1 undirbúningur og malbikun, Borgarteigur undirbúniningur og malbikun, Hofsós við leikskóla undibúningur og malbikun, plan við sundlaugina í Hofsósi undirbúningur og malbikun. Verkið verður boðið út í lokuðu útboði.
Nefndin samþykkir tillögu framkvæmdasviðs og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.
Ingvar Gýgjar Sigurðsson verkefnastjóri þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

23.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla

Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer

Vísað frá 192. fudi umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin. Ákveðið er að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.
Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verður fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fram setta tillögu og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

24.Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2040

Málsnúmer 1906041Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Í umhverfisstefnunnni er fjallað um loftslagsmál þar sem sett er fram lofslagsstefna. Einnig er sett fram stefna um vernd náttúru og náttúruminja. Framundan er mikil vinna við að uppfylla markmið stefnunnar og er gert ráð fyrir að nokkur ár taki að klára þá vinnu.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur mótað sér umhverfisstefnu sem inniheldur lögbundna loftlagsstefnu. Nefndin samþykkir umhverfisstefnuna og vísar til sveitastjórnar.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

25.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, hönnun og útboð 2022

Málsnúmer 2202057Vakta málsnúmer

Visað frá 86 .fundi veitunefndar frá 23. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjónar þannig bókað:

Tilboð í lagnaefni vegna fyrirhugaðrar stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli voru opnuð 12. apríl síðastliðinn. 2 tilboð bárust í verkið frá fyrirtækjunum SET ehf og Ísrör ehf. Ísrör hefur óskað eftir að falla frá tilboði sínu en villur komu fram í þeirra tilboði.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir tilboðsgögn og greindi frá viðræðum við SET og Ísrör. Samþykkt er að leysa Ísrör undan ábyrgð á innsendu tilboði þeirra. Samþykkt er að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið SET um innkaup á lagnaefni. Málinu vísað áfram til samþykktar sveitastjórnar.
Rætt var um frekari innkaup á lagnaefni en ljóst er að verð á stáli og hrávöru fer mjög hækkandi. Sviðsstjóra falið að vinna að útboði vegna innkaupa á efni fyrir seinni hluta framkvæmdarinnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

26.Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022

Málsnúmer 2203067Vakta málsnúmer

Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breyting 2022.
Samþykkt og vísað frá 1012. fundi byggðarráðs frá 27. apríl sl. til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt á 424. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí og vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

27.Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2104258Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
"Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

28.Samkomulag um menningarhús í Skagafirði

Málsnúmer 1909244Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði sem felst í endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1.434 mkr. Hlutur sveitarfélaganna nemur 40% og ríkisins 60%.

Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) ítekar bókun sína frá fundi byggðarráðs.
Að reisa menningarhús er kostnaðarsöm framkvæmd fyrir sveitarfélagið þrátt fyrir aðkomu ríkisins. Það er stefna VG og Óháðra að við stærri framkvæmdir eins og byggingu menningarhúss sé leitað eftir vilja íbúanna, bæði hvað varðar notkunargildi og staðsetningu. Talsvert er liðið bæði frá þarfagreiningu og ákvörðun staðsetningar menningarhússins og því full ástæða til að endurskoðunar á hvoru tveggja svo húsið þjóni sem bestum tilgangi fyrir sem flesta.
VG og óháð leggja því til að staðsetning og notkun á væntanlegu menningarhúsi verði lögð fram til íbúakosninga og íbúar fái þannig hlutdeild í ákvarðanatökunni.
Bókun meirihluta, framsóknar og sjálfstæðisflokks:
Meirihluti byggðarráðs fagnar þeim áfanga að nú sé búið að samþykkja samning um menningarhús á Sauðárkróki. Umræddur samningur er búinn að vera lengi í burðarliðnum, drög að samningnum hafa legið fyrir frá því 2019 og hefði átt að vera tilbúinn fyrir löngu síðan. Þarfagreiningu er lokið og staðsetning við Safnahúsið á Sauðárkróki liggur fyrir samkvæmt samningnum. Þar tengjum við saman núverandi starfsemi safnahúss og nýs menningarhúss. Menningarhús á Sauðárkróki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir menningu í Skagafirði sem og að þar er komin varanleg lausn á varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga. Nú er biðin á enda eftir menningarhúsi á Sauðárkróki og hægt að fara að hefjast handa en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025. Meirihluti byggðarráðs óskar íbúum Skagafjarðar til hamingju með áfangann.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson með leyfi annars varaforseta.
Samningurinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með fimm atkvæðum.

Álfhildur Leifsdóttir, og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, Jóhanna Ey Harðardóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson fulltrúar Byggðarlista, óskar bókað að þau sitji hjá.

29.Samstarfssamningur við Flugu hf.

Málsnúmer 2203147Vakta málsnúmer

Visað frá 302. fundi félags- og tómstundanefnar frá 18.maí til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað.
Lagður fram samningur sveitarfélagsins við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningurinn hefur verið samþykktur í byggðarráði og sveitarstjórn. Skv. ákvæðum samningsins skal jafnframt taka samninginn fyrir í félags- og tómstundanefnd.
Nefndin ítrekar að gott hefði verið að fá samninginn til umfjöllunar áður en skrifað var undir, þar sem nefndarmenn hafa spurningar og athugasemdir við samninginn. Nefndarmenn áskilja sér rétt til frekari umræðu og athugasemda um samninginn á vettvangi sveitarstjórnar.

Guðný Axelsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
Þetta er síðasti fundur þessarar sveitarstjórnar og tók forseti til máls og þakkaði fulltrúum og samstarfsfólki samstarfið á liðnum árum.

Fundi slitið - kl. 10:45.