Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

90. fundur 07. nóvember 2013 kl. 16:00 - 17:17 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat 1., 2. og 3. lið fundar.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat 4. lið fundar.

1.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 1309198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skjal frá Fiskistofu þar sem tilgreint er hlutdeild Skagafjarðarhafna vegna innheimtu sérstaks gjalds af strandveiðibátum.

2.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014

Málsnúmer 1311014Vakta málsnúmer

Drög að hækkun gjaldskrár Skagafjarðarhafna fyrir árið 2014 lögð fram til umræðu.
Drög að gjaldskrárhækkuninni samþykkt og vísað til Byggðaráðs til afgreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1311028Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Skagafjarðar kynnt og samþykkt. Vísað til Byggðaráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 1311029Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Garðyrkjudeildar kynnt og samþykkt. Vísað til Byggðaráðs.

5.Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands - til umsagnar

Málsnúmer 1303048Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands og kynnti stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:17.