Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

98. fundur 19. desember 2019 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skólagata (146652) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1910122Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja leikskóladeild við núverandi skólahúsnæði grunnskólans að Skólagötu (146652) á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Úti Inni Arkitektum af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt kt. 021256-7579. Uppdrættir eru í verki HOFS-1604, númer A100 og A101, dagsettir 19. desember 2019. Byggingaráform samþykkt.

2.Borgarteigur 10B - Umsókn um byggingarleyfi. Spennahús

Málsnúmer 1811099Vakta málsnúmer

Helgi Hafliðason arkitekt kt. 020341-2979 sækir, f.h. Rarik ohf. kt. 520569-2669 um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum á aðveitustöð, spenna- og rofahúsi, á lóðinni Borgarteigur 10B á Sauðárkróki. Breytingarnar varðar hækkun á spennarými og hurðir á vesturhlið hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Helga Hafliðasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 18012 númer 0.01-0.03, dagsettir 5. desember 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi.

Málsnúmer 1912142Vakta málsnúmer

Atli Már Óskarsson kt. 020755-2889, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Hörður Knútsson kt. 141273-4189, f.h. K-Taks ehf. sækja um byggingar- og stöðuleyfi fyrir frístundahúsi sem byggt verður fyrir K-tak ehf. á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 718903 númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 15. ágúst 2019. Einnig meðfylgjandi burðarvirkis- og lagnauppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af sama aðila. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Hólavegur 16 - Umsókn um fjölgun séreigna.

Málsnúmer 1911179Vakta málsnúmer

Eyþór Fannar Sveinsson kt. 231087-2579 og Sveinn Árnason kt. 230359-7929, sækja fyrir hönd Stóreigna ehf. kt. 640118-0670, um leyfi til að skipta íbúðum á efri hæð Hólavegs 16, fasteignanúmer F2131769, í tvær séreignir. Framlagðir aðaluppdrættir voru til umfjöllunar á 70. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 8. júní 2018, varðandi breytingar og endurbætur á húsnæðinu. Uppdrættir eru gerðir hjá Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029, númer A-100 ? A-104, dagsettir 25.04.2018, breytt 18.02.2019. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.