Fara í efni

Fréttir

Byggðasafn Skagfirðinga fær úthlutað úr fornminjasjóði

07.03.2024
Fréttir
Úthlutun úr fornminjasjóði 2024 hefur nú farið fram en 23 verkefni, af 63 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 79.485.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 10.900.000 kr í styrk fyrir verkefnin "Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga" og "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal...

Kröfur ríkisins í eyjar og sker á Skagafirði

01.03.2024
Fréttir
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Málsmeðferð á hverju svæði hefst á því að óbyggðanefnd...

Hunda- og kattahreinsun

01.03.2024
Fréttir
Fimmtudaginn 7. mars nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu Borgarflöt 27 á Sauðárkróki. Kattahreinsun verður frá kl. 16-17 og hundahreinsun frá kl. 17-18. Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum til boða. Viljum við minna á að eigendum hunda og...

Útboð - Akstursþjónusta í Skagafirði

29.02.2024
Fréttir
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Skagafirði samkvæmt skilmálum útboðsins. Útboðinu er skipt í tvo samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í annan samningshluta útboðsins eða báða samningshluta þess.Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Hjörvar Halldórsson ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveðið að ráða Hjörvar Halldórsson í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs en staðan var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hjörvar er með B.Sc. gráðu í véltæknifræði frá Tækniháskóla Íslands. Hann er einnig menntaður...

Skipulagslýsing - Staðarbjargavík Hofsósi

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Staðarbjargavík, Hofsósi, Skagafirði skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. SL01 dags. 02.02.2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurbraut...

Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4, Skógargötureitur og Kirkjureitur

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa, í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillögu fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, Skagafirði, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureit, íbúðabyggð á Sauðárkróki og að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á...

Auglýsing vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, verndarsvæði í byggð

28.02.2024
Fréttir
Hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eiganda Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Breytingar varða notkun og útlit, þar sem gerðar verða íbúðir á báðum hæðum hússins með tilheyrandi breytingum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - aukafundur

26.02.2024
Fréttir
Haldinn verður fundur í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 28.febrúar að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:00