Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

364. fundur 21. febrúar 2018 kl. 12:00 - 13:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 812

Málsnúmer 1801022FVakta málsnúmer

Fundargerð 812. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2018 úr máli nr. 1801296 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn 29 13 ehf., kt. 660917-0980 um leyfi til að reka veitingahús í flokki III að Aðalgötu 8, 550 Sauðárkróki með útiveitingum 2-4 borð. Fyrirtækið 13 29 ehf. var áður rekstraraðili Hard Wok Cafe.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 22. janúar 2018, varðandi áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs. Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að fulltrúi stjórnar og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði við sveitarstjórnarkosningnar 26. maí 2018:
    Félagsheimilinu Árgarði, Varmahlíðarskóla, Bóknámshús FNV, Sauðárkróki, Félagsheimilinu Skagaseli, Grunnskólanum að Hólum, Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, Grunnskólanum að Sólgörðum og Heilbr.stofnuninni á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 813

Málsnúmer 1801031FVakta málsnúmer

Fundargerð 813. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu á liðum 2, 3, 4 og 7.
  • 2.1 1801222 Örnefnaskráning
    Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram bréf dagsett 24. janúar 2018 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi örnefnaskráningu. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu örnefnaskráningar í aðildarsveitarfélögunum og annað því tengt.
    Örnefnaskráning í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur staðið yfir í mörg ár og mikið til af gögnum á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og hjá Byggðasögu Skagfirðinga. Byggðarráð telur ekki að örnefnaskráning sé verkefni sem eigi að vera á höndum SSNV, heldur hvers sveitarfélags fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram kauptilboð frá Gestagangi ehf., kt. 410206-0990, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram kauptilboð frá Maríu Einarsdóttur, kt. 030286-6189, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram kauptilboð frá Óskari Má Atlasyni, kt. 190981-5099 og Hafdísi Arnardóttur, kt. 081281-7189, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom til viðræðu ásamt stjórnarmönnum Markaðsstofunnar, Sigríði Káradóttur og Tómasi Árdal, um uppbyggingu millilandaflugs á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 22. janúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur.
    Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenkra sveitarfélaga nema því sem snýr að lögheimilisskráningu barna sem eiga foreldra sem hafa lögheimili í sitthvoru sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 813 Lagt fram til kynningar lokauppgjör vegna Róta bs. pr. 31.12. 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 813. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 814

Málsnúmer 1802002FVakta málsnúmer

Fundargerð 814. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.Samþykkt með öllum atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðkomu sambandsins að uppgjöri sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingu vegna A-deildar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsis Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG hf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Byggðarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lögð fram tillaga að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gert er ráð fyrir hækkun fjármagnsgjalda um 30 milljónir króna. Hækkun langtímakrafna um 597 milljónir króna og langtímalántöku allt að 600 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um 53 milljónir króna. Afborganir lífeyrisskuldbindinga og langtímalána hækka um 34 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagt fram kauptilboð frá Maríu Einarsdóttur, kt. 030286-6189 í fasteignina Birkimel 8b, 214-0787, Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboði Maríu Einarsdóttur í fasteignina Birkimel 8b.
    Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lögð fram til kynningar bókun 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. febrúar 2018 varðandi breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005.
    Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • 3.6 1801141 Námskeið
    Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Málið áður á dagskrá 811. fundar byggðarráðs þann 19. janúar 2018. Námskeið sem fyrirtækið Ráðrík ehf. heldur. Meginmarkmið námskeiðsins er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku á þeim vettvangi.
    Byggðarráð samþykkir að fá Ráðrík ehf. til að halda námskeið fyrir íbúa sveitarfélagsins. Kostnaður tekinn af fjárhagslið 21110 - Sveitarstjórnarkosningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagðir fram tölvupóstar úr máli 1801300 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettir 19. og 24. janúar 2018. Þar er óskað umsagnar um umsókn Spíru ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki III - Hótel Mikligarður í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 24, 550 Sauðárkróki, tímabilið 1. júní til 20. ágúst 2018.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1801448 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs S. Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um leyfi til að reka gististað í flokki II í íbúð í Frændgarði, landnúmer 146713, 565 Hofsósi.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagðar fram til kynningar skýrslur um stefnu og átak norskra yfirvalda varðandi félagslegt búsetuúrræði og átak í húsnæðismálum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 814 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 25. og 26. stjórnarfundar Ferðasmiðjunnar ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 814. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 815

Málsnúmer 1802010FVakta málsnúmer

Fundargerð 815. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við Performa ehf. um endurbætur á fasteignunum við Aðalgötu 21. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til sveitarstjórna, þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að gagnaöflun vegna þessa erindis verði unnin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf dagsett 30. janúar 2018 frá Ungmennafélagi Íslands þar sem sótt er um styrk að upphæð 1 milljón krónur vegna kynningarmála Landsmóts. Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 verða haldin á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
    Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 1 milljón króna af fjárheimild málaflokks 21470 Kynningarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 128. fundi þann 8. febrúar 2018 ásamt bréfi dagsettu 5. desember 2017 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Gesti Símonarsyni. Kristín og Alfreð óska eftir að leigja Sólgarðaskóla fyrir ferðaþjónustu og hafa umsjón með sundlauginni á Sólgörðum sumarið 2018. Jafnframt kemur fram að þau hafa áhuga á að leigja mannvirkin til lengri tíma. Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti að Sólgarðaskóli verði leigður Kristínu og Alfreð sumarið 2018.
    Byggðarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar en samþykkir ekki leigu til lengri tíma þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu mannvirkjanna á Sólgörðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • 4.6 1709133 Öldungaráð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá fundi 30. nóvember 2017 um öldungaráð.
    Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Með bréfi dagsettu 6. febrúar 2018 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram bókun 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. febrúar 2018 varðandi breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005.
    Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er eftirfarandi bókun og samþykkt stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. janúar 2018: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga.
    Byggðarráð tekur undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Ungmennasambands Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Málið áður á dagskrá 814. fundar byggðarráðs þann 8. febrúar 2018. Vegna villu í framlögðum gögnum á framangreindum fundi er tillaga um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram aftur, leiðrétt. Gjaldfærsla ársins 2018 hækkar um 14.801 þús.kr. vegna lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð.
    Byggðarráð samþykkir framangreinda leiðréttingu á viðauka 1 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 13. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi drög að reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, reikningsskila- og upplýsinganefnd. Hefur það að geyma leiðbeiningar á meðhöndlun uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016, í reikningsskilum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54

Málsnúmer 1801003FVakta málsnúmer

Fundargerð 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Bjarni Jónsson tóku til máls.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Bjarni Jónsson óskar bókað: Undirritaður leggur áherslu á að framlag sveitarfélagsins til Söguseturs íslenska hestsins heima að Hólum, miðist við að framkvæmdastjóri sögusetursins verði búsettur í Skagafirði og sinni þaðan starfinu.
Bjarni Jónsson
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, dags. 21. desember 2017, og býður forsvarsmönnum hópsins á næsta fund nefndarinnar til að ræða tilhögun starfshóps og næstu skref, m.a. í því ljósi að einn forsvarsmanna hópsins hefur reifað þá hugmynd að taka húsnæðið til leigu til lengri tíma, sbr. fundargerð fræðslunefndar dags. 8. febrúar 2018. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að tilkynna forsvarsmönnum hópsins um dagsetningu næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Tekin fyrir drög að erindi til meðeigenda að félagsheimilum í Skagafirði þar sem ætlunin er að skrá og skýra eignarhald félagsheimilanna, þar sem eignarhald er óskýrt samkvæmt þinglýsingabókum. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur Pacta lögmönnum að ganga frá erindinu til meðeigenda félagsheimilanna.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Fjallað um fyrirhugaða atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.-6. maí nk. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að undirbúningi sýningarinnar og kynningu á henni. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Tekið fyrir erindi frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, frá 15. janúar 2018, þar sem tilkynnt er um fulltrúa félagsins í samstarfshóp með fulltrúum sveitarfélagsins, til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði. Hópinn skipa Gunnsteinn Björnsson, Hanna Þrúður Þórðardóttir, Jónheiður Sigurðardóttir, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Tekið fyrir erindi frá Sögusetri íslenska hestsins, dags. 7. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000,- til starfsemi þess á árinu 2018.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.500.000,- sem tekin verður af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

    Bjarni Jónsson óskar bókað: Undirritaður leggur áherslu á að framlag sveitarfélagsins til Söguseturs íslenska hestsins heima að Hólum, miðist við að framkvæmdastjóri sögusetursins verði búsettur í Skagafirði og sinni þaðan starfinu.
    Bjarni Jónsson
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Tekið fyrir erindi frá forsvarsmönnum jólaballskemmtunar á Ketilási í Fljótum 2017, frá 3. janúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólaballskemmtun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð kr. 45.000,- sem tekin skal af lið 05713 á árinu 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 54 Tekið fyrir erindi frá undirbúningsnefnd jólatrésskemmtunar á Hofsósi 2017, frá 2. janúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólatrésskemmtun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til nefndarinnar að upphæð kr. 45.000,- sem tekin skal af lið 05713 á árinu 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 128

Málsnúmer 1801030FVakta málsnúmer

Fundargerð 128. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Gréta Sjöfn tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu á 3. lið.
  • Fræðslunefnd - 128 Áætlanir fyrir starf leikskóla lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Biðlisti við Ársali lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Starfsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með átta atkvæðum.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Fræðslunefnd - 128 Kynntar voru tillögur Velferðarvaktarinnar gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Fræðslunefnd tekur undir þær tillögur og ábendingar sem fram koma í erindinu og hvetur til að markvisst verði unnið eftir þeim í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag og niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum Skagafjarðar frá því í september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Kynnt var fyrirkomulag það sem nú er viðhaft í skólaakstri í Skagafirði. Jafnframt var lagt fram minnisblað um ýmis álitaefni varðandi fyrirhugað útboð á akstrinum. Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Kynnt voru drög að endurskoðuðum reglum um flutning barna á milli skóla. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, undirritað af menntamálaráðherra, þar sem hvatt er til þess að Pisa könnun, sem lögð verður fyrir í mars/apríl n.k. fái jákvæða umfjöllun og kynningu í grunnskólum. Fræðslunefnd tekur undir hvatninguna og ítrekar mikilvægi Pisa könnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Ein umsókn barst um leigu á Sólgarðaskóla fyrir ferðaþjónustu sumarið 2018. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Sólgarðaskóli verði leigður til Kristínar S. Einarsdóttur og Alfreðs Símonarsonar og jafnframt verði gengið frá umsjón með sundlaug sbr. erindi þeirra, líkt og gert var sumarið 2017. Einnig skal leita álits félags- og tómstundanefndar þar sem sundlaugin er á forræði þeirrar nefndar. Þá er erindinu einnig vísað til byggðarráðs þar sem umsækjendur reifa þá hugmynd að taka skólann til leigu til lengri tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 128 Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar fræðslunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 136

Málsnúmer 1801029FVakta málsnúmer

Fundargerð 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson tók til máls.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Farið var yfir breytingar á Hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Núgildandi reglugerð er frá árinu 2005. Helstu breytingar á reglugerðinni eru á 6. grein hennar en þar segir í núgildandi reglugerð að sveitarstjóri sé hafnarstjóri. Breytingartillagan felur í sér að hafnarstjóri sé starfandi yfirmaður hafnarinnar. Breytt 6. grein hljóðar svo;

    "6. gr.
    Starf og valdsvið hafnarstjóra.
    Hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafnanna í umboði umhverfis- og samgöngunefndar. Hafnarstjóri undirbýr mál, sem leggja á fyrir samgöngunefnd í samráði við sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, veitir viðtöku erindum til hennar og sér um framkvæmd samþykkta umhverfis- og samgöngunefndar. Hann veitir umhverfis- samgöngunefnd og sveitarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar. Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs. Hann er yfirmaður starfsmanna hafnarinnar.
    Hafnarstjóri skal vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerðar, auk reglugerðar þessarar og fara að öðru leyti eftir samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar og sveitar¬stjórnar.
    Hafnarstjóri sér um, að gætt sé reglu á öllu hafnarsvæðinu hvort sem er á sjó eða landi. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur störf við eftirlit og aðgæslu."

    Einnig eru gerðar smávægilegar breytingar á texta þar sem tilvitnanir í nefndir og stofnanir eru úreltar.

    Nefndin samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til fyrri umræðu í sveitarstjórn, til liðar nr. 14 Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lagt var fyrir fundinn bréf frá Samgöngustofu og Hafnasambandi Íslands varðandi öryggismál í höfnum.
    Í bréfinu eru stjórnendur hafna landsins hvattir til að gæta enn betur að öryggisþáttum sem lúta að því minnka hættuna á slysum þar sem ekið er fram af bryggjum. Nýleg hörmuleg slys af þessu tagi minna okkur á að þrátt fyrir að ákvæði reglugerðar um öryggi sé uppfyllt, er enn hætta á slíkum slysum í höfnum landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð var fram til kynningar umsókn Skagafjarðarhafna um stækkun rafmagnsheimtaugar á Sauðárkrókshöfn.
    Í umsókninni er gert ráð fyrir 630A heimtaug.
    Nauðsynlegt er að stækka heimtaugina vegna aukinnar rafmagnsnotkunar með tilkomu nýrra og breyttra skipa FISK Seafood.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð var fram til kynningar 399. fundargerð Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lagður var fram tölvupóstur frá Óskari Garðarssyni, framkvæmdastjóra Dögunar ehf, um lóð austan athafnasvæðis Dögunar við Hesteyri.
    Meðfylgjandi tölvupóstinum eru hönnunardrög að byggingu frystiklefa á umræddri lóð. Drögin gera ráð fyrir að frystiklefinn sé samtengdur núverandi húsum Dögunar og mun gata austan við Dögun því lokast ef af verður.
    Nefndin tekur jákvætt í fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð var fram lokaskýrsla nefndar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
    Nefndin leggur til að skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetur almenning til að kynna sér málið til að stuðla að upplýstri umræðu um þjóðgarð á miðhálendinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Kynntar niðurfellingar vega af vegaskrá sem áður voru til umræðu hjá nefndinni 14. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð var fram til kynningar bókun 28. fundar skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vernd og endurheimt votlendis. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lagt var fram til kynningar bréf til sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fra Landgræðslu Ríkisins vegna endurheimtar og varðveislu votlendis á Íslandi.
    Í bréfinu er farið yfir gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt sé að sveitarstjórnir landsins séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Í því sambandi er sérstaklega bent á bókun í fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóv sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð voru fram drög að hönnun gámasvæðis í Varmahlíð.
    Stefnt er á að klára hönnun svæðisins fyrir miðjan mars.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lögð var fram gróf kostnaðaráætlun vegna hundasvæðis við Borgargerði á Sauðárkróki.
    Gróf kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðar upp á 2,5 milljón miðað við um 1.500m2 stórt afgirt svæði.
    Gert var ráð fyrir 2,5 milljónum í hundasvæði á fjárhagsáætlun ársins.
    Sviðstjóra falið að útfæra svæðið endanlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Lagður var fram til kynnningar tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra vegna áætlaðs hreinsunarátaks á Hofsósi.
    Heilbrigðiseftirlit hyggst fara í hreinsunarátakið í vor þar sem áhersla verður lögð á bifreiðar, lausamuni og annað sem skapar mengunarhættu, m.a. sjónmengun og líti á umhverfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð nr. 737/2003 um mengunarvarnarbúnað.
    Átakið verður nánar auglýst þegar nær dregur.
    Nefndin fagnar framtakinu og hvetur íbúa að fara að huga að þessu hið fyrsta. Nefndin hvetur einnig til að átakinu verði haldið áfram og framkvæmt á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 136 Farið var yfir frakvæmdir á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 317

Málsnúmer 1802004FVakta málsnúmer

Fundargerð 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu á 3. lið og Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu 8. og 9. lið.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Dagný Stefánsdóttir kt.180382-4109 og Róbert Logi Jóhannsson kt.040570-5789 eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnúmer 146232, sækja um leyfi til að stofna byggingarreit á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn mun hýsa geymslu og aðstöðuhús tengt rekstri gróðurhúss á jörðinni.Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur, dagsettur 18.janúar 2018, er gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni kt.160385-3169. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Valþór Brynjarsson hjá teiknistofunni Kollgátu sækir fh. Sonju Sifjar Jóhannsdóttur kt. 060775-5679 um heimild að breyta notkun bílskúrs á lóðinni Skólagata lóð, landnr 146723. Í umsókn kemur fram að fyrirhugað sé að breyta bílskúrnum í gistiaðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Bent er á að skila þarf inn nýjum aðal- og séruppdráttum til byggingarfulltrúa vegna afgreiðslu á byggingarleyfi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Lagður var fram tölvupóstur frá Óskari Garðarssyni, framkvæmdastjóra Dögunar ehf, um lóð austan athafnasvæðis Dögunar við Hesteyri. Meðfylgjandi tölvupóstinum eru hönnunardrög að byggingu frystiklefa á umræddri lóð. Drögin gera ráð fyrir að frystiklefinn sé samtengdur núverandi húsum Dögunar og mun gata austan við Dögun því lokast ef af verður. Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 2. febrúar sl. var tekið jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en vill skoða nánar með lóðarstærð og útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Hörður Ólafsson kt. 160550-3339 Víðihlíð 12 óskar eftir leyfi skipulags- og byggingaryfirvalda Skagafjarðar til að gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina Víðihlíð 12. 4,5 metra til suðurs frá innkeyrslustút, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi erindinu er mynd sem gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt með þeim skilmálum að framkvæmdin verði kostuð af umsækjanda og unnin í samráði við tæknideild sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 eigendur lögbýlisins Hulduland, landnúmer 223299, óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 21,7 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur fram að skilið verður eftir 15 metra breitt ógróðursett svæði að Hegranesvegi. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Hulduland 223299 tilkynning um skógrækt. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Fyrir liggur fyrirspurn frá Svövu Ingimarsdóttur kt.121170-3169 um lóð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á Hofsósi. Lóðin sem spurt er um er á milli Suðurbrautar 12 og 18. Fyrirspyrjandi hefur í hyggju að kanna möguleika á að byggja hentugt verslunar og þjónustuhúsnæði. Fyrirhuguð bygging lágreist 145 m2 hús, sem fellur að umhverfinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Deiliskipuleggja þarf svæðið áður en til úthlutunar getur komið. Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 23. janúar 2018 að kynna drög að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
    Í vinnslutillögu felst (A) kynning á valkostum fyrir legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.
    Í vinnslutillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 17-21.
    Þá hefur tillagan verið auglýst í dagblaði og héraðsblöðum. Athugasemdafrestur er til og með 9. mars nk.
    Samþykkt að halda opinn kynningarfund um vinnslutillöguna 1. mars nk. kl. 17 að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Sigríður Magnúsdóttir kt. 131062-5679 stjórnarformaður Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 sækir um lóðina Laugartún 21-23 á Sauðárkróki til að byggja tvílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Sigríður Magnúsdóttir kt. 131062-5679 stjórnarformaður Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 sækir um lóðina Laugartún 25-27 á Sauðárkróki til að byggja tvílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum. Erindið samþykkt Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
    Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 Búhöldar hsf. kt. 630500-2140 sækja um lóðir fyrir tvö parhús við Laugartún eða á öðru svæði í Túnahverfinu. Ekki eru til úthlutunarhæfar parhúsalóðir í Túnahverfinu eins og er. Bókun fundar Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 61. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 61 lagður fram til kynningar á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 317 62. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 62 lagður fram til kynningar á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018.

9.Veitunefnd - 45

Málsnúmer 1801028FVakta málsnúmer

Fundargerð 45. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • Veitunefnd - 45 Framkvæmdum við útboðsverk hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi lauk að mestu leyti í nóvember sl. Eftir á að þvera Vestari - Jökulsá framan við Goðdali en búið er að plægja hitaveitulögn beggja vegna árinnar.
    Unnið er að frágangi við dælu- og borholuhús og loftskilju í landi Hverhóla þessa dagana. Stefnt er að því að hleypa heitu vatni á stofnlögn um mánaðarmótin febrúar / mars.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 45 Sviðstjóra falið í samráði við Verkfræðistofuna Stoð að finna tíma fyrir kynningarfund vegna hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal í lok febrúar. Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 45 Lögð voru fyrir fundinn svör frá fasteignaeigendum varðandi mögulega stækkun vatnveitukerfis Skagafjarðarveitna við Steinsstaði.
    Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa nú borist jákvæð svör frá öllum eigendum sem hafa þar með samþykkt yfirtöku Skagafjarðarveitna á hluta núverandi dreifikerfis samkvæmt teikningu í kynningarbréfi og uppdrætti frá Verkfræðistofunni Stoð, nr. S-102 dags. 14. nóv. 2017.
    Veitunefnd samþykkir að tengja umrætt svæði við dreifikerfi Skagafjarðarveitna og felur sviðstjóra að undirbúa framkvæmdina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 45 Lagt var fyrir fundinn tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun á kaldavatnsholum við Sauðárkrók. Um er að ræða holur á Skarðsdal og á Nöfunum.
    Sviðstjóra falið að óska eftir tilskildum leyfum til borunar á þessum stöðum og að ræða við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um framkvæmd borunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 45 Farið var yfir styrkúthlutun úr verkefninu Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018.
    Veitunefnd leggur til að styrkúthlutun fyrir árið 2018 verði nýtt í ljósleiðaratengingar í Efribyggð og á Reykjaströnd.
    Sviðstjóra faið að undirbúa útboð á verkinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 45 Lögð voru fyrir drög að rammasamningi við Mílu vegna uppbyggingar ljósleiðaratenginga í dreifbýli í tengslum við Ísland Ljóstengt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum

10.Veitunefnd - 46

Málsnúmer 1802001FVakta málsnúmer

Fundargerð 46. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • Veitunefnd - 46 Farið var yfir mögulegar leiðir til lagningar hitaveitu í Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal. Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð sat fundinn.
    Haldinn verður kynningarfundur fyrir íbúa svæðanna miðvikudaginn 28. febrúar kl 20. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar veitunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

11.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 16

Málsnúmer 1801023FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 16 Nefndarmenn fóru í Sundlaug Sauðárkróks og skoðuðu framkvæmdir sem hafnar eru við sundlaugina. Bókun fundar Fundargerð 14. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.

12.Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild

Málsnúmer 1703264Vakta málsnúmer

Vísað frá 814. fundi byggðarráðs þann 8. febrúar 2018.

Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júní 2017. Heildarskuldbinding Sveitarfélagsins Skagafjarðar er samkvæmt samkomulaginu að fjárhæð 597.245.747 kr. vegna framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð og hefur verið gert ráð fyrir útgjöldunum með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600 mkr.
Sveitarstjórn heimilar og felur sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið og aðra nauðsynlega löggerninga því tengdu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Framlagt samkomulag borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1802032Vakta málsnúmer

Vísað frá 815. fundi byggðarráðs 15. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gert er ráð fyrir hækkun fjármagnsgjalda um 30 milljónir króna og hækkun gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga um 14.801 þús.kr. Hækkun langtímakrafna um 597 milljónir króna og langtímalántöku allt að 600 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um 53 milljónir króna. Afborganir lífeyrisskuldbindinga og langtímalána hækka um 34 milljónir króna.

Framlögð tillaga að viðauka nr.1 við fjárhagsáætlun ársins 2018 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018

Málsnúmer 1801271Vakta málsnúmer

Vísað frá 815. fundi byggðarráðs 15. febrúar 2018, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.


Helstu breytingar á reglugerðinni eru á 6. grein hennar en þar segir í núgildandi reglugerð að sveitarstjóri sé hafnarstjóri.
Breytingartillagan felur í sér að hafnarstjóri sé starfandi yfirmaður hafnarinnar.
Breytt 6. grein hljóðar svo; "6. gr. Starf og valdsvið hafnarstjóra. Hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafnanna í umboði umhverfis- og samgöngunefndar. Hafnarstjóri undirbýr mál, sem leggja á fyrir samgöngunefnd í samráði við sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, veitir viðtöku erindum til hennar og sér um framkvæmd samþykkta umhverfis- og samgöngunefndar. Hann veitir umhverfis- samgöngunefnd og sveitarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar. Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs."

Framlögð breytingartillaga að 6. gr. Hafnarreglugerðarinnar, jafnframt að málinu er verði vísað til annarrar umræðu sveitarstjórnar, borin upp til afgreiðslu. Samþykkt með níu atkvæðum.


15.Hulduland 223299 tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1710054Vakta málsnúmer

Vísað frá 317.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar s. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 eigendur lögbýlisins Hulduland, landnúmer 223299, óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 21,7 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur fram að skilið verður eftir 15 metra breitt ógróðursett svæði að Hegranesvegi. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

Framangreind ósk framkvæmdaleyfi borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2018 lögð fram til kynningar á 354. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018

Fundi slitið - kl. 13:20.