Í Kortasjá Skagafjarðar er að finna upplýsingar um lausar lóðir í sveitarfélaginu.
Smellt er á plús merkið fyrir aftan "Fasteignir" og hakað við "Lausar lóðir". Þá koma upp allar lausar lóðir í Skagafirði merktar með rauðu. Nánari upplýsingar um viðkomandi lóðir má finna með því að smella á lóðirnar. Þaðan er jafnframt hægt að sækja um lóð.
Þess má geta að þegar sveitarfélagið auglýsir nýjar lóðir lausar til úthlutunar eru gjarnan aðrar lóðir einnig lausar til úthlutunar sem frjálst er að sækja um.
Algengar spurningar um lóðaúthlutanir og umsóknir
Má einstaklingur og fyrirtæki sækja saman um parhúsalóð?
Svar: Já það má. Einstaklingur má sækja um helming parhúsalóðar á móti félagi, hvort heldur í sinni eigu eða annarra, enda sé viðkomandi félag framkvæmdaaðili sem hefur það að markmiði að selja viðkomandi eign til þriðja aðila.
Má einstaklingur sækja einn um parhúsalóð með það markmið að byggja og selja svo aðra eða báðar íbúðirnar?
Svar: Já það má, enda sé viðkomandi lóð ein og óskipt lóð þegar sótt er um.
Í gr. 6.2 í úthlutunarreglum segir að parhúsahlóðum verði „úthlutað jafnt til framkvæmdaaðila sem og einstaklinga“. Þýðir þetta að 50% af lóðunum verði úthlutað til framkvæmdaaðila og 50% til einstaklinga eða merkir þetta bara að lóðirnar standa báðum þessum hópum til boða?
Svar: Þetta þýðir að báðum hópunum skuli jafnan boðnar slíkar lóðir en ekki að tryggt skuli að hvor hópur fái helmingi lóðanna úthlutað sér til handa.
Geta einstaklingar talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum, eða einungis félög?
Svar: Einstaklingar geta ekki talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum.
Frekari upplýsingar um lausar lóðir í Skagafirði veitir Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar á netfangið saeunnkth(hja)skagafjordur.is.