Fara í efni

Lausar lóðir

Í Kortasjá Skagafjarðar er að finna upplýsingar um lausar lóðir í sveitarfélaginu.

Smellt er á plús merkið fyrir aftan "Fasteignir" og hakað við "Lausar lóðir". Þá koma upp allar lausar lóðir í Skagafirði merktar með rauðu. Nánari upplýsingar um viðkomandi lóðir má finna með því að smella á lóðirnar. Þaðan er jafnframt hægt að sækja um lóð.

Þess má geta að þegar sveitarfélagið auglýsir nýjar lóðir lausar til úthlutunar eru gjarnan aðrar lóðir einnig lausar til úthlutunar sem frjálst er að sækja um.

Algengar spurningar um lóðaúthlutanir og umsóknir

Má einstaklingur og fyrirtæki sækja saman um parhúsalóð?

Svar: Já það má. Einstaklingur má sækja um helming parhúsalóðar á móti félagi, hvort heldur í sinni eigu eða annarra, enda sé viðkomandi félag framkvæmdaaðili sem hefur það að markmiði að selja viðkomandi eign til þriðja aðila.

Má einstaklingur sækja einn um parhúsalóð með það markmið að byggja og selja svo aðra eða báðar íbúðirnar?

Svar: Já það má, enda sé viðkomandi lóð ein og óskipt lóð þegar sótt er um.

Í gr. 6.2 í úthlutunarreglum segir að parhúsahlóðum verði „úthlutað jafnt til framkvæmdaaðila sem og einstaklinga“. Þýðir þetta að 50% af lóðunum verði úthlutað til framkvæmdaaðila og 50% til einstaklinga eða merkir þetta bara að lóðirnar standa báðum þessum hópum til boða?

Svar: Þetta þýðir að báðum hópunum skuli jafnan boðnar slíkar lóðir en ekki að tryggt skuli að hvor hópur fái helmingi lóðanna úthlutað sér til handa.

Geta einstaklingar talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum, eða einungis félög?

Svar: Einstaklingar geta ekki talist „framkvæmdaaðilar“ skv. úthlutunarreglunum.

Frekari upplýsingar um lausar lóðir í Skagafirði veitir Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar á netfangið saeunnkth(hja)skagafjordur.is.

Gjaldskrár

Gatnagerðagjald og stofngjald fráveitu

Prenta gjaldskrá
Hústegund
Gjald
Einbýlishús með eða án bílgeymslu
9,5%
Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús með eða án bílgeymslu
8,9%
Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu
4,0%
Hótel, verslunar-, þjónustu-, iðnaðar- og annað húsnæði
5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli
3,0%
FRÁVEITUGJÖLD
Stofngjald holræsa (tengigjald fráveitu) fyrir einbýlishúsalóð
390.000 kr.
Aðrar lóðir pr. tengingu
500.000 kr.

Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð.

Útreikningur gatnagerðargjalds:
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu
á byggingarkostnaði vísitöluhúss. Gjald skal tilgreint í heilum krónum. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund eins og hér að ofan.

Hér má nálgast samþykkta gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Skagafirði

Álagning fasteignagjalda

Prenta gjaldskrá
HEITI GJALDS
GJALD
STOFN
Fasteignaskattur A-flokkur
0,475%
Heildarfasteignamat
Fasteignaskattur B-flokkur
1,32%
Heildarfasteignamat
Fasteignaskattur C-flokkur
1,65%
Heildarfasteignamat
Lóðarleiga íbúðarlóðar
1,50%
Lóðarhlutamat
Lóðarleiga atvinnulóðar
2,50%
Lóðarhlutamat
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum
3,00%
Lóðarhlutamat
Landleiga beitarlands
11.000 kr./ha
Stærð leigulands
Landleiga ræktunarlands utan þéttbýlis
16.500 kr./ha
Stærð leigulands
Landleiga ræktunarlands í þéttbýli
16.500 kr./ha
Stærð leigulands
Fráveitugjald - íbúðarhúsnæði
0,186%
Heildarfasteignamat
Fráveitugjald - annað húsnæði
0,275%
Heildarfasteignamat
SORPHIRÐA OG SORPEYÐING
GJALD
ATHUGASEMDIR
Árlegt gjald fyrir heimilisúrgang:
Rekstur söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður / íbúðarhúsnæði
35.500 kr.
Gjald pr. íbúð
Rekstur söfnunarstöðva og annar fastur kostnaður / sumarhús
32.000 kr.
Gjald pr. hús
GJALD PR. ÍLÁT:
Blandaður úrgangur, 240 ltr. ílát
27.000 kr.
Blandaður úrgangur, 660 ltr. ílát
74.251 kr.
Blandaður úrgangur, 1.100 ltr. ílát
123.751 kr.
Lífúrgangur, 30/140 ltr. ílát
19.000 kr.
Lífúrgangur, 240 ltr. ílát
26.980 kr.
Pappi og pappír, 240 ltr. ílát
8.500 kr.
Pappi og pappír, 660 ltr. ílát
23.375 kr.
Pappi og pappír, 1.100 ltr. ílát
38.959 kr.
Plast, 240 ltr. ílát
8.500 kr.
Plast, 660 ltr. ílát
23.375 kr.
Plast, 1.100 ltr. ílát
38.959 kr.
Vatnsgjald
0,16
Heildarfasteignamat. Ath. lágmarksgjald er 44,94 kr./m3 fasteignar og hámarksgjald er 53,67 kr./m3 . Vatnsgjald má þó aldrei vera hærra en 0,50% af heildarfasteignamati.

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. hjá gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr. 

Hér má nálgast samþykkta gjaldskrá fasteignagjalda