Fara í efni

Skíðasvæði

Skíðasvæði Skagafjarðar er í vestanverðum Tindastól, um 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki.

Tvær lyftur eru á svæðinu, neðri og efri lyfta ásamt töfrateppi fyrir byrjendur. Neðri lyftan er 1150 m að lengd, byrjar í 445 m hæð yfir sjávarmáli og liggur upp í 683 m hæð yfir sjávarmáli. Efri lyftan er 1000 m að lengd, byrjar við 600 m yfir sjávarmáli og fer upp í 918 m yfir sjávarmáli. Þaðan er hægt að velja mis krefjandi leiðir niður.

Góð aðstaða er fyrir gönguskíðafólk í Tindastól bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Troðin er göngubraut alla daga sem opið er. Hægt er að velja leið eftir getustigi. Lengsti hringurinn er um 7 km. Hluti af göngubrautinni er upplýstur.

Brettaaðstaða er einnig góð í Tindastól en svæðin í giljunum eru kjörin fyrir brettaiðkun sem og Lambárbotnarnir sem eru nánast lóðréttir og rennslið er um 3 km.

 

Heimasíða Skíðasvæðis Tindastóls