Ekki er hægt að hefja dvalartíma barns eftir klukkan 9 á daginn.
Gjaldskrá gildir fyrir skólaárið að undanskildum skráningardögum sem eru 20 á hverju ári. Gjald fyrir hvern skráningardag er 2.500 kr. og kemur til viðbótar við dvalargjald. Foreldrar þurfa að skrá barn á skráningardaga með fjögurra vikna fyrirvara.
Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi, 50% við 2. barn og 100% við 3. barn.
Viðbótarniðurgreiðsla er veitt af dvalargjaldi annars vegar 40% af almennu gjaldi og hins vegar 20%.
Sæki foreldrar sitt barn eftir umsaminn dvalartíma eða mæti með það fyrir umsaminn dvalartíma tvisvar á hvorri önn (janúar - júní og júlí - desember) greiða þeir 10.000 krónur í sektargjald í hvert skipti umfram tvö.