Sorphirða
Í Skagafirði er flokkað í fjórum flokkum við hvert heimili; matarleifar, blandaður úrgangur, plast og pappír. Auk þess eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa það á næstu móttökustöð.
Þrjár sorpmóttökustöðvar eru í Skagafirði;
á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Flokkum í rétta tunnu - Tökum ábyrgð - Minnkum urðun
Matarleifar
Í lífrænu tunnuna fara meðal annars:
- Eggjaskurn
- Matarleifar
- Kaffikorgur
- Fiskiúrgangur og bein
Athugið að einungis skal nota maíspoka undir lífrænan eldhúsúrgang í Skagafirði. Bréfpoka sem þekkjast víða annars staðar skal ekki nota.
Lífrænn úrgangur er losaður aðra hvora viku.
Blandaður úrgangur
Í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fara meðal annars:
- Blautklútar
- Ryksugupokar
- Bleyjur
- Dömubindi
Blandaður úrgangur er sóttur á 6 vikna fresti.
Pappír og pappi
Í pappírstunnuna fara meðal annars:
- Dagblöð
- Bréfpokar
- Pítsakassar
- Fernur
Pappírstunnan er tæmd á 6 vikna fresti.
Plastumbúðir
Í plasttunnuna fara meðal annars:
- Snakkpokar
- Plastfilmur
- Plastpokar
- Sjampóbrúsar
Plasttunnan er tæmd á 6 vikna fresti.
Móttökustöðvar
Á sorpmóttökustöðvunum Flokku á Sauðárkróki, Förgu í Varmahlíð og móttökustöðinni á Hofsósi er tekið á móti öllum úrgangi og endurvinnsluhráefni. Flokka skal úrganginn eins mikið og mögulegt er áður en komið er á móttökustöðina. Ekki er tekið á móti úrgangi í svörtum pokum heldur skal nota glæra poka. Þetta er gert til að koma í veg fyrir urðun á efni og hlutum sem hægt er að koma í betri farveg.
Starfsmenn móttökustöðva leiðbeina íbúum og rukka fyrir gjaldskylda flokka.
Nota þarf rafræn endurvinnslukort á móttökustöðvum.
Dæmi um gjaldskylda flokka |
Almennt sorp |
Grófur úrgangur |
Flísar og postulín |
Gifs |
Dýnur |
Timbur |
Dæmi um gjaldfrjálsa flokka |
Plastumbúðir |
Pappír og pappi |
Málmar |
Glerumbúðir |
Raftæki |
Spilliefni |
Heyrúlluplast |
Opnunartímar og staðsetning sorpmóttökustöðva
Flokka - Borgarteigur 12, Sauðárkrókur
mánudaga til föstudaga 10:00-18:00
sunnudagar 12:00-15:00
Farga - Varmahlíð, Skagafjarðarvegur (752)
þriðjudagar og fimmtudagar 13:00-18:00
laugardagar 13:00 -16:00
Sorpmóttökustöð - Norðurbraut, Hofsós
miðvikudagar og föstudagar 13:00-18:00
sunnudagar 13:00-16:00
Rafræn endurvinnslukort
Til þess að losa sig við úrgang á móttökustöðvum þurfa notendur að sýna endurvinnslukort. Kortið veitir aðgang að svæðinu og því er nauðsynlegt að hafa það meðferðis þegar farið er á gámasvæði, hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða. Þegar komið er með sorp á móttökustöð er kóðinn á kortinu skannaður af starfsmanni móttökustöðvar. Einungis er klippt af kortinu fyrir gjaldskyldan úrgang (almennt sorp) og tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án þess að klippa af kortinu (endurvinnanlegum úrgangi eins og pappír og pappa, plasti, gleri o.s.frv.).
Allir sem greiða sorpgjald eða sorpeyðingargjald í sveitarfélaginu fá árlega rafrænt endurvinnslukort sem inniheldur losun á 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi. Hvert heimili fær 16 skipta kort til að nota yfir árið án endurgjalds en hægt er að kaupa nýtt kort ef það dugir ekki út árið. Skráðir eigendur fasteigna sem fá greiðsluseðla fyrir sorpgjaldi geta sótt kortin inn á https://skagafjardarkort.is/. Valið er 16 skipta klippikort og rafræna innskráningu. Ef innskráður notandi á rétt á kortinu án endurgjalds breytist verðið á kortinu í 0 kr. Athugið að setja þarf kortið í rafrænt veski í símanum svo það virki. Þeir aðilar sem ekki eru með rafrænt veski geta prentað út klippikortið og látið skanna kóðann á klippikortinu á sorpmóttökustöð. Eftir að endurvinnslukortið hefur verið sótt í síma er hægt að deila því áfram á aðra íbúa húsnæðisins til notkunar. Þannig geta fleiri en einn verið með sama endurvinnslukortið í símanum sínum. Leigjendur sem ekki eru skráðir fyrir fasteign þurfa að fá endurvinnslukort úthlutað frá eiganda fasteignarinnar. Eigandi fasteignar sækir um endurvinnslukortið og deilir því síðan áfram á leigjanda.
Hvert klipp er upp á 0,25 m³ sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu sem þíðir að ekkert gjald er tekið fyrir sem samsvarar 16 heimilistunnum af almennu sorpi á ári. Eins og áður sagði þá er hægt að kaupa nýtt kort ef kortið dugir ekki út árið.
Flöskumóttaka
Flöskumóttaka er staðsett hjá Vörumiðlun á Sauðárkróki, Eyrarvegi 21.
Flokka þarf flöskur og dósir (plast, gler, ál) og telja áður en komið er með þær.
Opið alla virka daga frá 10-12 og 13-14.
Losun garðaúrgangs
Sauðárkrókur
Á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem taka á móti mismunandi úrgangi, annars vegar jarðvegstippur við Borgargerði (grænn punktur á mynd) og hinsvegar á Gránumóum (rauður punktur á mynd).
Jarðvegstippur við Borgargerði
Þangað fer einungis almennur garðúrgangur:
Smærri trjágreinar
Jarðvegur
Gras/hey
Gránumóar
Þangað fer eftirfarandi úrgangur:
Stærri trjágreinar
Tré
Steypuafgangar
Hellur
Flísar o.þ.h.
Tré, trjágreinar og runnar fara ofan við götuna, múrbrot, steypa, flísar o.þ.h. fara fyrir neðan götuna.
Hofsós
Sunnan við Pardus
Varmahlíð
Fyrir neðan Förgu
Steinsstaðir
Við Héraðsdalsveg austan við Steinsstaði
Söfnun dýrahræja
Boðið er upp á þjónustu hræbílsins á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars en vikulega frá apríl til október.
Panta þarf bílinn í síma 453-5000 eða á flokka@flokka.is.
Tæming rotþróa
Rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti í Skagafirði. Fer tæmingin fram seinnipart sumars og fram undir haust. Í tæmingaráætlun er Skagafirði skipt í þrjú svæði: Skaginn og Fljótin, Skagafjörður vestan Vatna að Sauðárkróki, Skagafjörður austan Vatna að Fljótum.
Næsta tæming rotþróa verður sem hér segir:
2024 – tæming vestan Vatna
Svæðið sem losunin nær til er frá Svartárdal, Austur og Vesturdal, um vestanverðan Skagafjörð að Sauðárkróki.
2025 – tæming austan Vatna
2026 – tæming á Skaga og í Fljótum