Fara í efni

Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Skagafjarðar sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði og hefur aðalsetur í Árskóla á Sauðárkróki.

Kennsla fer fram í öllum grunnskólum sveitafélagsins, Árskóla á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi  og fara kennarar á milli kennslustaða eftir því sem þörf er á hverju sinni.

 

Gítardeild

Æskilegur byrjunaraldur fyrir gítarnám er frá c.a. 8. ára og uppúr. Gítarar eru til í mörgum stærðum og það auðveldar ungum nemendum námið. Námið er stundað í einkatímum til að byrja með, en æskilegt er að vera jafnhliða með í samspili. Æskilegt er að nemendur stundi fullt nám við skólann sem er 2. sinnum í viku í 30 mínútur í senn. Nemendur skulu stunda hliðargreinar þegar fram í sækir, s.s. tónfræði, sögu, tónheyrn og hljómfræði.

Námið skiptist í þrjá áfanga með eftirfarandi hætti:

Grunnnám (sambærilegt að 3. stigi áður)

Áhersla lögð á nótnalestur og tækni ásamt því að spila innlenda og erlenda tónlist frá ýmsum tímabilum.

  • Æskilegt er að einkatíminn sé 2 x 30 mín. á viku.
  • Samspilstímar eftir samkomulagi kennara.
Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1 klukkustund á viku í samspili.
  • 2 klukkustundir á viku í tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu.
Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1 klukkustund á viku í samspili.
  • 1 klukkustund á viku í tónfræðigreinum.
  • 1 klukkustund á viku í tónlistarsögu.
  • 1 klukkustund á viku í tónheyrn
Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið. Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Ætlast er til að nemendur mæti vel í alla tíma, stundi námið af áhuga og æfi sig reglulega heima.
Tónlistarskólinn er með fjölmarga tónleika á hverju starfsári og skulu nemendur taka þátt í þeim.

 

Píanódeild

Píanónám er fyrir alla aldurshópa, frá 1.bekk grunnskóla og upp úr. Píanó eru af mörgum mismunandi gerðum og þarf því að huga vel að áslætti strax í upphafi náms. Námið er stundað í einkatímum 2 x 30 mín.( full kennsla) til að byrja með, en lengra komnir nemendur geta eins tekið 60 mínútur á viku.

Nemendur þurfa að hafa hljóðfæri heima þar sem stór hluti námsins felst í heimavinnu (æfingum). Oft sækja nemendur um píanónám þótt þeir hafi aðeins hljómborð heima. Hægt er að komast af með hljómborð í byrjun píanónáms en vegna þess hversu ásláttur er ólíkur á hljómborði og píanói, þurfa nemendur að hafa aðgang að píanói a.m.k. að loknu 1.stigi.

Nemendur skulu stunda hliðargreinar með s.s. tónfræði,tónheyrn,hljómfræði, tónlistarsögu.

Námið skiptist í þrjá áfanga með eftirfarandi hætti:

Grunnnám (sambærilegt að 3. stigi áður)

Aðaláhersla er lögð á nótnalestur og tækni ásamt því að spila innlenda og erlenda tónlist.

  • 1 klukkustund á viku með kennara (má skipta í 2 x 1/2 tíma)
Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í kennara
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum
Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku með kennara.
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum.
  • 1 klukkustund á viku í tónlistarsögu.
Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið. Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Samspil
  • Æskilegt er að lengra komnir píanónemendur taki þátt í samleik með öðrum hljóðfærum.
  • Ætlast er til að nemendur mæti vel í alla tíma, stundi námið af áhuga og æfi sig reglulega heima.
  • Tónlistarskólinn er með fjölmarga tónleika á hverju starfsári og skulu nemendur taka þátt í þeim.

 

Blásaradeild

Námið í blásaradeild er fjölbreytt og boðið er upp á ýmis konar hljóðfæri. Deildin skiptist í tvo hljóðfæraflokka, það er málmblásturhljóðfæri og tréblásturhljóðfæri. Á kornett er geta nemendur byrjað 6-8 ára, trompett 8-10 ára, alt-horn 6-8 ára (sjá forskóla) franskt-horn 11-12 ára, barítón-horn 8-10 ára, básúna 10-11 ára, túba 10-12 ára. Á tréblásturshljóðfæri er byrjunaraldur á sópranflautu 6-7 ára, altflautu 9-10 ára, þverfauta 9-10 ára, klarínett 6-7 ára, altsaxafón 10-12 ára, tenórsaxafón 12-13 ára, fagott 14-15 ára, þarf að hafa lokið 3-4 stigi í hljóðfæraleik.

Kennsla fer fram í einkatímum, einnig er þess krafist að nemendur taki þátt í samleik, t.d. dúett, tríó og blásarasveit.

Nemendur þurfa að hafa hljóðfæri heima,sem þau eiga eða leigja af skólanum. Árangur námsins fer fram heima og er því mjög mikilvægt að aðhalds sé gætt í heimanámi af hálfu foreldra.

Nemendur skulu stunda hliðargreinar með s.s. tónfræði, tónheyrn, hljómfræði, tónlistarsögu og fl.

Námið skiptist í þrjá áfanga með eftirfarandi hætti:

Grunnnám (sambærilegt að 3. stigi áður)
Aðaláhersla er lögð á nótnalestur og tækni ásamt því að spila innlenda og erlenda tónlist.
  • 1 klukkustund á viku með kennara (má skipta í 2 x1/2 tíma)
  • Samspilstímar eftir samkomulagi kennara og nemenda
Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.
  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1 klukkustund á viku í samspili.
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum.

Með námi í miðstigi (frá og með 5.stigi) þarf að byrja í tónlistarsögu.

Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.
  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1.klukkustund á viku í samspili
  • 1.klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum
  • 1 klukkustund á viku í tónlistarsögu
Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið. Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Samspil:

Mikil áhersla er lögð á samspil í blásaradeild, þar sem því verður við komið. Starfandi er blásarasveit sem æfir á föstudögum hálfsmánaðarlega. Staðsetning æfinga er breytileg en æfingaáætlun verður gefin út hverju sinni.

Ætlast er til að nemendur mæti vel í alla tíma, stundi námið af áhuga og æfi sig reglulega heima.
Tónlistarskólinn er með fjölmarga tónleika á hverju starfsári og skulu nemendur taka þátt í þeim.

 

Strengjadeild

Tvær kennsluaðferðir eru í boði fyrir fiðlunemendur í Tónlistarskóla Skagafjarðar; hefðbundin kennsla og Suzuki-fiðlukennsla. Gott er að byrja ungur að læra á fiðlu. Æskilegt er þó að börn sem hefja hefðbundið fiðlunám hafi náð 8 - 9 ára aldri, en í Suzuki-tónlistarnámi geta börn byrjað mjög ung eða um 3.-5 ára. Í hefðbundnu námi mæta börnin einu sinni til tvisvar í viku í einkatíma og svo hóptíma að auki hálfsmánaðarlega. Þar læra nemendurnir nótur svo að góð kunnátta þarf að vera komin í lestri svo að nemandinn nái góðu valdi á hljóðfærinu og nótnalestri. Foreldrar eru ávalt velkomnir í tíma.  Nauðsynlegt er að nemendur æfi sig reglulega heima og að foreldrar fylgist með náminu með því að mæta reglulega í tíma. Suzuki-tónlistarnám er nokkuð frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi. Aðalhugmyndafræði námsins er að öll börn geta lært ef umhverfið er hvetjandi. Upphafsmaður aðferðarinnar var japanski fiðlukennarinn Shinichi Suzuki sem fæddist árið 1898 og lést árið 1998.

Fiðlur og selló eru til í mörgum stærðum sem skólinn leigir út.

Hefðbundin kennsla

Hefðbundið nám skiptist í grunnstig, miðstig og framhaldsstig en að auki eru tekin árspróf eða námsmat.

Grunnnám (sambærilegt að 3. stigi áður)
  • 1 klukkustund í einkatíma 2 x 30 mín.
  • ½ klukkutími í samleik eftir þörfum.
  • 1 klukkutími í tónfræði.
Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1 klukkutími eða skemmri tími með undirleikara.
  • 1 klukkutími í tónfræði.
  • Áhersla lög á samleik og kammertónlist.
Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)

Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í einkatíma.
  • 1 klukkustund á viku í tónfræði.
  • 1 klukkutími á viku í tónlistarsögu.
  • Aukin þátttaka í kammertónlist. (s.s. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands)
Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið. Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Suzuki-fiðlukennsla

Fyrirkomulag Suzuki-námsins er á þá vegu að foreldrar og nemendur koma saman í einkatíma til kennarans einu sinni í viku og síðan í hóptíma með öðrum nemendum og foreldrum hálfsmánaðarlega. Í einkatímum lærir nemandinn hin tæknilegu atriði hljóðfæraleiksins og fyrsu skrefin eru alltaf smá og þurfa foreldrar oft að sýna þolinmæði. Í Suzuki-tónlistarnámi eru hóptímar mikilvægir. Þar er hinn félagslegi þáttur virkjaður og hóptímar eru einnig vettvangur fyrir hina ýmsu leiki, en Suzukiaðferðin notar gjarnan leiki til að koma tækniatriðum á framfæri. Því verður hugtakið "nám í gegnum leik" mjög mikilvægt í þessari kennslu.

Þátttaka foreldra barna í Suzukinámi er mjög mikilvæg. Þeir koma með barninu í alla tíma og sjá um daglegar heimaæfingar. Oft læra foreldrarnir fyrst sjálfir á hljóðfærin og barnið fylgist með. Í fyrstu er það mjög algengt að einkatíminn skiptist jafnt á milli barns og foreldris því foreldrarnir þufa jú að læra og úthald barnanna er ekki alltaf mjög langt.

Eins og áður kom fram læra börnin námsefnið eftir eyranu til að byrja með. Þegar barnið hefur náð góðu valdi á hljóðfærinu og góðu valdi á lestri er hægt að hefja nótnalestur. Oft eru þá nemendurnir komnir langt á veg tæknilega séð og finnst ekkert mál að bæta nótnalestrinum við. Á unglingsárum þróast svo Suzukinámið yfir í hefðbundna kennslu og falla þá nemendur inn í það kerfi.

Til gamans má þess geta að þeir nemendur sem stundað hafa Suzukitónlistarnám hafa yfirleitt haldið áfram námi á unglingsárum og er það mikið að þakka þeim félagslega þætti sem byggður er upp í Suzukitónlistarnámi.

Harmonikudeild

 Harmonikunám er fyrir alla aldurshópa, frá 1. bekk og uppúr. Harmonikur eru til í mörgum stærðum og þarf að velja hljópfæri fyrir hvern og einn við hæfi. Námið er stundað í einkatímum, sérstaklega til að byrja með, en síðan er lögð áhersla á samspil þegar nemendur hafa náð vissum tökum á sínu hljóðfæri. Æskilegt er að nemendur stundi fullt nám við skólann sem er 60 mínútur á viku. Nemendur þurfa að hafa hljóðfæri heima þar sem verulegur hluti námsins felst í heimavinnu og er þá mikilvægt að æfa sig á hverjum degi. Nemendur skulu stunda hliðargreinar með s.s. tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu o.fl.

Námið skiptist í þrjá áfanga með eftirfarandi hætti:

Grunnnám (sambærilegt að 3. stigi áður)
Aðaláhersla er lögð á nótnalestur og tækni ásamt því að spila innlenda og erlenda tónlist.
  • 1 klukkustund á viku með kennara (má skipta í 2 x1/2 tíma)
  • Samspilstímar eftir samkomulagi kennara og nemenda
Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.
  • 1 klukkustund á viku í samspili.
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum.
  • 1klukkustund í tónlistarsögu
Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.
  • 1 klukkustund á viku í samspili
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum
  • 1 klukkustund á viku í tónlistarsögu
Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið. Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Gjaldskrár

Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar

Prenta gjaldskrá
Hálft nám
Árgjald
Fullt nám
Árgjald
Suzuki deild
7.050 kr
63.455 kr
10.575 kr
95.176 kr
Grunnnám
7.050 kr
63.455 kr
10.575 kr
95.176 kr
Hringekja
21.152 kr
Mið og framhaldsnám
12.456 kr
112.092 kr
Hljóðfæraleiga
14.653 kr

 

Systkinaafsláttur 2. barn 25% 3. barn 50% 4. barn 100%

Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi.

Uppsagnarfrestur á skólavist er einn mánuður og skal vera skriflegur og miðast við mánaðamót.

Breyting á gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. júní 2024

Sími: 455-1189         Netfang: tons@skagafjordur.is