Námið í blásaradeild er fjölbreytt og boðið er upp á ýmis konar hljóðfæri. Deildin skiptist í tvo hljóðfæraflokka, það er málmblásturhljóðfæri og tréblásturhljóðfæri. Á kornett er geta nemendur byrjað 6-8 ára, trompett 8-10 ára, alt-horn 6-8 ára (sjá forskóla) franskt-horn 11-12 ára, barítón-horn 8-10 ára, básúna 10-11 ára, túba 10-12 ára. Á tréblásturshljóðfæri er byrjunaraldur á sópranflautu 6-7 ára, altflautu 9-10 ára, þverfauta 9-10 ára, klarínett 6-7 ára, altsaxafón 10-12 ára, tenórsaxafón 12-13 ára, fagott 14-15 ára, þarf að hafa lokið 3-4 stigi í hljóðfæraleik.
Kennsla fer fram í einkatímum, einnig er þess krafist að nemendur taki þátt í samleik, t.d. dúett, tríó og blásarasveit.
Nemendur þurfa að hafa hljóðfæri heima,sem þau eiga eða leigja af skólanum. Árangur námsins fer fram heima og er því mjög mikilvægt að aðhalds sé gætt í heimanámi af hálfu foreldra.
Nemendur skulu stunda hliðargreinar með s.s. tónfræði, tónheyrn, hljómfræði, tónlistarsögu og fl.
|