Gjald skv. framangreindu er viðmiðunargjald. Ef kostnaður sveitarfélagsins vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða annarra starfsmanna sveitarfélagsins eða annar áfallinn kostnaður, þ.m.t. vegna aðkeyptrar þjónustu, er umfram viðmiðunargjald skv. þessari gjaldskrá, vegna umfangs verksins, eða hversu það er flókið, s.s. við umfangsmeiri skipulagsvinnu og skipulagsvinnu vegna umhverfismatsskyldra framkvæmda eða umfangsmikilla samskipta við skipulagsyfirvöld, úrskurðaraðila og dómstóla, er heimilt að leggja á til viðbótar gjaldi skv. 1. mgr. þessarar greinar, tímagjald skipulagsfulltrúa sem er 20.600 kr./klst. Sé um að ræða kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu sem nauðsynleg er vegna verksins skal greiða gjald skv. greiddum reikningi viðkomandi aðila.
Gjald fyrir skipulagsvinnu, umsýslu o.fl.: Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að hún vinni að gerð skipulagsáætlunar, eða breytingu á henni á sinn kostnað. Fyrir slíka vinnu og afgreiðslu hennar í framhaldinu skal greiða framangreind gjöld.