Fara í efni

Skipulagsmál

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar hefur umsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi starfar með skipulagsnefnd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórnir vinna þrennskonar skipulagsáætlanir samkvæmt skipulagslögum:

  • Svæðisskipulag sem er samræmd stefna tveggja eða fleiri sveitarfélaga um sameiginleg hagsmunamál, svo sem um byggðaþróun, samgöngur eða vatnsvernd.
  • Aðalskipulag sem er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu.
  • Deiliskipulag sem er skipulag fyrir afmarkað svæði, til dæmis einstök hverfi eða götureiti. Felur í sér skipulagsskilmála um byggðamynstur, einstakar lóðir og byggingar o.fl.

Framkvæmdaleyfi

Framkvæmdaleyfi er leyfi sveitarstjórnar til meiriháttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdaleyfi skal ávallt vera í samræmi við skipulag. Unnt er að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags án deiliskipulagsgerðar eða grenndarkynningar, ef gerð er grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana í aðalskipulaginu. Að öðrum kosti kallar veiting framkvæmdaleyfis á að jafnframt liggi fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Í þeim tilvikum sem veiting framkvæmdaleyfis kallar á gerð deiliskipulags getur sveitarstjórn þó veitt framkvæmdaleyfi án deiliskipulagsgerðar að undangenginni grenndarkynningu sé framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Sótt er um framkvæmdaleyfi hjá skipulagsfulltrúa. Flestar umsóknir er að finna á Íbúagátt.

Upplýsingar um skipulagsmál í Skagafirði veitir Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar á netfangið saeunnkth(hja)skagafjordur.is.

Gjaldskrár

Gjaldskrá skipulagsmála

Prenta gjaldskrá
Heiti gjalds
Gjald krónur
AÐALSKIPULAGSBREYTING skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vinnsla breytingartillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
299.000
ÓVERULEG BREYTING Á AÐALSKIPULAGI skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vinnsla breytingartillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
119.500
NÝTT DEILISKIPULAG skv. 37.- 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
178.500
NÝTT DEILISKIPULAG skv. 37.-42. gr. án lýsingar og kynningar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
149.500
BREYTING Á DEILISKIPULAGI skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vinnsla breytingartillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
119.500
ÓVERULEG BREYTING Á DEILISKIPULAGI skv. 2. mgr. 43. gr. með grenndarkynningu
Vinnsla breytingartillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
89.500
ÓVERULEG BREYTING Á DEILISKIPULAGI skv. 2. mgr. 43. gr. án grenndarkynningar
Vinnsla breytingartillögu
Samkvæmt reikningi
Auglýsingakostnaður
54.000
GRENNDARKYNNING BYGGINGAR- EÐA FRAMKVÆMDALEYFIS skv. 44. gr
Afgreiðslu- og auglýsingakostnaður
48.000
BREYTING Á GILDANDI LÓÐARBLAÐI/LANDSSTÆRÐ
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Umsýslukostnaður
36.500
GJALD VEGNA FRAMKVÆMDALEYFIS O.FL.
Almennt afgreiðslugjald
33.500
Framkvæmdaleyfisgjald skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
125.500
Framkvæmdaleyfisgjald skv. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
179.500
Framkvæmdaleyfi, umfangsmiklar framkvæmdir
Samkvæmt reikningi
Framkvæmdaleyfi „minniháttar framkvæmdir“
30.500
UMSÓKN UM STOFNUN Á BYGGINGARREIT
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Afgreiðslugjald
30.500
UMSÓKN UM STOFNUN LANDS OG LÓÐA
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Afgreiðslugjald
42.000
BREYTINGAR Á SKRÁNINGU FASTEIGNA/LÓÐA/LANDEIGNA HJÁ ÞJÓÐSKRÁ ÍSLANDS
Vinnsla tillögu
Afgreiðslugjald
30.500
Gjald fyrir lóðarúthlutun vegna íbúðarhúsa/frístundahúsa og fyrir úthlutun annarra lóða og lendna, þ.m.t. fyrir atvinnustarfsemi
72.000
Gjald fyrir úthlutun þróunarreita/þróunarsvæða, til þess að mæta kostnaði við samningsgerð, vinnu starfsmanna og ráðgjafa vegna skipulags og lóðaúthlutunar, viðkomandi reits/svæðis, sem og aðra nauðsynlega umsýslu
Ákveðið í úthlutunarskilmálum skv. ákvörðun byggðarráðs
Breyting á lóðarleigusamningi
30.500
BREYTING Á LÓÐARBLAÐI EÐA GERÐ NÝS LÓÐARBLAÐS
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Afgreiðslugjald
30.500
MÁLSMEÐFERÐ STAKRA FRAMKVÆMDA SKV. 1. TL. ÁKVÆÐA TIL BRÁÐABIRGÐA
Vinnsla tillögu
Samkvæmt reikningi
Umsýslukostnaður
36.500

Gjald skv. framangreindu er viðmiðunargjald. Ef kostnaður sveitarfélagsins vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða annarra starfsmanna sveitarfélagsins eða annar áfallinn kostnaður, þ.m.t. vegna aðkeyptrar þjónustu, er umfram viðmiðunargjald skv. þessari gjaldskrá, vegna umfangs verksins, eða hversu það er flókið, s.s. við umfangsmeiri skipulagsvinnu og skipulagsvinnu vegna umhverfismatsskyldra framkvæmda eða umfangsmikilla samskipta við  skipulagsyfirvöld, úrskurðaraðila og dómstóla, er heimilt að leggja á til viðbótar gjaldi skv. 1. mgr. þessarar greinar, tímagjald skipulagsfulltrúa sem er 20.600 kr./klst. Sé um að ræða kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu sem nauðsynleg er vegna verksins skal greiða gjald skv. greiddum reikningi viðkomandi aðila.

Gjald fyrir skipulagsvinnu, umsýslu o.fl.: Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að hún vinni að gerð skipulagsáætlunar, eða breytingu á henni á sinn kostnað. Fyrir slíka vinnu og afgreiðslu hennar í framhaldinu skal greiða framangreind gjöld.

Samþykkt gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði