Sumar T.Í.M
Sumar TÍM er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og hefst í beinu framhaldi að lokun Árvistar á vorin og fram að opnun Árvistar á haustin. Höfuðstöð Sumar-TÍM er í B - álmu Árskóla (þar sem 1. og 2. bekkur gengur inn).
Skráningar munu fara fram í gegnum vefverslun Sportabler.
Nánara fyrirkomulag
Skráningu fyrir hvert og eitt námskeið lýkur ALLTAF á fimmtudeginum í vikunni áður en að námskeiðin byrja.
Ekki er nauðsynlegt að skrá börn á námskeið fyrir allt sumarið í upphafi, en það verður líka í boði. Hægt er að kaupa stakar vikur á íþróttaæfingar en verður það í gegnum vefverslun Tindastóls.
Ekki verður í boði að skrá börn á námskeið allar vikurnar hjá okkur þar sem gert er ráð fyrir því að öll börn þurfi sumarfrí.
Hafi barn einhverjar sérþarfir væri gott að láta starfsfólk Sumar - TÍM vita. Við erum einnig dugleg að taka myndir af starfinu og setja inn á Facebook síðuna okkar. Við biðjum börnin alltaf um leyfi en viljum einnig ykkar leyfi. Ef þið eruð mótfallin því að myndir af barninu ykkar fari inn á síðuna, hafið þá samband.
Mikilvægt er að fylgja Facebook síðu Sumar - TÍM en þar eru allar tilkynningar settar inn.