Fara í efni

Sumar T.Í.M

Sumar TÍM er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og hefst í beinu framhaldi að lokun Árvistar á vorin og fram að opnun Árvistar á haustin. Höfuðstöð Sumar-TÍM er í B - álmu Árskóla (þar sem 1. og 2. bekkur gengur inn).

Fjölbreytt starf er í boði í Sumar TÍM, má þar nefna dans, íþróttir, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM. Börn í 1.- 4. bekk geta sótt samfellt starf frá kl. 8 – 16 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 8 - 12 á föstudögum.
 
Boðið upp á gæslu í hádeginu með þeim skilyrðum að börnin hafi með sér nesti og útbúnað að heiman sem til þarf yfir daginn. Fyrirkomulag gæslunnar er þannig að hún byrjar kl. 12 þegar flest öll námskeið eru búin og stendur til kl. 13 þegar næstu námskeið byrja. Þar geta krakkarnir borðað nestið sitt og síðan leikið aðeins áður en að næsta námskeið byrjar.
 
Börnum sem eru að ljúka við leikskólastig verður boðið að taka þátt í Sumar - TÍM. Þeim er boðið upp á að mæta á stök námskeið en hafa ekki kost á því að vera í samfelldu starfi frá 8 – 16.
 

Skráningar munu fara fram í gegnum vefverslun Sportabler.

Nánara fyrirkomulag

Skráningu fyrir hvert og eitt námskeið lýkur ALLTAF á fimmtudeginum í vikunni áður en að námskeiðin byrja.

Ekki er nauðsynlegt að skrá börn á námskeið fyrir allt sumarið í upphafi, en það verður líka í boði. Hægt er að kaupa stakar vikur á íþróttaæfingar en verður það í gegnum vefverslun Tindastóls.

Ekki verður í boði að skrá börn á námskeið allar vikurnar hjá okkur þar sem gert er ráð fyrir því að öll börn þurfi sumarfrí.

Hafi barn einhverjar sérþarfir væri gott að láta starfsfólk Sumar - TÍM vita. Við erum einnig dugleg að taka myndir af starfinu og setja inn á Facebook síðuna okkar. Við biðjum börnin alltaf um leyfi en viljum einnig ykkar leyfi. Ef þið eruð mótfallin því að myndir af barninu ykkar fari inn á síðuna, hafið þá samband.

Mikilvægt er að fylgja Facebook síðu Sumar - TÍM en þar eru allar tilkynningar settar inn.