Fara í efni

Eignasjóður

Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði sveitarfélagsins. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér, þ.e. fjármagnskostnað vegna viðkomandi fasteignar, afskriftir, skatta og tryggingar, viðhaldskostnað fasteignar og lóðar, auk eðlilegrar þóknunar eignasjóðs fyrir umsýslu. Leigutekjur eignasjóðs skulu standa undir rekstri einstakra eigna. Umsjónarmaður Eignasjóðs hefur starfstöð að Borgarflöt 27, Sauðárkróki.

Eignasjóður Skagafjarðar er þjónustustofnun sem hefur það að markmiði:

  • Að veita notendum húsnæðis í eigu sveitarfélagsins góða þjónustu
  • Að bæta viðhald húsnæðis í eigu sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti
  • Að sjá til þess að framkvæmdir séu í samræmi við tíma- fjárhags- og kostnaðaráætlanir hverju sinni.
  • Að koma upp skráningu á viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins.

Helstu flokkar fasteigna í umsjón Eignasjóðs:

  • Leikskólar
  • Grunnskólar
  • Íþróttahús
  • Sundlaugar
  • Menningar- og listahús
  • Skrifstofuhúsnæði
  • Slökkvistöðvar

Aðrar eignir:

Eignasjóður hefur umsjón með eignum Félagsíbúða Skagafjarðar. Hjá Félagsíbúðum Skagafjarðar eru nú tæplega 80 íbúðir sem að langstærstum hluta eru félagslegar eignaríbúðir sem sveitarfélaginu hefur lögum samkvæmt borið skylda til að innleysa og ekki hefur tekist að selja aftur. Samþykkt hefur verið að stefna að sölu þeirra íbúða sem sveitarfélagið þarf ekki á að halda til að geta sinnt lögboðnum skyldum sínum um félagsleg úrræði í húsnæðismálum. Eignasjóður mun sjá um viðhald íbúðanna, gerð leigusamninga o.þ.h., en úthlutun þeirra til leigutaka er á höndum Fjölskyldusviðs.

Byggðarráð fer með stjórn Eignasjóðs.