Fara í efni

Forvarnarstarf

Forvarnarstefna Skagafjarðar hefur það að markmiði að hvert barn finni til öryggis og eigi áhyggjulausa bernsku. Hver og einn einstaklingur er að mótast öll sín uppvaxtarár og því er mikilvægt að öll sem koma að málefnum barna og ungmenna vinni að sameiginlegum markmiðum og noti til þess sömu leiðir.

Markmið stefnunnar
  • Stuðla að heilbrigðum lífsháttum og lífsviðhorfum
  • Að börn og unglingar þekki skaðsemi vímuefna og mikilvægi hollra lífshátta
  • Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust nemenda svo þeir geti tekið afstöðu gegn vímuefnum og staðið á móti neikvæðum félagslegum þrýstingi
  • Að vinna markvisst gegn einelti og annarri félagslegri útskúfun
  • Að allir þeir aðilar sem koma að málefnum barna og unglinga vinni eftir sömu verklagsreglum og að sömu markmiðum
  • Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust barna og leitast við að auka félags- og tilfinningaþroska þeirra
  • Samræmd stefna grunnskólanna og fjölskyldusviðs í forvarnarmálum
  • Að allir skólar í Skagafirði, íþróttafélög, félagsmiðstöðin og önnur æskulýðs- og tómstundafélög verði vímuefnalaus
  • Samræma fræðslu allra aðila sem starfa með börnum og ungmennum
  • Gott samstarf milli forvarnarteymis Sveitarfélagsins og lögreglu
  • Að auka hlut ungs fólks í ákvarðanatöku sem varða málefni þeirra
Leiðir að markmiðum
  • Allir sem vinna að forvörnum barna og unglinga styðjast við samræmda stefnu grunnskólanna og fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar
  • Bjóða uppá fjölbreytta og skipulagða íþrótta- og æskulýðsstarfsemi
  • Efla samstarf meðal barna og unglinga í sveitarfélaginu með ferðum Frístundastrætó
  • Grunnskólarnir vinni samkvæmt forvarnarstefnu sinni og fræði samkvæmt henni
  • Skóli-, íþrótta-, æskulýðsstarf starfi eftir eineltisáætlun Olweusar og sendi starfsfólk reglulega á námskeið
  • Fastir tímar náms- og starfsráðgjafa þar sem nemendur geta leitað viðtals
  • Fastir tímar skólahjúkrunarfræðings þar sem nemendur geta leitað viðtals
  • Bjóða árlega upp á fræðslu fyrir foreldra í samráði við foreldrafélög, fjölskylduþjónustu, heilsugæslu og lögreglu
  • Efla samstarf forvarnarteymis og lögreglu til að sporna við vímuefnaneyslu , eftirlitslausum unglingapartíum og brot á reglum um útivistartíma, o.fl.
  • Gott upplýsingaflæði til foreldra
  • Starfsfólk sveitarfélagsins setur skýr mörk við neikvæðri hegðun og er jákvæð fyrirmynd í leik og starfi
  • Efla starf Ungmennaráðs og völd þess. Kynna starf þess betur og marka því skýrari stefnu innan stjórnsýslunnar.

Forvarnarteymi

Í Skagafirði er unnið samkvæmt þeirri hugmyndafræði að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Útfærslan á fyrrgreindri hugmyndafræði hefur falist í því að stofnuð voru tvenn teymi: Forvarnarteymi og Vinateymi. Forvarnarteymið hefur um árabil unnið að forvörnum og fræðslu fyrir íbúa Skagafjarðar. Áfengis- og vímuefnaneysla ungs fólks í Skagafirði hefur dregist mikið saman á liðnum árum, en leiða má líkur að því að sá árangur hafi náðst vegna fræðslu, meiri samheldni milli foreldra og betra eftirliti með ungu fólki. Vinateymið var stofnað árið 2008 og hafði það hlutverk að finna það/þau ungmenni sem eru að einangrast félagslega. Hugmyndafræðin þar að baki er sú að félagsleg einangrun leiði til vanlíðunar einstaklings og afleiðingin er oft sú, sérstaklega hjá unglingum og ungu fólki, að viðkomandi leitar í óæskilega hegðun eins og t.d. vímuefnaneyslu. Áfram er unnið samkvæmt sömu hugmyndafræði í starfi skólanna og innan frístundar í Skagafirði.

Hlutverk forvarnarteymis:
  • Að kynna forvarnar- og vímuvarnarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir íbúum sveitarfélagsins.
  • Kynna stefnu fyrir starfsfólki skólanna á hverju hausti. Einnig skal stefnan kynnt fyrir nemendum og foreldrum. Foreldrum skal bent á eigið ábyrgðarhlutverk og mikilvægi stuðnings þeirra.
  • Endurskoða með reglulegu millibili stefnu í vímuvörnum.
  • Að standa að virkri upplýsingaáætlun gagnvart nemendum, foreldrum og kennurum.
  • Halda fræðslufundi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, t.d. með fyrirlestrum, leiksýningum og kvikmyndasýningum.
  • Hvetja til hollra lífshátta og tómstunda.
  • Vera í samvinnu við grunnskólana um kannanir á neyslu og viðhorfum til vímuefna innan skólans.
  • Efla almennt samstarf skóla-, frístunda- og félagsstarfs.

Í forvarnarteyminu sitja:
Þorvaldur Gröndal  Forvarnarfulltrúi Skagafjarðar
Helga Rós Sigfúsdóttir Fulltrúi Varmahlíðarskóla
Jóhann Bjarnason Fulltrúi Grunnskólans austan Vatna
Kristbjörg Kemp Fulltrúi Árskóla
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir Sóknarprestur Sauðárkrókskirkju
Aðalbjörg Hallmundsdóttir Fulltrúi FNV
Eva Jóhanna Óskarsdóttir Fulltrúi nemenda FNV