Fara í efni

Hús frítímans

Hús frítímans er miðstöð frístundastarfs allra íbúa sveitarfélagsins, óháð aldri og er til húsa að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Auk starfsemi í þágu eldri borgara, ungmenna og grunnskólabarna er húsið opið fyrir hvers konar félags- og menningarstarfsemi íbúa héraðsins. Hér eru haldnir fundir hverskonar, haldnir eru tónleikar, opnar kóræfingar, fyrirlestrar, námskeið og leikæfingar svo nokkur dæmi séu nefnd.

Áherslan er ekki síst á menningu og listir. Við skipulagningu dagskrár Húss frítímans er tekið mið af fjölskyldustefnu. Reynt er að flytja starfsemina framar á daginn og er markmiðið að börn yngri en ellefu áru séu ávallt búin klukkan fimm á daginn og geti notið samvista við foreldra sína eftir vinnu.

Frístundastrætó er í boði á föstudögum yfir skólaárið, skv nánari auglýsingu, til að auðvelda öllum Skagfirðingum, hvar sem þeir búa í héraðinu, að taka þátt í starfinu í Húsi frítímans. Akstur Frístundastrætó er börnum og ungmennum í Skagafirði að kostnaðarlausu.

Hús frítímans heldur úti Facebook síðu þar sem best er að nálgast allar helstu upplýsingar um daglega starfsemi.

Á sumrin eru vinnuskólinn og Sumar-Tím með aðstöðu í Húsi frítímans. Vinnuskólinn er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára og Sumar-Tím fyrir börn í 1.-4. bekk. Sumar-TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu.

Frístundastrætó

Frístundastrætó er einungis á föstudögum. Strætóinn fer frá Grunnskólanum austan Vatna, Hofsósi kl: 13:35 með viðkomu á Hólum og þaðan til Sauðárkróks. Lagt af stað heim kl: 17:00 frá frá Húsi frítímans.

Strætóinn fer frá Varmahlíðarskóla kl: 13:35 og leggur af stað heim kl: 17:00 frá Húsi frítímans.

Tilgangur þessara ferða er að gefa börnum frá 4.-10. bekk tækifæri til þess að efla tengsl, komast í enn fleiri frístundatilboð eins og íþróttir, tómstundir og fleira. Það er félagsmiðstöðin sem heldur utan um skipulagningu og er alltaf hægt að vera þar í dagskrá en einnig sækja æfingar í íþróttahúsi. Þegar skíðasvæðið opnar, mun rúta keyra uppá skíðasvæði, þannig að hægt verður að stunda bretti og skíði af miklum móð.

Skipulögð dagskrá er gerð fyrir hvern föstudag og er hún hengd upp í skólunum og tilkynnt á Facebook síðu Húss frítímans.

Fyrirkomulag skráninga í frístundastrætó er þannig háttað að foreldrar senda tölvupóst, í síðasta lagi á fimmtudegi, á husfritimans1@skagafjordur.is og skrá barn sitt og eftirfarandi upplýsingar:

Dæmi:

Jón Jónsson 8.bekkur, er að koma frá Varmahlíð. Jón fer með frístundastrætó báðar leiðir.

Eða

Jón Jónsson 5.bekkur, er að koma frá Hofsós. Jón fer með frístundastrætó til Sauðárkróks en fer til baka/heim með foreldrum.

Minnum á að allur akstur Frístundastrætó er börnum og ungmennum í Skagafirði að kostnaðarlausu.

Gjaldskrá Húss frítímans

Gjaldskrá Húss frítímans 2025

Prenta gjaldskrá
Gjald
Verð
Barnaafmæli - 2 klst.
11.189
Fundur/Ráðsefna styttra en 3 tímar, færri en 50 manns
27.195
Fundur/Ráðsefna lengri en 3 tímar, fleiri en 50 manns
38.073
Markaðir góðgerðafélaga
20.823
"Opið hús" einstaklingar
20.823
Veislur eða sambærilegt
70.039
Gisting íþróttafélaga - Verð á mann per nótt
1.000