Farsæld barna
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Tekið hafa í gildi lög um sem styðja við farsæld barna. Þau eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð, á réttum tíma frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.
Nálgast má nánari upplýsingar á vef Farsældar barna, einnig eru þar skýringar á hugtökum.
Tengiliður
Öll börn og foreldrar hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá meðgöngu og fram að skólagöngu barns er tengiliður í heilsugæslu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður aðili sem er aðgengilegur börnum og foreldum í skólanum. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið.
Foreldrar og börn geta alltaf leitað sjálf til tengiliðar í nærumhverfi barnsins og óskað eftir samþættri þjónustu.
Upplýsingar um tengiliði í Skagafirði
Stofnun | Nafn tengiliðar | Netfang |
Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra | Heiða Björk Jóhannsdóttir | heida.bjork.johannsdottir@hsn.is |
Leikskólinn Ársalir | Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir | namsadlogun@skagafjordur.is |
Leikskólinn Birkilundur | Steinunn R. Arnljótsdóttir | birkilundur@skagafjordur.is |
Leikskólinn Barnaborg Hofsós | Ásrún Leósdóttir | asrunleos@skagafjordur.is |
Leikskólinn Brúsabær Hólum | Eyrún B. Guðmundsdóttir | eyrunberta@skagafjordur.is |
Grunnskólar í Skagafirði | Margrét Petra Ragnarsdóttir | margret@skagafjordur.is |
Framhaldsskóli | Aðalbjörg Hallmundsdóttir | adalbjorg@fnv.is |
Börn sem á einhvern hátt falla á milli ofangreindra þjónustukerfa hafa aðgang að tengilið sveitarfélagsins Skagafjarðar, Margréti Petru Ragnarsdóttur. Tölvupóstfang: margret@skagafjordur.is |
Málstjóri
Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og leiða samþættingu þjónustu. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.
Upplýsingar um málstjóra í Skagafirði
Nafn | Netfang | Athugasemdir |
Hrafnhildur Guðjónsdóttir | hrafnhildur@skagafjordur.is | |
Berglind Róbertsdóttir | berglind@skagafjordur.is | |
Helga Rut Hjartardóttir | helgarut@skagafjordur.is | |
Sigrún Elva Benediktsdóttir | sigrune@skagafjordur.is | |
Sigþrúður Jóna Harðardóttir | sigthrudurh@skagafjordur.is | Málstjóri vegna málefna fatlaðra barna |