Fara í efni

Leikskólar

Í Skagafirði eru starfandi leikskólar í öllum þéttbýliskjörnum; leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð og Leikskólinn Tröllaborg á Hofsósi og Hólum.

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Hægt er að reikna út kostnað við leikskóladvöl með reiknivélinni hér fyrir neðan.

Gjaldskrár

Gjaldskrá leikskóla Skagafjarðar frá 1. október 2024

Prenta gjaldskrá
Mánaðarlegt dvalargjald er tvískipt eftir tíma dags
Gjaldskrá frá 8-16
Mánaðargjald
6 tímar eða minna
455 kr.
6.5 tímar
2.955 kr.
7 tímar
5.455 kr.
7.25 tímar
7.955 kr.
7.5 tímar
10.455 kr.
7.75 tímar
12.955 kr.
8 tímar
15.455 kr.
Gjaldskrá utan 8-16
7.45-8.00
10.000 kr.
16.00-16.15
5.000 kr.
Morgunhressing
3.818 kr.
Hádegisverður
8.308 kr.
Síðdegishressing
3.818 kr.
Fullt fæði
15.944 kr.

Ekki er hægt að hefja dvalartíma barns eftir klukkan 9 á daginn.

Gjaldskrá gildir fyrir skólaárið að undanskildum skráningardögum sem eru 20 á hverju ári. Gjald fyrir hvern skráningardag er 2.500 kr. og kemur til viðbótar við dvalargjald. Foreldrar þurfa að skrá barn á skráningardaga með fjögurra vikna fyrirvara.

Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi, 50% við 2. barn og 100% við 3. barn.

Viðbótarniðurgreiðsla er veitt af dvalargjaldi annars vegar 40% af almennu gjaldi og hins vegar 20%.

Sæki foreldrar sitt barn eftir umsaminn dvalartíma eða mæti með það fyrir umsaminn dvalartíma tvisvar á hvorri önn (janúar - júní og júlí - desember) greiða þeir 10.000 krónur í sektargjald í hvert skipti umfram tvö.

Gjaldskrá leikskóla í Skagafirði frá 1. október 2024

Leikskólar í Skagafirði