Sveitarstjóri
Sveitarstjóri Skagafjarðar er Sigfús Ingi Sigfússon.
Sigfús Ingi tók við starfi sveitarstjóra í Sveitarfélaginu Skagafirði eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 og var Sigfús endurráðinn eftir sveitarstjórnarkosningar 2022 við sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps í nýtt sameinað sveitarfélag, Skagafjörð.
Sigfús er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Hann er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá University of Stirling í Skotlandi, auk þess að hafa stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Sigfús hefur starfað hjá fyrirtækum á einkamarkaði og einnig í opinberri stjórnsýslu á vettvangi bæði ráðuneyta og sveitarfélags.
Netfang: sigfus@skagafjordur.is
Sími: 455-6000