Fara í efni

Eldra fólk

Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á að eldra fólk geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er blómlegt félagsstarf og fjölbreyttur stuðningur í formi heimaþjónustu, matarþjónustu, akstursþjónustu og dagdvalar.

Dagdvöl aldraðra

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir eldri borgara í Skagafirði sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa sem lengst í heimhúsi. Lögð er áhersla á að styðja notendur til sjálfstæðis og sjálfræðis, tekið er mið af getu hvers og eins þannig allir fái að njóta sín, upplifi öryggi og vellíðan.

Dagdvöl er opin alla virka daga og nýtist þjónustan öllum íbúum Skagafjarðar.
Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta sér dagdvölina, en það getur verið allt frá einum degi upp í alla virka daga.

Hjá Dagdvöl aldraðra er boðið uppá:

  • Félagslegan stuðning og ráðgjöf
  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs
  • Eftirlit með heilsufari
  • Hreyfingu – sund, tækjasal, leikfimi og gönguferðir
  • Handavinnu og handverk
  • Hádegisverð og síðdegishressingu
  • Akstur að heiman og heim

Heimaþjónusta - Heimilishjálp og heimsending matar

Til heimaþjónustu telst heimilishjálp og heimsending matar. Markmið heimaþjónustu er að efla fólk til sjálfsbjargar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er stuðningur fyrir aðila sem ekki geta einir og óstuddir séð um heimilishald.

Heimilishjálp er aðstoð við heimilishald svo sem nánar er greint frá í reglum um heimaþjónustu, aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar, félagslegan stuðning, t.d. með innliti og stuttri viðveru og aðstoð við umönnun barna og unglinga með hliðsjón af aðstæðum þegar um erfiðar fjölskylduaðstæður er að ræða, t.d. veikinda, fötlunar eða félagslegra erfiðleika.

Heimsending matar er fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir. Maturinn er greiddur af þeim sem hans njóta en sveitarfélagið sér um dreifingu þeim að kostnaðarlausu. Heimsending matar er skipulögð á Sauðárkróki. Í öðrum tilvikum er reynt að finna einstaklingsbundnar lausnir.

Gjaldskrá og viðmiðunartekjur

Akstursþjónusta

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarf aldraðra er blómlegt í Skagafirði. Stefna sveitarfélagsins er að byggja á og hlúa að frumkvæði eldra fólks varðandi skipulagningu félagsstarfs. 

Sveitarfélagið styður við félags- og tómstundastarf Félags eldri borgara í Skagafirði í Húsi frítimans, við Félag aldraðra í Hofshreppi hinum forna á Hofsósi og loks við samverustundir eldri borgara á Löngumýri.

Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf á þessum samverum ef óskað er eftir.

Félag eldri borgara í Skagafirði heldur úti heimasíðu þar sem finna má allar nánari upplýsingar um starfsemi þeirra.

Heimasíða Félags eldri borgara í Skagafirði

Gjaldskrár

Gjaldskrá dagdvalar aldraða

Prenta gjaldskrá
Gjald
Verð krónur
Daggjald notenda
1.579
Fæðiskostnaður
631
Samanlagt daggjald með fæði
2.210
Fjarvistargjald
1.579

Gjaldskrá heimaþjónustu

Prenta gjaldskrá
Viðmið kr. 4.256
Ef tekjur undir: frítt
Ef tekjur undir: greiðir 1/3
Ef tekjur undir: greiðir 1/2
Ef tekjur yfir: fullt gjald
Fjölskyldugerð
Einstaklingur
417.391
626.087
730.434
730.434
Hjón/sambýlisfólk
626.087
939.130
1.095.651
1.095.651
Gjald
Einstaklingur
0
1.419
2.128
4.256
Hjón/sambýlisfólk
0
1.419
2.128
4.256
Tekjur á ári
Einstaklingur
5.008.692
7.513.038
8.765.211
8.765.211
Tekjur á ári
Hjón/sambýlisfólk
7.513.038
11.269.557
13.147.817
13.147.817

Fyrir félagslega heimaþjónustu í Skagafirði skal greiða gjald fyrir hverja unna vinnustund sem nemur launaflokki 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2022 með 8% persónuálagi, 13,04 % orlofi og 25% launatengdum gjöldum, samtals 4.256 kr. 

Tekið er tillit til fjölda barna á heimili þjónustuþega, 18 ára og yngri og skal draga upphæð barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (1.1.2024) 46.147 kr. frá heildartekjum þjónustuþega fyrir hvert barn, áður en reiknað er út í hvaða gjaldflokki heimilið lendir.

Hér má nálgast samþykkta gjaldskrá heimaþjónustu