Móttaka garðaúrgangs
Í Skagafirði er boðið upp á losunarstaði fyrir garðúrgang. Hér er að finna allar helstu upplýsingar um losunarstaði í þéttbýli.
Sauðárkrókur
Á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem taka á móti mismunandi úrgangi, annars vegar jarðvegstippur við Borgargerði (grænn punktur á mynd) og hinsvegar á Gránumóum (rauður punktur á mynd).
Jarðvegstippur við Borgargerði
Þangað fer einungis almennur garðúrgangur:
Smærri trjágreinar
Jarðvegur
Gras/hey
Gránumóar
Þangað fer eftirfarandi úrgangur:
Stærri trjágreinar
Tré
Steypuafgangar
Hellur
Flísar o.þ.h.
Tré, trjágreinar og runnar fara ofan við götuna, múrbrot, steypa, flísar o.þ.h. fara fyrir neðan götuna.
Hofsós
Sunnan við Pardus
Varmahlíð
Fyrir neðan Förgu
Steinsstaðir
Við Héraðsdalsveg austan við Steinsstaði