Tillaga um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008
Málsnúmer 0801005
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 416. fundur - 11.01.2008
Lögð fram tillaga um tekjuviðmiðun og afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008.Byggðarráð samþykkir að fullur afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008 verði 45.000. Afslátturinn skerðist hlutfallslega miðað við eftirfarandi tekjuviðmið:Einstaklingar með tekjur að kr. 1.850.000 fá fullan afslátt og afslátturinn fellur niður þegar tekjur hafa náð kr. 2.500.000. Hjón og sambýlisfólk með tekjur að kr. 2.500.000 fá fullan afslátt og afslátturinn fellur niður þegar tekjur hafa náð kr. 3.400.000.