Lóðamál í Varmahlíð
Málsnúmer 0903065
Vakta málsnúmerStjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 03.02.2009
Sigurður Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa mætti á fund og skýrði frá lóðamálum í Varmahlíð. Sveitarfélagið þarf að gera lóðaleigusamning við Skógrækt ríkisins vegna tjaldsvæðis og aðstöðuhúss, sem því tilheyrir. Einnig þarf að ganga formlega frá skipulagi og staðsetningu lóða sem tilheyra starfsemi Skagafjarðarveitna, þ.e. borholna og aðstöðuhúsa, bæði fyrir heitt og kalt vatn. Einnig þarf að skilgreina lóðamörk lóða á Norðurbrún með afgerandi hætti. Það þarf líka að ganga frá lóðamörkum og hnitsetja íþróttavellina í Varmahlíð. Formanni falið að ganga í málið við Tæknideild sveitarfélagsins í samráði við landeigendur. Þóra Björk skýrði frá stöðu lóðamála í Varmahlíð og þeim samningi, sem hún gerði við ISS hús en þeir höfðu farið fram á greiðsludreifingu á lóðaleigu og var það samþ., þar sem þeir voru ekki í vanskilum. Þær lóðir sem eru óbyggðar falla aftur til Varmahlíðarstjórnar samanber samning.