Styrktarsjóður EBÍ 2009
Málsnúmer 0906020
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 480. fundur - 11.06.2009
Lagt fram til kynningar erindi frá Styrktarsjóði EBÍ. Sjóðurinn styrkir með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Sveitarfélög geta framselt umsóknarrétt sinn til einstaklings eða félags. Umsóknarfrestur er til loka ágúst nk. Byggðarráð hvetur nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til að sækja um í sjóðinn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 480. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.