Fjallskiladeild úthluta Seyluhrepps - framkvæmdaleyfisumsókn
Málsnúmer 0909027
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009
Arnór Gunnarsson og Elvar Einarsson f.h. Fjallskiladeildar úthluta Seyluhrepps, óska hér með eftir leyfi til þess að lagfæra reiðgötur í gegn um Reykjaskarð og út á Valbrandsdal. Leiðin er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 4100, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 30. ágúst 2009. Fyrirhugað er að nota jarðýtu við verkið og leitast við að valda eins litlu jarðraski og kostur er.Skipulags- og byggignarnefnd samþykkir erindið að fengnu skriflegu samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda.