Fara í efni

Opnun nýs leikskóla

Málsnúmer 1001184

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 54. fundur - 20.01.2010

Til fundarins voru boðaðir, auk nefndarmanna og fastra áheyrnarfulltrúa, fulltrúar í starfshópi sem vinnur að undirbúningi að sameiningu leikskólanna á Sauðárkróki. Lagðar voru fram 2 fundargerðir starfshópsins. Ræddar voru ýmsar hugmyndir og skoðanir er varða undirbúninginn. Starfshópnum falið að undirbúa samkeppni um nafn á leikskólann.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 55. fundur - 03.02.2010

Fræðslustjóri greindi frá því að núverandi leikskólastjórar á Furukoti og Glaðheimum sækist ekki eftir því að veita sameinuðum leikskóla forstöðu. Í samræmi við samþykkt fræðslunefndar og sveitarstjórnar um sameiningu leikskólanna á Sauðárkróki samþykkir fræðslunefnd að fela fræðslustjóra að auglýsa starf leikskólastjóra í sameinuðum leikskóla á Sauðárkróki laust til umsóknar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 54. fundar fræðslunefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 55. fundar fræðslunefndar staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.