Fara í efni

Laugatún - Frágangur gangstétta

Málsnúmer 1106052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 563. fundur - 18.08.2011

Lagt fram til kynningar bréf frá Búhöldum, húsnæðissamvinnufélagi (svf) varðandi frágang svæðis framan við húsin nr. 26-32 við Laugatún á Sauðárkróki. Fyrirliggjandi gögn sýna að engar breytingar hafi verið gerðar á hönnun götu og gangstéttar frá því að byggingarleyfi var gefið út á framangreindar lóðir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 281. fundur - 23.08.2011

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.