Lánssamningur í ísl. krónum v/SKV
Málsnúmer 1209197
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 13. liðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Bókun sveitarstjórnar og ábyrgð á lántöku.
Fyrir hönd ábyrgðaraðila lýsa sveitarstjórnarmenn Sveitarfélagins Skagafjarðar því yfir að sveitarfélagið gengst í einfalda ábyrgð á greiðslum samkvæmt lánssamningu þessum til lánveitanda.
Sveitarstjórnarmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa því yfir að þeir hafi kynnt sér lánssamning þennan og að þeim sé ljóst hvað felist í þessari ábyrgð. Jafnfram lýsa þeir því yfir, að eignir ábyrgðaraðila standi vel fyrir þeim skuldbindingum sem á hann kunna að falla vegna ábyrgðarinnar. Um leið lýsa þeir því yfir að greiðsluskyldan muni ekki raska fráhagslegri stöðu ábyrgðaraðila að neinu marki. Ábyrgðaraðili (sveitarfélagið) ábyrgist greiðslu skuldar þessarar eins og um hans eigin skuld væri að ræða.
Ábyrgðaraðila er skylt að greiða skuldina við vanskil, ef bankinn krefst þess, enda hafi tilraunir bankans til að fá skuldina greidda hjá reikningseiganda reynst árangurslausar.
Ábyrgð sveitarfélagsins samkvæmt samningi þessum stendur til tryggingar öllum höfuðstól ofangreinds láns, vísitöluálags, vaxta, dráttarvaxta, innheimtukostnaði og kostnaði af innheimtuaðgerðum. Innheimtukostnaður er reiknað samkvæmt gjaldskrá Arion banka og gildandi lögum á hverjum tíma. Ábyrgð sveitarfélagsins, samkvæmt ofangreindu, gildir svo lengi sem lánið er ógreitt.
Undirritaðir staðfesta með undirskrift sinni að þeir hafi kynnt sér þá fjárhagslegu áhættu sem ábyrgð sveitarfélagsins fylgir. Undirritaðir gera sér grein fyrir því að sú hætta er fyrir hendi að gengið verði að eignum sveitarfélagsins verði greiðslufall hjá lántaka. Að öðru leyti en hér kemur fram gilda ákvæði lánssamnings þessa um ábyrgðina.
Lánssamningur borinn undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.
Fyrir hönd ábyrgðaraðila lýsa sveitarstjórnarmenn Sveitarfélagins Skagafjarðar því yfir að sveitarfélagið gengst í einfalda ábyrgð á greiðslum samkvæmt lánssamningu þessum til lánveitanda.
Sveitarstjórnarmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa því yfir að þeir hafi kynnt sér lánssamning þennan og að þeim sé ljóst hvað felist í þessari ábyrgð. Jafnfram lýsa þeir því yfir, að eignir ábyrgðaraðila standi vel fyrir þeim skuldbindingum sem á hann kunna að falla vegna ábyrgðarinnar. Um leið lýsa þeir því yfir að greiðsluskyldan muni ekki raska fráhagslegri stöðu ábyrgðaraðila að neinu marki. Ábyrgðaraðili (sveitarfélagið) ábyrgist greiðslu skuldar þessarar eins og um hans eigin skuld væri að ræða.
Ábyrgðaraðila er skylt að greiða skuldina við vanskil, ef bankinn krefst þess, enda hafi tilraunir bankans til að fá skuldina greidda hjá reikningseiganda reynst árangurslausar.
Ábyrgð sveitarfélagsins samkvæmt samningi þessum stendur til tryggingar öllum höfuðstól ofangreinds láns, vísitöluálags, vaxta, dráttarvaxta, innheimtukostnaði og kostnaði af innheimtuaðgerðum. Innheimtukostnaður er reiknað samkvæmt gjaldskrá Arion banka og gildandi lögum á hverjum tíma. Ábyrgð sveitarfélagsins, samkvæmt ofangreindu, gildir svo lengi sem lánið er ógreitt.
Undirritaðir staðfesta með undirskrift sinni að þeir hafi kynnt sér þá fjárhagslegu áhættu sem ábyrgð sveitarfélagsins fylgir. Undirritaðir gera sér grein fyrir því að sú hætta er fyrir hendi að gengið verði að eignum sveitarfélagsins verði greiðslufall hjá lántaka. Að öðru leyti en hér kemur fram gilda ákvæði lánssamnings þessa um ábyrgðina.
Lánssamningur borinn undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.
Lagður fram óverðtryggður lánssamningur í íslenskum krónum milli Arion banka hf og Skagafjarðarveitna ehf. Lánsupphæð 250.000.000 kr. til 24 ára. Þessir fjármunir eru ætlaðir til uppgreiðslu á öðrum óhagstæðari lánum.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangist í einfalda ábyrgð á greiðslum samkvæmt lánssamningi þessum til lánveitanda.