Fara í efni

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana 2012

Málsnúmer 1303504

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 620. fundur - 22.03.2013

Ársreikingur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar. Byggðarráð vísar ársreikningnum til umfjöllunar og fyrri umræðu i sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 13. liðar, ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana hans 2012. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2012.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A hluta sveitarsjóðs og samantekin A og B hluta. Í A- hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B- hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.548 millj. króna af samstæðunni í heild, A og B hluta. Þar af voru rekstrartekjur A hluta 3.098 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.120 millj. króna, þ.a. A hluti 2.922 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 428 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 176 millj króna. Afskriftir eru samtals 136 millj.króna, þar af 69 millj.króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 180 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2012 er 16,7 millj.króna en rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 79 millj.króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 6.274 millj. króna, þ.a. voru eignir A hluta 4.615 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2012 samtals 5.080 millj. króna, þ.a. hjá A hluta 3.479 millj.króna. Langtímaskuldir námu alls 3.345 millj.króna hjá A og B hluta auk 301 millj.króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.194 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 19%. Lífeyrisskuldbindingar nema 831 millj.króna í árslok og hækkuðu á árinu um 74 millj.króna vegna aukinna lífeyrisréttinda.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 321 millj.króna, þar af er veltufé frá rekstri A hluta 122 millj.króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 462 millj.króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2012, 383 millj.króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 415 millj.króna á árinu 2012. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2012 57 millj.króna , handbært fé lækkaði um 12 millj.króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60.gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2012 um 143%, en sé dregin frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er, er skuldahlutfall í ársreikningi ársins 2012 um 134%.

Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Sigurjón Þórðarson tók til máls.

Forseti lagði fram tillögu um að vísa ársreikningi til síðari umræðu og var það samþykkt.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 120. fundur - 02.04.2013

Ársreikningur fyrir árið 2012 hefur verið tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Ákveðið að fá endurskoðandann Kristján E. Jónasson á næsta fund til að fara yfir reikninginn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 300. fundur - 17.04.2013

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og samantekin A- og B- hluta. Í A- hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B- hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.548 millj. króna af samstæðunni í heild, A- og B- hluta. Þar af voru rekstrartekjur A- hluta 3.098 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.120 millj. króna, þ.a. A-hluti 2.922 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 428 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A- hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 176 millj króna. Afskriftir eru samtals 136 millj.króna, þar af 69 millj.króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 180 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B- hluta á árinu 2012 er 16,7 millj.króna, rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um 79 millj.króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B- hluta voru í árslok samtals 6.274 millj. króna, þ.a. voru eignir A- hluta 4.615 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2012 samtals 5.080 millj. króna, þ.a. hjá A- hluta 3.479 millj.króna. Langtímaskuldir námu alls 3.345 millj.króna hjá A- og B- hluta auk 301 millj.króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.194 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 19%. Lífeyrisskuldbindingar nema 831 millj.króna í árslok og hækkuðu á árinu um 74 millj.króna vegna aukinna lífeyrisréttinda.

Veltufé frá rekstri A- og B- hluta nam 321 millj.króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 122 millj.króna. Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta er 462 millj.króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2012, 383 millj.króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 415 millj.króna á árinu 2012. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2012 57 millj.króna , handbært fé lækkaði um 12 millj.króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60.gr. megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2012 um 143%, en sé dregin frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er, er skuldahlutfall í ársreikningi ársins 2012 um 134%.

Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Ásta Pálmadóttir
sveitarstjóri

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar jákvæðri niðurstöðu ársreiknings 2012 og þeim viðsnúningi sem orðið hefur í rekstri sveitarfélagsins en þetta er í annað sinn sem jákvæð niðurstaða næst í ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá sameiningu þess og eftir að nýjar reikningsskilareglur tóku gildi árið 2002.
Hinn 19. júlí árið 2012 samþykktu allir flokkar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að koma til framkvæmda þeim tillögum sem lagðar höfðu verið til í kjölfar niðurstöðu rekstrarúttektar á öllum einingum sveitarfélagsins. Afrakstur þeirrar vinnu er nú að líta dagsins ljós og ber að þakka þá samstöðu sveitarstjórnarfulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins sem tóku þátt í að ná þessum árangri.
Fylgja þarf þessum árangri eftir til að enn betra svigrúm verði skapað til uppbyggingar, framkvæmda og betri lífsgæða fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarsons sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls óskar að bókað verði:
Breytingar núverandi meirihluta á afskriftum eigna, hafa veruleg áhrif á niðurstöðu uppgjörs sveitarfélagsins. Ef reikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 hefðu verið gerðir upp með sama hætti og á árinu 2011, þá væri hallinn á rekstri sveitarfélagsins á fjórða tug milljóna króna á árinu 2012. Frá árinu 2010 hafa skuldir Sveitarfélagsins Skagafjarðar aukist um hálfan milljarð á sama tíma og íbúum hefur fækkað um á annað hundra. Aukin skuldsettningin meirihlutans er algerlega óábyrg en hún leiðir ekki til annars þegar fram í sækir en harkalegra hagræðingaaðgerð og niðurskurðar á þjónustu.
Ég get ekki veitt samþykki mitt fyrir ársreikningum vegna þess að meirihlutinn hefur ekki enn upplýst um skiptingu kostnaðar eftir stjórnamálaflokkum á árinu 2012 fyrir: fundi, ferðakostnað innanlands og erlendis,akstursgjöld og dagpeninga.
Framangreind beiðni um upplýsingar hefur legið fyrir frá 13 mars sl. og er furðulegt að ætlast til þess að sveitarstjórnarfulltrúar samþykkti reikninga áður en búið er að gera grein fyrir þeim fyrirspurnum sem liggja fyrir.


Ásta Björg Pálmdóttir sveitarstjóri, kvaddi sér hljóðs og óskar bókað að hún muni að sjálfsögðu svara öllum þeim fyrirspurnum sem berast og Sigurjóni Þórðarsyni sé fullkunnugt um hvers vegna þetta hafi dregist.

Þorsteinn Tómas Broddason fulltrúi Samfylkingarinnar í sveitarstjórn tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Niðurstaða reksturs á árinu 2012 er því miður ekki eins góð og lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunar. Tap af rekstri A hluta var 34 mkr meira en gert var ráð fyrir þrátt fyrir að tekjur A hlutans hafi verið 130 mkr hærri en gert var ráð fyrir og þrátt fyrir hagræðingarátak á síðasta ársfjórðungi. Skuldir Sveitarfélagsins hafa hækkað um rúmlega 200 milljónir á árinu og gengið hefur verið á handbært fé sveitarfélagsins, þó voru framkvæmdir uppá um 80 milljónir króna sem gert var ráð fyrir í áætluninni settar á ís. Til að rétta af rekstur aðalsjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þannig að hann standist kröfu sveitarstjórnarlaga þarf að finna rúmar 139 milljónir króna í aukinni hagræðingu. Það er því brýnt að unnið sé áfram eftir þeim hagræðingartillögum sem sveitarstjórn samþykkti að fara í síðasta haust og kalla ég því eftir því að sveitarstjórn verði kynntar þær aðgerðir sem búið er að fara í, hverju þær hafa skilað hvað er eftir og hvernig þeim sem eftir eru verður komið í framkvæmd.

Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað.
Sjálfstæðismenn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja að ársreikningur fyrir árið 2012 sýni að jákvæðar breytingar hafa orðið í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári. Þessar breytingar ber að þakka samstilltu átaki sveitarstjórnar og allra starfsmanna sveitarfélagsins við að halda niðri rekstrarkostnaði sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn telja brýnt að halda áfram á sömu braut, því markmiðið er að rekstur sveitarfélagsins skapi svigrúm til niðurgreiðslu skulda á næstu árum. Leiðin að því markmiði er að markvisst verði unnið að eflingu atvinnulífs að hálfu sveitarstjórnar í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir innan og utan héraðs. Öflugt atvinnulíf og fjölgun starfa er grundvöllur þess að auka megi tekjur sveitarsjóðs og stuðla að jákvæðri íbúaþróun í okkar ágæta sveitarfélagi. Sjálfstæðismenn í sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru reiðubúnir til að leggja sín lóð á vogarskálir til að svo megi verða.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað.
Í ljósi loforða sveitarstjóra um að umræddar upplýsingar muni liggja fyrir þá mun ég að sjálfsögðu undirrita ársreikninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ársreikningar Sveitarfélagins Skagfjarðar og stofana þess fyrir árið 2012 bornir upp til samþykktar. Samþykkt með níu atkvæðum.