Fara í efni

Sólgarðar í Fljótum 146780 - beiðni um stofnun lóðar

Málsnúmer 1305031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 247. fundur - 09.10.2013

Með vísan til erindis sveitarfélagsins Skagafjarðar sem dagsett er 10. maí 2013 til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og svars ráðuneytisins sem dagsett er 11. júní 2013 samþykkir skipulags-og byggingarnefnd stofnun lóðarinnar Sólgarðar lóð, sem fengið hefur landnúmerið 221774. Lóðin er 2.680,4 m² stofnuð úr landinu/lóðinni Sólgarðar 146780. Hnitsettur uppdráttur unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur gerir grein fyrir afmörkun lóðarinnar. Uppdrátturinn er í verki númer 56196, nr. S-101 og er hann dagsettur 2. september 2013. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum