Fara í efni

Hreppsnefnd Skagabyggðar - bókun vegna fjallskila

Málsnúmer 1507099

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 180. fundur - 20.11.2015

Lögð fram til kynningar bókun frá hreppsnefndarfundi Skagabyggðar þann 19. júní 2015.

"Upp hefur komið sú staða að flýta göngum vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Húnavatnshrepps vegna fjallskiladeildar Bólstaðarhlíðarhrepps og ákvörðun Skagfirðinga og farið verði 5.september, viku fyrr en áætlað var, en seinni göngur séu á réttum tíma.
Samþykkt var að flýta göngum þrátt fyrir að Fjallskilasamþykkt Austur-Húnavatnssýslu kveði á um að farið sé viku seinna skv. 23. grein. Er það gert til að fylgja aðliggjandi fjallskiladeildum og auðvelda fjárskil.
Sveitarstjórn Skagabyggðar vill að það komi skýrt fram að farið verði eftir Fjallskilasamþykkt Austur-Húnavatnssýslu næstu 7 árin. Og beinum því til annara sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu að gera slíkt hið sama."

Landbúnaðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að göngum hafi verið flýtt og styður þá ákvörðun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 180. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.