Fara í efni

Eigendastefna fyrir þjóðlendur - verkefnislýsing

Málsnúmer 1509317

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 712. fundur - 08.10.2015

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 23. september 2015 varðandi verkefnislýsingu eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Forsætisráðuneytið telur mikilvægt að fyrir liggi skýr stefna um það hvernig ríkið rækir landeigenda- og umsýsluhlutverk sitt á þjóðlendum samkvæmt lögum nr. 58/1998 og hefur því ákveðið að vinna drög að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Óskað er ábendinga um verkefnislýsinguna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti og fara yfir málið með skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.