Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1509342

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 114. fundur - 11.11.2015

Lögð var fram til samþykktar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, ”semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög.
Þriggja manna verkefnisstjórn hefur nú skilað af sér svæðisáætlun til samþykktar hjá þeim sveitarfélögum sem áætlunin nær til.
Nokkrar rangfærslur eru í skýrslunni hvað varðar flokkun í Skagafirði og er sviðstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum vegna þessa.
Að öðru leyti samþykkir nefndin áætlunina og vísar henni til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 50 "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Lögð var fram til samþykktar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 til 2026, sem samþykkt var á 114. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. nóvember 2015.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, "semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir", sbr. 5. gr. laganna.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög.
Þriggja manna verkefnastjórn hefur nú skilað af sér svæðisáætlun til samþykktar hjá þeim sveitarfélögum sem áætlunin nær til.
Nokkrar rangfærslur eru í skýrslunni hvað varðar flokkun í Skagafirði og er sviðstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum vegna þessa.

Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Sveitarfélagið Skagafjörður staðfestir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á norðurlandi fyrir árin 2015-2026 en vill halda því til haga að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu.

Gunnsteinn Björnsson tók til máls.

Framangreind svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.