Fara í efni

Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1510206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 114. fundur - 11.11.2015

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Verkfræðistofunni Alta varðandi umhverfisstefnu hafna.
Í minnisblaðinu býður Alta fram þjónustu sína við að vinna umhverfisstefnu fyrir hafnir.
Hugmyndin er að hafnirnar vinni eftir sameiginlegri verkáætlun og ramma eða beinagrind sem verður síðan að endanlegri stefnu þegar vinnu lýkur. Nokkrar hafnir hafa sýnt því áhuga að vera með í þessari vinnu og því hefur Alta sent minnisblað þetta á valdar hafnir vítt og breitt um landið.
Sviðstjóra falið að athuga hvort svipuð vinna sé í gangi hjá Hafnasambandi Íslands og að kanna kostnað vegna verkefnisins hjá Alta Verkfræðistofu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 114. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.