Fara í efni

Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum

Málsnúmer 1511242

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 721. fundur - 03.12.2015

Lögð fram tillaga um að lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum sveitarfélagsins verði 10% af lóðarhlutamati og verði innheimt með fasteignagjöldum frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 46 "Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Lögð fram tillaga, sem samþykkt var á 721. fundi byggðarráðs 3. desember 2015, um að lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum sveitarfélagsins verði 10% af lóðarhlutamati og verði innheimt með fasteignagjöldum frá og með 1. janúar 2016.

Framangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt i afgreiðslu málsins.