Fara í efni

Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2016

Málsnúmer 1512002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 721. fundur - 03.12.2015

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2016 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2016. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 47 "Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2016." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2016 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2016. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Samþykkt á 721. fundi byggðarráðs 3. desember 2015

Framangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.