Fara í efni

Girðing á milli heimalanda og afréttar - Stóra Vatnsskarð og Fjall

Málsnúmer 1608007

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 05.09.2016

Lagt fram bréf dagsett 1. júlí 2016 frá Benedikt Benediktssyni landeiganda Stóra-Vatnsskarðs og Birgi Haukssyni og Loga Má Birgissyni landeigendum Fjalls, varðandi girðingu á milli heimalanda framangreindara jarða og afréttar. Óska þeir eftir viðræðum við landbúnaðarnefnd um málið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að boða landeigendur á fund nefndarinnar.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 188. fundur - 13.12.2016

Málið áður á dagskrá 186. fundi landbúnaðarnefndar, 5. september 2016. Lagt fram bréf dagsett 1. júlí 2016 frá Benedikt Benediktssyni landeiganda Stóra-Vatnsskarðs og Birgi Haukssyni og Loga Má Birgissyni landeigendum Fjalls, varðandi girðingu á milli heimalanda framangreindara jarða og afréttar. Á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið komu Benedikt Benediktsson og Birgir Hauksson til viðræðu um málið.

Landbúnaðarnefnd samþykkir að skoða málið nánar út frá þeim möguleikum sem liggja fyrir.