Fara í efni

Umsókn um lóðir við Laugatún og framlag sveitarfélagsins vegna þeirra

Málsnúmer 1608039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 756. fundur - 08.09.2016

Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2016 frá Búhöldum hsf. þar sem félagið lýsir áhuga á að sækja um lóðir við Laugatún undir þrjú parhús eins og félagið hefur byggt. Óskað er eftir að vita hvert framlag sveitarfélagsins gæti hugsanlega orðið sem stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill byggðarráð beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 293. fundur - 25.10.2016

Fyrir er tekin umsókn Búhölda um lóðir við Laugarún 21-23, 25-27 og 29-31 á Sauðárkróki Erindið var tekið fyrir í Byggðarráði 8. september sl. og þar m.a bókað:
"Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill byggðarráð beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum."
Í umsókn Búhölda kemur fram að fyrirhugað sé að byggja þrjú parhús, eftir sömu teikningu og Búhöldar hafa byggt eftir undanfarin ár.
Í skipulagi er gert ráð fyrir að við Laugartún 21-23 og 25-27 verði byggð hús á tveimur hæðum. Lóð nr. 29-31 er ekki til við götuna.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn Búhölda um lóðir við Laugatún en bendir á að lausar eru til umsóknar parhúsalóðir við Iðutún 1-3, 5-7 og 9-11.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016

Tekið fyrir á 756. fundi byggðarráðs þann 8. september 2016, þannig bókað."Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2016 frá Búhöldum hsf. þar sem félagið lýsir áhuga á að sækja um lóðir við Laugatún undir þrjú parhús eins og félagið hefur byggt. Óskað er eftir að vita hvert framlag sveitarfélagsins gæti hugsanlega orðið sem stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir." Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum."Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.