Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Málsnúmer 1609010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016
Fundargerð 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Halldór Gunnlaugsson kom til fundar og kynnti rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á árinu 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir erindi frá Steinari Skarphéðinssyni sem varðar losunarstað fyrir ferðasalerni við tjaldsvæðið í Varmahlíð. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Steinari fyrir erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að hafa samráð um það við starfsmenn eignasjóðs með tilliti til fjárhagsáætlunar næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð rennur út 1. október nk. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að auglýsa rekstur þeirra í samráði við starfsmenn eignasjóðs. Nefndin horfir til langtímaleigu, 5-10 ára og að hvað framtíðaruppbyggingu svæðanna varðar verði höfð í huga samkeppnissjónarmið gagnvart tjaldsvæðum í einkaeigu í héraðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 og skal umsókn send fyrir 10. október nk. Nefndin felur starfsmönnum hennar að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Kynnt umsókn til Nordforsk, sem Sveitarfélagið Skagafjörður er samstarfsaðili að. Umsóknin snýr að auknu verðmæti sjávarfangs/landbúnaðarhráefna, líftækni o.fl. Sérstök áhersla yrði á Skagafjörð hvað Ísland varðar og er m.a. gert ráð fyrir að vinnustofa tilheyrandi verkefninu verði í Skagafirði. Fulltrúar sveitarfélagsins tækju einnig þátt í viðtölum, veittu tölfræðilegar og aðrar upplýsingar um íbúa og atvinnuþróun o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem óskað er eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð vegna eignarhluts félagsins í Félagsheimilinu Bifröst. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og vísar erindinu til byggðarráðs sem jafnframt er stjórn eignasjóðs. Nefndin gerir ekki athugasemdir við það þótt Ungmennafélagið Tindastóll hverfi úr eigendahópi Félagsheimilisins Bifrastar. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Rætt um markaðs- og kynningarmál Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur fengið tillögu að kjörorði og merki til notkunar í kynningarefni sveitarfélagsins, "Heimili norðursins - Home of the north". Kjörorðinu er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er að finna í skagfirsku samfélagi, t.d. "Skagafjörður - heimili íslenska hestsins, Skagafjörður - home of the Icelandic horse", o.s.frv. Merkinu er ekki ætlað að koma í stað byggðamerkis Sveitarfélagsins Skagafjarðar heldur yrði notað sem viðbót í markaðslegum tilgangi. Nefndin samþykkir notkun kjörorðsins og merkisins í markaðslegum tilgangi en felur starfsmönnum að útfæra nánar tillögur þess efnis og leggja fyrir nefndina.
Hanna Þrúður óskar bókað að merkið sé gott en kjörorðið sé mun sterkara á ensku en í íslenskri þýðingu orðsins og telur t.d. að staður næði betur markaðslegum árangri í íslenskri notkun kjörorðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd stóð fyrir ljósmynda- og myndbandasamkeppni fyrr á árinu. Fjölmargar myndir bárust og þakkar nefndin öllum þeim sem sendu inn efni. Nefndin samþykkir að tilnefna fulltrúa í sérstaka dómnefnd sem leggi niðurstöður sínar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 37.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.