Byggðarráð Skagafjarðar - 758
Málsnúmer 1609018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016
Fundargerð 758. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selmu Hjörvarsdóttur, kt. 070762-2779, f.h. Spíru ehf., kt. 420207-0770 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki V að Lindargötu 3, Sauðárkróki. Leyfi fyrir 50 manns í sal í kjallara og 20 manns í sal á hæð. 26 gistirúm samtals.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selmu Hjörvarsdóttur, kt. 070762-2779, f.h. Spíru ehf., kt. 420207-0770 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Lindargötu 1, Sauðárkróki. Leyfi fyrir 18 gistirúm.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1608036, dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur, kt. 240866-5799 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal í Leifshúsi. Leyfi fyrir 10 manns.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1608036, dagsettur 19. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur, kt. 240866-5799 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal í gestahúsi. Leyfi fyrir 10 manns.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1506196, dagsettur 21. september 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brynju Ólafsdóttur, kt. 271051-3019, fyrir hönd Félagsheimilisins Skagasels, kt. 430383-0789, um endurnýjun á leyfi fyrir samkomusal og svefnpokagistingu. Gististaður í flokki III í Félagsheimilinu Skagaseli.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf dagsett 9. september 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna alþingiskosninga 2016. Eru sveitarstjórnir hvattar til þess að taka þátt í samstarfi við sýslumenn um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 29. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga um sama efni.
Byggðarráð samþykkir að skoða málið frekar. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf dagsett 12. september 2016 frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir. Sjóðurinn hefur þegar auglýst eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Fjárhæð til úthlutunar sem stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að hefja vinnu við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar með það að markmiði að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu. Félagið starfi í anda laga nr. 52 frá 10. júní 2016 um almennar íbúðir en markmið þeirra laga er sem hér segir:
"Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda."
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að athuga með samstarfsaðila í verkefnið en eftir fund byggðarráðsfulltrúa með forseta ASÍ er ljóst að ekki er vilji þeirra samtaka til að koma að slíku verkefni með sveitarfélaginu.
Byggðarráð óskar ASÍ velfarnaðar í samstarfi sínu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélagsins á Hólum í Hjaltadal, dagsett 19. september 2016 varðandi dekkjakurl á sparkvöllum í Skagafirði. Skorar stjórnin á Sveitarfélagið Skagafjörð að taka frumkvæði og skipti um gúmmíkurl í sparkvöllunum strax.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2016 þar sem Verið Vísindagarðar ehf. boðar til aðalfundar þann 12. október 2016.
Byggðarráð samþykkir að fela Gunnsteini Björnssyni, fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn félagsins að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Húsnæði leikskólans á Hofsósi er ekki viðunandi og þarfnast verulegra úrbóta og mikilvægt að leysa húsnæðismálin til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til úrbóta svo að myndist ekki rof á starfsemi leikskólans. Jafnframt verði hafin hönnunarvinna á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi með það fyrir augum að grunn-, leik- og tónlistarskóli verði undir einu þaki. Einnig verði skoðað hvernig koma megi íþróttaaðstöðu fyrir í tengslum við þessa hönnun. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Það er markmið og metnaðarmál Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástunda hagkvæmni í rekstri og skapa þannig forsendur til að efla jafnt og þétt innviði samfélagsins. Þannig voru starfsstöðvar Árskóla á Sauðárkróki sameinaðar undir einu þaki haustið 2013 og starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki flutt á sama stað haustið 2016, líkt og áður hafði verið gert í öðrum grunnskólum héraðsins. Sú bygging sem áður hýsti yngra stig Árskóla við Freyjugötu á Sauðárkróki hefur nú verið seld en ætlun kaupanda er að breyta húsnæðinu í íbúðir til að mæta þeirri húsnæðisþörf sem uppi er í Skagafirði.
Í einum hluta gamla barnaskólans er lítill íþróttasalur sem hefur verið afar vel nýttur til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Við brotthvarf hans eykst því enn sá vandi sem uppi er á Sauðárkróki varðandi aðstæður til íþróttaiðkunar en íþróttahúsið á Sauðárkróki annar nú þegar ekki eftirspurn sem er eftir tímum í húsinu. Þessu til viðbótar hefur lengi verið ljóst að sú vetraræfingaraðstaða sem íþróttafólki á Sauðárkróki er boðið er upp á er með engu móti ásættanleg enda sparkvöllurinn við Árskóla einn sá minnsti á landinu. Hefur það m.a. haft veruleg áhrif á æfingar hjá þeim fjölmörgu knattspyrnuiðkendum sem í sveitarfélaginu búa. Skortur á slíkri aðstöðu skerðir einnig samkeppnishæfni sveitarfélagsins er kemur að búsetuvalkostum og hefur áhrif á hvar fjölskyldur velja sér heimilisfestu.
Í ljósi þessa beinir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafin verði hönnun og kostnaðarmat þess að setja gervigras á norðurhluta æfingasvæðis við íþróttavöllinn á Sauðárkróki. Væri með því móti losað um tíma sem annars væru í íþróttahúsinu. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að þeim framkvæmdum verði flýtt sem kostur er enda þörfin fyrir úrbætur á íþróttaaðstöðu brýn.
Byggðarráð samþykkir einnig að fluttir verði fjármunir til þessa verkefnis frá verkefninu "Fjölnota íþróttahús - hönnun" í fjárfestingaáætlun ársins 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. september 2016 frá Norðurorku hf. varðandi umsókn til Orkusjóðs til fjárfestingar í uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að umsókn til Orkusjóðs vegna þessa verkefnis. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 709/2015, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Úrskurður dómsins var á þá leið að héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýandi, Sveitarfélagið Skagafjörður, greiði stefnda, Lánasjóði sveitarfélaga ohf., 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 23. ágúst 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 758. fundar byggðarráðs staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. september 2016. Bókun fundar Fundargerð SSNV frá 6.september 2016, lögð fram til kynningar á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 758 Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. september 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Sambands íslenskar sveitarfélaga nr. 842 frá 2.september 2016, lögð fram til kynningar á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016.