Fara í efni

Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1609068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 756. fundur - 08.09.2016

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016. Samantekinn er viðaukinn hækkun á rekstrarafgangi A og B hluta að fjárhæð 21.144.000 kr.
Helstu ástæður viðaukans eru launabreytingar vegna starfsmats og kjarasamningshækkana sem orðið hafa á árinu, tekju- og gjaldabreytingar vegna þess að sveitarfélagið er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra árið 2016 og þá með fulla ábyrgð á verkefninu, hækkun útsvarstekna, hagnaður vegna sölu fasteigna og fasteignakaup og hækkun eignatekna. Nettó breyting A-hluta er hækkun útgjalda um 29.591.000 kr. og samsvarandi breyting í B-hluta er hækkun rekstrarafgangs um 50.735.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 346. fundur - 20.09.2016

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016, sem samþykkt var á 756. fundi byggðarráðs þann 8. september 2016 og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

"Samantekinn er viðaukinn hækkun á rekstrarafgangi A og B hluta að fjárhæð 21.144.000 kr.

Helstu ástæður viðaukans eru launabreytingar vegna starfsmats og kjarasamningshækkana sem orðið hafa á árinu, tekju- og gjaldabreytingar vegna þess að sveitarfélagið er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra árið 2016 og þá með fulla ábyrgð á verkefninu, hækkun útsvarstekna, hagnaður vegna sölu fasteigna og fasteignakaup og hækkun eignatekna. Nettó breyting A-hluta er hækkun útgjalda um 29.591.000 kr. og samsvarandi breyting í B-hluta er hækkun rekstrarafgangs um 50.735.000 kr.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016."

Framlögð tillaga að viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2016, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.