Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2016 frá Ólafi Atla Sindrasyni og Ara Jóhanni Sigurðssyni, þar sem þeir lýsa undrun á áhuga- og framkvæmdaleysi af hálfu fjallskilastjórnar Staðarafréttar, er kemur að framkvæmd fjallskila eftir að lögbundnum fjallskilum er lokið.
Af gefnu tilefni beinir landbúnaðarnefnd því til fjallskilastjórna sveitarfélagsins að búpeningur sem vart verður við í afréttum og heimalöndum eftir síðustu lögbundnu leitir að hausti, verði sóttur eins fljótt og auðið er. Sérstaklega er það mikilvægt á þeim svæðum þar sem upp hafa komið riðutilfelli nú í haust svo komið verði í veg fyrir náinn samgang fjár.
Af gefnu tilefni beinir landbúnaðarnefnd því til fjallskilastjórna sveitarfélagsins að búpeningur sem vart verður við í afréttum og heimalöndum eftir síðustu lögbundnu leitir að hausti, verði sóttur eins fljótt og auðið er. Sérstaklega er það mikilvægt á þeim svæðum þar sem upp hafa komið riðutilfelli nú í haust svo komið verði í veg fyrir náinn samgang fjár.