Skipulags- og byggingarnefnd - 297
Málsnúmer 1701006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 350. fundur - 18.01.2017
Fundargerð 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Á fundi Byggðarráðs 5. janúar sl. var þessi liður til umfjöllumar og bókaði Byggðarráð eftirfarandi á fundinum:
„Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017. Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.“
Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði álits Skipulagsstofnunar á málsmeðferð. Skipulagsstofnun telur umfang framkvæmdarinnar það mikið að þær séu leyfisskyldar jafnframt það umfangsmiklar að gera þurfi og kynna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka málið til skipulagslegrar meðferðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Með umsókn dagsettri 4. janúar 2017 sækja Jón Gunnlaugsson kt. 280954-4629 og Jónína Stefánsdóttir kt. 031253-5439 eigendur jarðarinnar Stóru-Grafar ytri (landnr. 146000) og lóðarinnar Stóru-Grafar ytri lands (landnr. 193955) um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að breyta landamerkjum lóðarinnar. Framlagðir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7232-01, dags. 4. janúar 2017. Skýringauppdrættir nr. S-102 og S-103 í verki 723201, dags. 4. janúar 2017. Einbýlishús með fastanúmer 214-0283, merking 01 0101, mun áfram tilheyra Stóru-Gröf ytri landi (landnr. 193955). Vélageymsla með fastanúmer 214-0279, matsnúmer 214-0285, merking 09 0101, sem nú tilheyrir Stóru-Gröf ytri (landnr. 146000) mun tilheyra Stóra-Gröf ytri landi (landnr. 193955) eftir breytinguna. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Stóru-Gröf ytri, landnr. 146000.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Með umsókn dagsettri 6. janúar 2017 sækir Ingvar Gýgjar Jónsson kt 270330-5689 um stöðuleyfi til að byggja færanlegt aðstöðuhús/vinnuskúr á landi jarðarinnar Gýgjarhóls. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og staðsetningu.Erindið samþykkt.Stöðuleyfið veitt til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.