Málefni Háholts - þjónustusamningur ekki endurnýjaður
Málsnúmer 1705013
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 785. fundur - 08.06.2017
Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu og er hann fyrirhugaður í dag, 8. júní 2017. kl. 16:00 í húsnæði Barnaverndarstofu í Reykjavík. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts munu fara til fundar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017
Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí og 785. fundi byggðarráðs 8.júní 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts fóru til fundar á Barnaverndarstofu þann 8.júní s.l.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Meðferðarheimilisins Háholts og skorar á velferðarráðherra að tryggja áframhaldandi framtíð heimilisins í Skagafirði.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Meðferðarheimilisins Háholts og skorar á velferðarráðherra að tryggja áframhaldandi framtíð heimilisins í Skagafirði.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 794. fundur - 19.09.2017
Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Sigurjónsdóttr, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, dagsettur 28.ágúst 2017, þar sem Barnaverndarstofa ítrekar ósk sína um að losna undan gildandi leigusamningi fyrir Háholt sem fyrst.
Þar sem ekki ligga fyrir endanleg svör frá velferðarráðherra og velferðarnefnd um lokun Háholts telur Byggðarráð ekki hægt að taka afstöðu til erindisins.
Þar sem ekki ligga fyrir endanleg svör frá velferðarráðherra og velferðarnefnd um lokun Háholts telur Byggðarráð ekki hægt að taka afstöðu til erindisins.
Byggðarráð harmar þá stöðu sem meðferðarheimilið er komið í og óskar eftir því að fá fulltrúa Barnaverndarstofu á fund ráðsins sem fyrst.