Fara í efni

Aðalgata 14 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1705118

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 784. fundur - 18.05.2017

Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1705135, dagsettur 12. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Prófasturinn-Gistiheimili ehf., kt. 430517-1390, um að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 14 (213-1129), Sauðárkróki. Fram kemur einnig að fyrir hafa Krókaleiðir ehf., kt. 680403-2360, gistileyfi að Aðalgötu 14 (Gisting Litla Borg), sem mun falla úr gildi þegar framangreind umsókn fær fullnaðarafgreiðslu hjá embættinu.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 47. fundur - 24.05.2017

Með tölvubréfi dags. 12. maí 2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn frá Prófastinum - Gistiheimili ehf., kt. 430517-1390, um að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 14 (213-1129), Sauðárkróki. Fram kemur einnig að fyrir hafa Krókaleiðir ehf.,kt. 680403-2360, gistileyfi að Aðalgötu 14, sem mun falla úr gildi þegar framangreind umsókn fær fullnaðarafgreiðslu hjá embættinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.