Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa hafið söfnun á ærslabelg og er ætlunin að koma honum í notkun sumarið 2017. Söfnun hefur farið ágætlega af stað en kostnaður við að fá tækið á Hofsós eru 2.200.0000 fyrir utan jarðvegsvinnu. Staðsetning belgsins er fyrirhuguð við hlið sparkvallar á skólalóð grunnskólans. Ljóst er að slíkt leiktæki er mikil og góð viðbót við þá afþreyingarflóru sem er á svæðinu og nýtist jafnt heimafólki sem ferðamönnum. Óskað er eftir því að sveitafélagið greiði kostnað við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstrarkostnað. Sá kostnaður er leggst til við uppsetningu felst í gröfuvinnu, vinnu rafvirkja og svo þarf að þökuleggja í sárið svo frágangur sé snyrtilegur. Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki og samþykkir beiðnina.
Óskað er eftir því að sveitafélagið greiði kostnað við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstrarkostnað. Sá kostnaður er leggst til við uppsetningu felst í gröfuvinnu, vinnu rafvirkja og svo þarf að þökuleggja í sárið svo frágangur sé snyrtilegur.
Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki og samþykkir beiðnina.