Fara í efni

Ærslabelgur - Hofsós

Málsnúmer 1706190

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017

Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa hafið söfnun á ærslabelg og er ætlunin að koma honum í notkun sumarið 2017. Söfnun hefur farið ágætlega af stað en kostnaður við að fá tækið á Hofsós eru 2.200.0000 fyrir utan jarðvegsvinnu. Staðsetning belgsins er fyrirhuguð við hlið sparkvallar á skólalóð grunnskólans. Ljóst er að slíkt leiktæki er mikil og góð viðbót við þá afþreyingarflóru sem er á svæðinu og nýtist jafnt heimafólki sem ferðamönnum.
Óskað er eftir því að sveitafélagið greiði kostnað við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstrarkostnað. Sá kostnaður er leggst til við uppsetningu felst í gröfuvinnu, vinnu rafvirkja og svo þarf að þökuleggja í sárið svo frágangur sé snyrtilegur.
Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki og samþykkir beiðnina.